Fréttablaðið - 13.04.2007, Síða 70
Náðargeisli snillinnar sló Mas-
cagni þegar hann setti tónlist við
texta félaga sinna upp úr smásögu
um afbrýðisemi og tál sveitafólks á
Sikiley á nítjándu öldinni. Sagan er
raunar hafin yfir alla tíma og staði
þó kjarni hennar standi utan við sið-
ferðiskvarða okkar tíma: ung kona
af lágum ættum er í ástarsambandi
við strák sem er nýkominn úr her-
num. Hún á engan að, hann býr hjá
móður sinni sem selur vín við torg-
ið. Stúlkan er barnshafandi og því
komin utan garðs. Hann er ekki
viss og tekinn að leggja lag sitt við
konu gifta manni í flutningsbrans-
anum sem er oft að heiman. Unga
konan vanfæra hrekur barnsföður
sinn í dauðann í afbrýðisemi. Allt
gerist þetta á páskadagsmorgun.
Cavalleria Rusticana er snilldar-
verk sama hvernig á það er litið.
Hlutverkin eru ekki mörg, raun-
ar bara fimm sem skipta máli, en
persónusköpun höfundanna er svo
meitluð að hlutverkin heimta þaul-
hugsaðan og frjóan leik auk þess
sem laglínurnar eru ekkert slor.
Hér er því úr miklu moða.
Ofan í kaupið er verkið samið
fyrir stóran kór og það mun hafa
verið meginástæða þess að Elín
Ósk Óskarsdóttir ræðst í að koma
verkinu á svið nú með Óperu-
kór sinn í Hafnarfirði. Hún hefur
líka haft áhuga á að syngja hlut-
verk Santuzzu, ungu konuna sem
er þungamiðja verksins. Hún fær
til verksins vana söngvara, Jóhann
Friðgeir Valdimarsson, Ólaf Kjart-
an Sigurðarson og yngri krafta:
Hörn Hrafnsdóttur og Þórunni
Stefánsdóttur. Ingólfur Níels Árna-
son setur á svið og Kurt Kopecky
stjórnar.
Allt er þetta gott og blessað: þetta
er hefðbundin sviðsetning, Ingólf-
ur reynir ekki að draga verkið úr
sínum hefðbundna stað þótt heldur
sé kauðslegt að sjá karlana ganga
alla úr kirkju á páskadagsmorgun
með hattana á hausnum. Það staf-
ar af allri sviðsetningunni að flest-
ir þeirra sem á sviðinu standa eru
alls óvanir: kvennapartur kórs-
ins hljómaði betur en karlarnir, en
Óperukór Hafnarfjarðar stendur
engan veginn undir hlutverki sínu
í sýningunni.
Það gera söngvararnir í sólópört-
unum hins vegar þó grætilegt sé að
þeim skuli ekki búin fullgerð um-
gerð: á sýningana skortir verulega
djúpan leik sem er þó aðall verks-
ins, vilji menn takast á við það: per-
sónurnar. Öll fimm sýna því aðeins
brot sem heimta verður af þeim í
fullburða sviðsetningu á verkinu.
Eru þetta örlög íslenskra óperu-
sýninga − enginn kór til sem stend-
ur undir nafni og er í stöðugri þjálf-
un, einsöngvarar sem syngja örfá
kvöld á árabili, hljómsveitarstjóri
sem fær ekki þá stöðugu þjálfun
sem starf hans útheimtir og áheyr-
endur sem verða að bíða áratugum
saman eftir flutningi verka á borð
við þetta? Cavalleriu á að flytja
reglulega og þá að leggja í full-
burða sýningar sem gera verkinu
verðug skil.
En hér verðum við að virða vilj-
ann fyrir verkið: Elín syngur hlut-
verk Santuzzu af miklum þrótti en
það skortir á blíðu og bráðlynd-
ið sem verður Santuzzu að falli.
Þetta er tekið nokkuð á kraftinum.
Svo er áberandi í sviðsetningu Ing-
ólfs hvað hann stillir Elínu í miðju:
Santuzza er kona á jaðri samfélags-
ins, bæði í anda og líkama. Jafnvel
í bæninni þar sem persónunni er
gjarnan stillt í miðju sem er órök-
legt þó stórsöngkonur heimti þá
stöðu rétt eins og gamlir leikarar í
aðalhlutverkum.
Mín eyru er vanari bjartari ten-
órum en Jóhanni Friðgeiri í hlut-
verki Turiddos. Hann hefur sann-
færandi fas á sviði og sterka
nálægð en aftur var lítið um blæ-
brigði í leiktúlkun hans. Öðru var
fyrir að fara í glæsilegri fram-
göngu Ólafs Kjartans sem stóð sig
með mikilli prýði. Þórunn Stefáns-
dóttir er glæsileg kona og fór vel
með sinn part sem konan gifta en
ekki var hún sú daðurdrós sem
textinn heimtar í hinum vand-
ræðalega fundi þeirra þriggja við
kirkjudyrnar. Hörn Hrafnsdóttir
fann sig illa í hlutverki móðurinn-
ar og vann frumstætt gervi á móti
henni.
Það er samt alltaf yndislegt að
sjá þetta verk og birtan í tónlist-
inni er engu lík. Mér þótti hljóm-
sveitin víða slök og raunar ekki ná
sér vel á strik fyrr en í Intermezzo-
inu þegar ég sá aðra sýningu. Nú
eru tvær eftir og verða báðar full-
skipaðar áhorfendum. Það er hall-
ærislegt að við skulum ekki ráðast
í uppsetningar sem þessar nema af
hálfum efnum eða minna og ekki
hafa efni á að sýna sviðsetningarn-
ar nema í örfá skipti.
Cavalleria Rusticana í Óperunni
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is