Fréttablaðið - 13.04.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 13.04.2007, Síða 70
Náðargeisli snillinnar sló Mas- cagni þegar hann setti tónlist við texta félaga sinna upp úr smásögu um afbrýðisemi og tál sveitafólks á Sikiley á nítjándu öldinni. Sagan er raunar hafin yfir alla tíma og staði þó kjarni hennar standi utan við sið- ferðiskvarða okkar tíma: ung kona af lágum ættum er í ástarsambandi við strák sem er nýkominn úr her- num. Hún á engan að, hann býr hjá móður sinni sem selur vín við torg- ið. Stúlkan er barnshafandi og því komin utan garðs. Hann er ekki viss og tekinn að leggja lag sitt við konu gifta manni í flutningsbrans- anum sem er oft að heiman. Unga konan vanfæra hrekur barnsföður sinn í dauðann í afbrýðisemi. Allt gerist þetta á páskadagsmorgun. Cavalleria Rusticana er snilldar- verk sama hvernig á það er litið. Hlutverkin eru ekki mörg, raun- ar bara fimm sem skipta máli, en persónusköpun höfundanna er svo meitluð að hlutverkin heimta þaul- hugsaðan og frjóan leik auk þess sem laglínurnar eru ekkert slor. Hér er því úr miklu moða. Ofan í kaupið er verkið samið fyrir stóran kór og það mun hafa verið meginástæða þess að Elín Ósk Óskarsdóttir ræðst í að koma verkinu á svið nú með Óperu- kór sinn í Hafnarfirði. Hún hefur líka haft áhuga á að syngja hlut- verk Santuzzu, ungu konuna sem er þungamiðja verksins. Hún fær til verksins vana söngvara, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ólaf Kjart- an Sigurðarson og yngri krafta: Hörn Hrafnsdóttur og Þórunni Stefánsdóttur. Ingólfur Níels Árna- son setur á svið og Kurt Kopecky stjórnar. Allt er þetta gott og blessað: þetta er hefðbundin sviðsetning, Ingólf- ur reynir ekki að draga verkið úr sínum hefðbundna stað þótt heldur sé kauðslegt að sjá karlana ganga alla úr kirkju á páskadagsmorgun með hattana á hausnum. Það staf- ar af allri sviðsetningunni að flest- ir þeirra sem á sviðinu standa eru alls óvanir: kvennapartur kórs- ins hljómaði betur en karlarnir, en Óperukór Hafnarfjarðar stendur engan veginn undir hlutverki sínu í sýningunni. Það gera söngvararnir í sólópört- unum hins vegar þó grætilegt sé að þeim skuli ekki búin fullgerð um- gerð: á sýningana skortir verulega djúpan leik sem er þó aðall verks- ins, vilji menn takast á við það: per- sónurnar. Öll fimm sýna því aðeins brot sem heimta verður af þeim í fullburða sviðsetningu á verkinu. Eru þetta örlög íslenskra óperu- sýninga − enginn kór til sem stend- ur undir nafni og er í stöðugri þjálf- un, einsöngvarar sem syngja örfá kvöld á árabili, hljómsveitarstjóri sem fær ekki þá stöðugu þjálfun sem starf hans útheimtir og áheyr- endur sem verða að bíða áratugum saman eftir flutningi verka á borð við þetta? Cavalleriu á að flytja reglulega og þá að leggja í full- burða sýningar sem gera verkinu verðug skil. En hér verðum við að virða vilj- ann fyrir verkið: Elín syngur hlut- verk Santuzzu af miklum þrótti en það skortir á blíðu og bráðlynd- ið sem verður Santuzzu að falli. Þetta er tekið nokkuð á kraftinum. Svo er áberandi í sviðsetningu Ing- ólfs hvað hann stillir Elínu í miðju: Santuzza er kona á jaðri samfélags- ins, bæði í anda og líkama. Jafnvel í bæninni þar sem persónunni er gjarnan stillt í miðju sem er órök- legt þó stórsöngkonur heimti þá stöðu rétt eins og gamlir leikarar í aðalhlutverkum. Mín eyru er vanari bjartari ten- órum en Jóhanni Friðgeiri í hlut- verki Turiddos. Hann hefur sann- færandi fas á sviði og sterka nálægð en aftur var lítið um blæ- brigði í leiktúlkun hans. Öðru var fyrir að fara í glæsilegri fram- göngu Ólafs Kjartans sem stóð sig með mikilli prýði. Þórunn Stefáns- dóttir er glæsileg kona og fór vel með sinn part sem konan gifta en ekki var hún sú daðurdrós sem textinn heimtar í hinum vand- ræðalega fundi þeirra þriggja við kirkjudyrnar. Hörn Hrafnsdóttir fann sig illa í hlutverki móðurinn- ar og vann frumstætt gervi á móti henni. Það er samt alltaf yndislegt að sjá þetta verk og birtan í tónlist- inni er engu lík. Mér þótti hljóm- sveitin víða slök og raunar ekki ná sér vel á strik fyrr en í Intermezzo- inu þegar ég sá aðra sýningu. Nú eru tvær eftir og verða báðar full- skipaðar áhorfendum. Það er hall- ærislegt að við skulum ekki ráðast í uppsetningar sem þessar nema af hálfum efnum eða minna og ekki hafa efni á að sýna sviðsetningarn- ar nema í örfá skipti. Cavalleria Rusticana í Óperunni „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.