Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 62

Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 62
Snemma á þessu ári, 24. janúar, skrifaði Ómar Ragnarsson pistil á heimasíðu sem bar heit- ið Vandi Vinstri grænna. Við lest- ur greinar hans varð mér ljóst að hann hygðist fara fram á völlinn í komandi alþingiskosningum. Inn- takið í þessum pistli Ómars kom fram í eftirfarandi ummælum hans: „Vinstri græna dreymir um 25 prósent fylgi í kosningun- um í vor sem umbun fyrir góða frammistöðu í baráttunni gegn stóriðjustefnunni. Steingrímur og hans fólk eiga það fylgi fylli- lega skilið að mínu mati ef um- hverfismálin ein væru notuð sem mælikvarði. Ef flokkurinn lægi á miðju íslensks stjórnmálalit- rófs væri raunhæft að hann næði þessu markmiði og vel það. En meðan hann liggur á vinstri jaðr- inum getur hann þetta ekki og það er vandi hans gagnvart stór- um hópi umhverfisverndarfólks. Því miður.“ Þá segir Ómar takmörk fyrir því hve VG geti laðað til sín marga af hægri sinnuðum kjósendum og á því byggi stöðugt fylgi Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönnun- um. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að sæta ábyrgð á virkjanafíkn- inni sem hann hafi ræktað í 16 ár. Næstu vikur heyrðist öðru hvoru í Ómari þar sem hann gaf til kynna að von væri tíðinda af framboði. Á félagsfundi í Fram- tíðarlandinu 7. febrúar óskaði Ómar sem utanfélagsmaður sér- staklega eftir að tjá sig og not- aði það tækifæri til að mæla gegn því að Framtíðarlandið byði fram. Margrét Sverrisdóttir hafði röskri viku áður sagt sig úr Frjálslynda flokknum. Brátt fóru að berast fregnir um pólitískan samdrátt þeirra á milli. Vinstri grænir sem mælst höfðu með nálægt 20% fylgi í skoð- anakönnunum frá síðasta hausti sóttu enn í sig veðrið eftir ára- mótin samkvæmt Gallup-könnun- um og mældust með 27,6% fylgi 22. mars, sama daginn og flokkur þeirra Ómars og Margrétar var formlega kynntur til leiks. Sjálf- stæðisflokkurinn mældist þá með 36% fylgi. Viku seinna var fylgi VG samkvæmt sömu könnun 24%, flokkur Ómars fékk 5,2% en Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig tæpu prósenti. Þann 5. apríl var staðan sú að VG mældist með 21% fylgi, Ómars-flokkurinn með 4,5% en Sjálfstæðisflokkurinn hafði rokið upp í 40%. Í umræðu um framboðsá- huga nokkurra einstaklinga innan Framtíðarlandsins varaði undirritaður við slíku framboði af tveimur ástæðum. Annars vegar benti ég á að félagið hefði verið stofnað sem þverpólitísk gras- rótarsamtök, hins vegar að slíkt framboð væri líklegt til að dreifa kröftum stóriðjuandstæðinga og drægi úr líkum á að takast megi að fella ríkisstjórnina. Þessi við- horf mín og margra fleiri þekkti Ómar mæta vel sem og Ósk Vil- hjálmsdóttir sem verið hafði í far- arbroddi þeirra sem vildu breyta Framtíðarlandinu í stjórnmála- flokk en varð þar í minnihluta. Réttlæting Ómars Ragnarssonar fyrir sérstöku framboði á sínum vegum til að draga byr úr seglum Sjálfstæð- isflokksins var aldrei trúverðug og þegar hefur sýnt sig að hún gengur ekki upp. Það fylgi sem Í-list- inn hefur mælst með í tvígang er að mati Capasent Gallups fyrst og fremst sótt í raðir fólks sem lýst hafði sig reiðubúið til að fylkja sér um Vinstri græna og í minna mæli tekið frá Samfylkingu. Þetta var fyrirsjáanlegt, meðal annars af þeim ástæðum að engir áber- andi talsmenn úr röðum Sjálf- stæðisflokksins sýndu áhuga á stuðningi við framboð Ómars. Enginn fjórmenninganna sem talað hafa máli Íslandshreyf- ingarinnar á fundum að und- anförnu eru þekkt af stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn og einn meira að segja verið varaþing- maður Samfylkingarinnar á yf- irstandandi