Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 54
BLS. 14 | sirkus | 13. APRÍL 2007 „Nei, ég hræðist hann ekkert. Mér finnst föstudagar yfirleitt góðir dagar og talan 13 hræðir mig ekki neitt. Mér finnst líka alltaf frekar fyndið að ekki finnist 13. hæð á hótelum víða um heim. Hvaða sjálfsblekking er það, fyrir þá hjátrúarfullu?“ Ágústa Johnson Hreyfingu. „Ég hræðist ekki föstudaginn 13. og ef eitthvað er þá finnst mér þessi dagur með skemmtilegri dögum ársins. Það er eitthvað við þennan dag sem kemur manni í stuð og maður vill hafa einhverja stemningu. Hjátrúin er útbreidd um allan heim og talað er um að ef 13 manns setjist saman við borð að snæða þá munu allir deyja innan árs en ég er ekki svo klikkaður að trúa því. Alla vega ætlar vinahópur- inn að hittast á föstudag- inn og fá sér góðan mat og gott vín en ég vona innilega að við verðum ekki 13.“ Andrés Þór Björnsson, fyrrverandi Herra Ísland. „Fyrir mér er talan 13 lukkutala og hræðist ég því daginn alls ekki, síður en svo. Ég á marga góða hluti og minningar tengdar tölunni og í raun er hún í ákveðnu uppáhaldi hjá mér. Máttur hugans er mikill og því trúi ég nú að fólk geti skapað sín eigin örlög með ákveðnum hugsunum hvort heldur sem það er hræðsla við ákveðna daga, svarta ketti, stiga og svo lengi mætti telja. Þannig að best er að hlæja að þessu og njóta andartaksins, ekki satt?“ Eva Dögg Sigurgeirsdótt- ir athafna- kona. „Ég hræðist ekki föstudaginn 13. og er að mestu laus við alla hjátrú og því hlakka ég til föstudagsins. Ég lít á hann eins og hvern annan dag og ætla því að hafa það notalegt og gott.“ Unnur Pálmars- dóttir líkamsrækt- arfrömuður. HRÆÐISTU FÖSTUDAGINN 13.? „Fríið verður í lengra lagi því ég fer líka í mánaðar fæðingarorlof. Ég ætla að bregða mér til Washington á árshátíð Fíton þar sem konan mín vinnur. Við verðum í tvær vikur í Bandaríkjunum og heimsækjum þar góða vini. Í júlí ætlum við að ferðast innanlands eins og við gerum á hverju sumri og fara meðal annars á hina fallegu Vestfirði. Við erum boðin í fimm brúðkaup í sumar svo þetta verður stórskemmtilegt sumar.“ Finnur Beck frétta- maður. „Ég kem til með að vinna í sumarfríinu, þriðja árið í röð. Var að skipta um vinnu og á lítið sem ekkert frí inni en ef ég tek einhverja daga reikna ég með að nota þá í matreiðslubókaskrif eða eitthvað slíkt. Svo getur reyndar verið að ég reyni að komast í 1-2 helgarferðir til útlanda þegar vel stendur á en það er allt opið enn þá.“ Nanna Rögn- valdar- dóttir. „Hvað sumarfríið varðar trónir sól og hiti efst á óskalistanum. Að henda húfum og treflum og hlaupa um með börnunum í mjúkum sandi sé ég í hillingum. Á enn þá eftir að velja stað á hnettinum, en sólin kemur jú víða við.“ Margrét Kristín Sigurðardóttir söngkona. „Allan apríl vinn ég að óperunni La Traviata fyrir Óperu Skagafjarðar. Maímánuður fer í að skrifa og leikstýra leikinni dagskrá um Tómas Sæmundsson og restin af sumrinu verður notuð til að skrifa og æfa einleik þar sem ég ætla að leika aðalhlutverkið enda ætlunin að halda hátíðlegt 50 ára leikaf- mæli. Enda full ástæða til því auðvitað er það afrek að hafa tollað á leiksviði í hálfa öld.“ Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Hvað ætlarðu að gera í sumarleyfinu? F yrir líklega 30 árum vann ég einn dag hjá Kassagerðinni sem var skelfileg lífsreynsla. Ég byrjaði klukkan 4 að degi og vann til miðnættis við að festa tappa á tíu lítra plastpoka sem voru líklega notaðir undir mjólk í sveitum. Þetta var ein sú heimskulegasta athöfn sem ég hef á ævinni staðið í og þegar ég var búinn var ég með fleiður á öllum fingrum. Eftir vaktina hét ég því að stíga aldrei fæti þarna inn aftur og stóð við það. Því var ég í vandræðum hvernig ég ætti að nálgast launin en sendi að lokum kunningja minn. Þetta voru ágætislaun, 5 þúsund krónur, en plásturskostnaðurinn tók eitthvað af þeim. Þetta er í eina skiptið sem ég hef staðið við færiband og ég man enn eftir klukkunni á veggnum sem gekk aftur á bak. Eftir þessa lífsreynslu dáist ég að fólki sem getur staðið við færiband ár eftir ár.“ Leiðinlegasta starfið GUÐNI MÁR HENNINGSSON Kassagerðin ekki málið fyrir Guðna sem leiddist starfið þar. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus SPURNINGAKEPPNI sirkuss SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR SIGR- AÐI JÓHANN HLÍÐAR HARÐARSON Í SÍÐUSTU VIKU. MARTA MARÍA KEPPIR HÉR VIÐ ÞÓR JÓNSSON, UPPLÝSINGAFULLTRÚA FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTISINS. 1. Hvað heitir krón- prinsessan í Svíþjóð? 2. Í hvaða stjörnumerki er sá sem á afmæli 28. apríl? 3. Hver leikstýrði kvikmyndinni Perlur og svín? 4. Hver er fyndnasti maður Íslands 2007? 5. Hver er nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna í vaxtar- rækt? 6. Með hvaða NBA-liði leikur Kobe Bryant? 7. Hver skrifaði glæpasöguna Blóð- berg? 8. Í hvaða sæti lenti Silvía Nótt í Eurovision í fyrra? 9. Hver er rektor Háskólans í Reykja- vík? 10. Hvað heitir nýja breiðskífa Bjarkar? Rétt svör:1. Viktoría. 2. Nautinu. 3. Óskar Jónasson. 4. Þórhallur Þórhallsson. 5. Hrönn Sigurðardóttir. 6. LA Lakers. 7. Ævar Örn Jósepsson. 8.13. sæti. 9. Svava Grönfeldt. 10. Volta. Þór Jónsson 1. Viktoría. 2. Naut. 3. Óskar Jónasson. 4. Ekki grænan grun. 5. Ekki minnstu hugmynd. 6. Ekki til í dæminu að ég viti það. 7. Ævar Örn Jósepsson. 8. Man það ekki. 9. Svafa Grönfeldt. 10. Volta. Marta María Jónasdóttir 1. Viktoría. 2. Naut. 3. Óskar Jónasson. 4. Hef ekki hugmynd. 5. Heiðrún Sigurðardóttir. 6. Veit ekki. 7. Ævar Örn Jósepsson. 8. 13. 9. Svafa Grönfeldt. 10. Volta. Marta María heldur sigurgöngu sinni áfram. Hún fékk 7 rétt svör á móti 6 réttum svörum Þórs. Þór skorar á Sigmar Guðmundsson, spyril í Gettu betur. Fylgist með í næstu viku. Plásturskostnaðurinn tók stóran hluta launanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.