Fréttablaðið - 13.04.2007, Qupperneq 74
Ástarlíf stjarnanna getur
orðið nokkuð flókið. Í gær
mátti hér lesa um flókinn
„ástarferhyrning“ Justins
Timberlake en hann er ekki
sá eini sem skiptir oft um
bólfélaga. Stjörnurnar eru
nefnilega fæstar við eina
fjölina felldar í ástarmál-
unum.
Fjölmiðlar skemmta sér yfirleitt
konunglega yfir óförum fræga
fólksins í ástarmálum enda geta
eftirmálin orðið ansi skrautleg.
Þeim þykir ekki síður forvitnilegt
að fjalla um nýjustu pörin í Holly-
wood og skipta þeim gjarnan upp í
hópa og flokka. Breska blaðið The
Sun gerði nýverið úttekt á nýjustu
samböndunum meðal stjarnanna
sem hafa sprottið upp eins og gor-
kúlur. Meðal þeirra sem eru taldar
líklegastar til að endast lengur en
nokkrar vikur í sambandi sínu eru
Simpson-systurnar Jessica og As-
hlee. Ashlee hefur verið orðuð
við Peter Wentz, bassaleikar-
ann úr Fall Out Boy, en þau
sáust gera sér dælt við hvort
annað í afmæli á veitinga-
staðnum Parc í Hollywood.
Jessica er hins vegar búin
að jafna sig á Nick Lachey
sem hefur sést í örmum
sjónvarpskonunnar Va-
nessa Minillo. Banda-
ríska pressan hefur um
nokkra hríð spáð því að
söngkonan barmgóða og
tónlistarmaðurinn John
Mayer myndu koma úr
felum með ástarsamband
sitt og nú virðist stóra
stundin runnin upp.
Og ástarörvar Amors
virðast hafa hæft aðra barm-
góða konu því samkvæmt nýj-
ustu fréttum þar vestra er óláta-
belgurinn Tommy Lee búinn að
krækja aftur í Pamelu Anderson.
Þau skildu tvisvar á sínum tíma og
var Tommy meðal annars sakað-
ur um að hafa lamið Pamelu. Þau
urðu ekki síður fræg þegar kynlífs-
myndband þeirra lak út á netið og
varð eitt söluhæsta kynlífsmynd-
band allra tíma. Hvorki Tommy
né Pamela hafa þó viljað staðfesta
sambandið en trommarinn býr nú
heima hjá Pamelu á meðan verið er
að gera húsið hans upp í Malibu. Og
til þeirra hefur sést á Hawaii í róm-
antísku fríi.
Og mjónan Nicole Richie og Joel
Madden virðast einnig líkleg til af-
reka á grýttum vegi ástarinnar í
Hollywood. Parið hefur verið að
stinga saman nefjum í ár og virðist
hamingjusamara með degi hverj-
um. Gömul vinkona Nicole, Paris
Hilton, er hins vegar ekki alveg
jafn líkleg til góðra verka en hún
hefur að undanförnu sést með Josh
Henderson, sjarmatröllinu úr
Aðþrengd-
um eigin-
konum.
Paris
er
þekkt fyrir að haldast ekkert sér-
staklega vel á karlmönnum og spá
sérfræðingar því að það verði ekki
langt að bíða þar til annar maður
haldi í höndina á hótelerfingjanum.
Ástarmál Britney Spears hafa
verið undir smásjá fjölmiðla undan-
farið ár en fjölmiðlar eru sólgnir í
fréttir af nýjum mönnum í lífi popp-
prinsessunnar. Sá nýjasti er sagð-
ur vera Luke Walton, hárprúður
leikmaður Los Angeles Lakers, og
hefur Spears sést æ oftar á heima-
velli liðsins, Staples Center. Leik-
konan Drew Barrymore hefur
ekki síður komist í fréttirnar að
undanförnu því nýverið upplýsti
ritstýra ein að hún hefði verið ást-
kona leikkonunnar í dágóðan tíma.
Til Barrymore hefur hins vegar
sést með leikstjóranum Spike
Jonze, þeim hinum sama og hefur
gert myndbönd með Björk.
Köldustu kveðjurnar fær hins
vegar samband sem flestir eru
sammála að endist varla fram yfir
fyrsta sumardag. Og það eru þau
Lindsay Lohan og Kevin Federline
en blaðamaður The Sun skrifar af
þessu tilefni: „Þótt Lindsay skipti
um elskhuga eins og nærbuxur mun
hún varla leggjast svo lágt að tína
upp ruslið eftir Britney Spears.“
Og svo mörg voru þau orð.
Leonardo DiCaprio mun spreyta
sig á föðurhlutverkinu innan tíðar,
samkvæmt heimasíðu breska
blaðsins
Mirror. Þar
segir að
kærasta Di-
Caprio, ísra-
elska fyrir-
sætan Bar
Refaeli, eigi
von á barni
hans í haust.
Þetta þykir
mörgum út-
skýra hvers
vegna parið
áformar að
ganga í það
heilaga í
sumar, eftir
að hafa verið saman í rétt rúmlega
fimmtán mánuði.
Samkvæmt heimildum blaðsins
er leikarinn afskaplega ánægð-
ur með að verða pabbi. Parið leit-
ar nú að stað til að halda brúðkaup
og tilheyrandi veislu, en fréttir
herma að Tel Aviv komi sterklega
til greina.
DiCaprio
verður pabbi
Fyrsti þátturinn af fjórum, þar
sem norrænir spekingar spá í
lögin í Söngvakeppni sjónvarps-
stöðvanna árið 2007, er á dag-
skrá Sjónvarpsins í kvöld. Þætt-
irnir hafa notið mikilla vinsælda
á Norðurlöndunum öllum, en þetta
er í fjórða skiptið sem
þessi háttur er hafð-
ur á.
Sænski poppar-
inn Christer Björk-
man leiðir spek-
ingana áfram eins
og áður, en þó
nokkrar breyt-
ingar hafa
orðið á hópn-
um. Eirík-
ur Hauks-
son er
fulltrúi Ís-
lands eins
og áður,
en það hefur
vakið nokkra
athygli að hann sé með í hópnum
þrátt fyrir að hann keppi sjálfur í
Helsinki í maí. Thomas Lundin fer
fyrir Finnum eins og önnur ár, en
Charlotte Perelli verður fulltrúi
Svíþjóðar. Söngkonan hefur áður
setið í norræna spekingaráðinu,
en hún fór með sigur af hólmi í
söngvakeppninni sjálfri árið 1999,
þegar Selma laut í lægra haldi.
Fyrir hönd Danmerkur mætir
Adam Duvå Hall, sem kynnti for-
keppni Dana frænda okkar fyrr á
árinu. Per Sundnes kemur í stað
Eurovision-ofvitans Jostein
Pedersen frá Noregi, sem
margir eiga eflaust eftir
að sakna.
Þátturinn hefst klukk-
an tíu mínútur yfir átta.
Upphitun fyrir
Eurovision hafin