kjörtímabili. Flokkur Ómars kynnir sig með þá stefnu- áherslu fyrst og síðast að stöðva stóriðjustefnuna, nákvæmlega sama stefnumið og Vinstri græn- ir hafa haldið á lofti frá stofn- un eða í tvö heil kjörtímabil með þeim árangri að ótvíræður meiri- hluti þjóðarinnar leggst nú á sömu sveif. Þótt finna megi ein- staka hægridrætti í stefnuyfir- lýsingu Íslandshreyfingarinnar eins og hún var kynnt um síðustu mánaðamót skipta þeir engu máli í heildarmyndinni og nógu marg- ir eru fyrir til að halda þeim sjón- armiðum á lofti. Kenning Ómars Ragnarssonar um fælingaráhrif vinstra–hugtaksins, þ.e. áherslu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á jöfnuð í samfélaginu, hefur sýnt sig að vera blekking. Þar við bætist að Vinstri græn- ir hafa stig af stigi verið að þróa græna hugmyndafræði sína, byggt á áherslum um sjálfbæra þróun, og hafa þegar haft mikil áhrif á þjóðfélagumræðuna. Margir einlægir stóriðjuand- stæðingar, einnig utan raða VG, hafa að undanförnu haft orð á því við mig að þeir trúi því ekki að Ómar Ragnarsson efni í þann óvinafagnað og taki á sig þá áhættu sem við blasir með fram- boði Íslandshreyfingarinnar, þ.e. að framlengja líf ríkisstjórnar- innar. Enginn efast um einlægan vilja Ómars og annarra í hans liði að stöðva frekari stóriðjuáform. En með því að halda fast við sér- framboð, sem augljóslega getur orðið til þess að gera að engu yfirlýst markmið, er Íslands- hreyfingin að taka á sig mikla ábyrgð. Nú mánuði fyrir kosning- ar hafa enn engin framboð verið kynnt af hálfu Íslandshreyfing- arinnar og því eiga forsvars- menn hennar alla möguleika á að draga í land með reisn og hvetja um leið liðsmenn sína til að styðja þá flokka og frambjóðendur sem tekið hafa trúverðuga afstöðu gegn stóriðjustefnunni. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Vandi Íslands- hreyfingarinnar Framkomin kæra átta þjóðkirkjupresta á hendur safnaðarpresti Fríkirkjunnar í Reykja- vík, sr. Hirti Magna Jó- hannssyni, fyrir siða- nefnd Prestafélags Ís- lands hefur verið nokkuð til umfjöllunar síðustu daga. Sr. Hjörtur Magni kaus að stíga fram og greina frá því máli opinberlega enda þótt það sé enn til umfjöllunar hjá siðanefnd. Hér er ekki ætlunin að rekja efni þeirr- ar kæru að neinu leyti heldur gera athugasemd við þann málflutning sem sr. Hjörtur Magni hefur við- haft í samhengi þessa máls og lýtur að skilningi hans á því sem hann kallar hina „lúthersku arfleifð“. Sr. Hjörtur Magni heldur því fram að hin „lútherska arfleifð“ leggi hverjum lútherskum presti og trúmanni þær skyldur á herð- ar að vera gagnrýninn á ríkjandi fyrirkomulag og umgjörð trúmála og trúarstofnana síns tíma. Í ljósi þess sem sr. Hjörtur Magni hefur sagt í ræðu og riti undanfarin miss- eri hlýtur að vera ljóst að hér eigi hann ekki síst við íslensku þjóð- kirkjuna. Í þessu samhengi vísar hann til Marteins Lúthers og þeirr- ar gagnrýni sem hann beindi að trúarstofnun síns tíma. Í raun er erfitt að verjast þeirri hugsun að sr. Hjörtur Magni sjái sig sem ein- hvers konar nútímalegan Lúth- er í gagnrýni sinni á þjóðkirkjuna sem hann kallar m.a. djöfullega og hættulega trúarstofnun sem snúist í kringum sjálfa sig og láti dýrka sig sem sjálfan Guð. Svo virðist sem hann telji Lúther hafa gefið sér það eftirdæmi að beita öllum mögulegum ráðum í gagnrýni sinni á íslensku þjóðkirkjuna. Hér er sr. Hjörtur Magni á villi- götum og honum er eng- inn sómi að þeim dylgj- um sem hann hefur uppi. Að sjálfsögðu er himinn og haf á milli miðalda- samfélags vesturkirkj- unnar á tímum Lúthers og íslensks samfélags 21. aldar. Það er mikil tíma- skekkja fólgin í þeirri hliðstæðu sem sr. Hjört- ur Magni sér á milli sín og Marteins Lúthers og ber hún vitni um bjagaðan skilning hans á starfi Lúthers. Sannleikurinn er sá að hlutverk og eðli kirkjunnar sem stofnunar var ekki þungamiðja umræðunnar á dögum siðbótarinnar. Markmið sið- bótarinnar var ekki að endurbæta uppbyggingu eða stjórnarform kirkjunnar, hvað þá umgjörð henn- ar. Meginmarkmiðið var að setja fagnaðarerindið í öndvegi og boða hjálpræðið í Jesú Kristi. Lúther var ekki upptekinn af því að draga fram nýtt skipurit fyrir kirkjustofnun- ina eða finna henni nýjan rekstr- argrundvöll heldur leitaðist hann við að draga fram þann grundvöll kirkjunnar sem allt annað átti að byggjast á. Lúther setti ekki fram beinar tillögur um það hvert ytra fyrirkomlag kirkjustofnunarinn- ar skyldi vera heldur vildi hann draga fram að nýju kjarna krist- innar kirkju innan þeirrar stofnun- ar sem fyrir var. Lúther leitaðist með öðrum orðum eftir því að siðbæta kirkj- una, ekki koma henni á kné, nema í þeim skilningi að hún beygði sig fyrir fagnaðarerindinu af auð- mýkt. Hann vildi hreinsa kirkj- una af hverjum þeim mannasetn- ingum sem skyggðu á fagnaðarer- indið og hverjum þeim siðum sem ekki var fótur fyrir í ritningunni. Lúther vildi ekki að kristið fólk kenndi sig við nafn sitt heldur Jesú Krist. Lúther horfði ekki framhjá því að kirkjan sem stofnun er sögu- lega skilyrt, líkt og allar mannleg- ar stofnanir. Siðbótarstarf hans leiddi af þeirri staðreynd að hin mannlega og forgengilega kirkja getur misnotað fagnaðarerindið og jafnvel snúið því í andhverfu sína. Lúther sá í hvers konar öngstræti kirkjan hafði ratað með fagnaðar- erindið og leitaðist við að draga það fram í dagsljósið að nýju. Siðbótar- starf Lúthers og hin „lútherska arf- leifð“ eru fólgnar í þeirri staðreynd og þar með sú skylda og ábyrgð sem hvílir á hverjum lútherskum presti og trúuðum manni. Hjörtur Magni hefur gengið svo langt að segja að það fyrirkomulag sem þjóðkirkjan starfar innan varpi „dimmum skugga“ á allt hennar starf og geri hana jafnframt ótrú- verðuga. Kannski finnst sr. Hirti Magna fagnaðarerindið einfaldlega fyrir borð borið alls staðar annars staðar en hjá sjálfum sér. Undar- legt væri það í ljósi þess að hann segist ekki hafa höndlað sannleik- ann og virðist í raun halda að hann geti það ekki. Krossferð sr. Hjartar Magna á hendur íslensku þjóðkirkjunni á ekkert skylt við siðbótarstarf Marteins Lúthers eða arfleifð þess. Lúther var vissulega gagnrýninn, í ræðu og riti – og í prédikunarstóln- um. En hvað boðun fagnaðarerind- isins snertir hafði Lúther ávallt vel- ferð safnaðarins og samfélagsins að leiðarljósi og hann leitaðist ekki við að upphefja sjálfan sig né held- ur sína eigin stundlegu hagsmuni. Slíkt er ekki hluti hinnar lúthersku arfleifðar. Í öllu því sem Lúther sagði og gerði hafði hann framgang fagnaðarerindisins að leiðarljósi. Það mættu allir sem bera hag krist- innar kirkju fyrir brjósti taka sér til fyrirmyndar og boða fagnaðar- erindið hreint og ómengað í orðum sínum og framgöngu. Höfundur er sóknarprestur Hofsóss- og Hólaprestakalls. Hin lútherska arfleifð Kenning Ómars Ragnarssonar um fælingaráhrif vinstra–hug- taksins, [...] hefur sýnt sig að vera blekking. ÍS LE N SK A /S IA .I S /I SP 3 63 76 0 2/ 06 Tæmið póstkassa reglulega Við hjá Póstinum biðjum landsmenn um að tæma póstkassa sína reglulega. Bréfberar eiga stundum í vandræðum með að setja póst í yfirfulla póstkassa og þá verða þeir að endursenda póstinn, sendanda og viðtakanda til verulegra óþæginda. Aðstoð ykkar og tillitssemi auðvelda okkur að koma póstinum til skila, hratt og örugglega. Þjónustuver | sími 580 1200 | postur@postur.is | www.postur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.