Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 78

Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 78
 Samninga- og félaga- skiptanefnd KSÍ dæmdi knatt- spyrnumanninum Róbert Magn- ússyni í hag í máli hans gegn FH í síðustu viku. Róbert, sem er fyrr- um fyrirliði FH og núverandi að- stoðarþjálfari hjá ÍA, leitaði að- stoðar Knattspyrnusambandsins vegna óuppgerðs samnings frá árinu 2003. FH taldi að leikmannasamning- ur leikmannsins við félagið hefði fallið úr gildi þar sem hann hefði ekki getað æft né spilað vegna meiðsla. Um leið féllu greiðslur sjálfkrafa niður. Eins og áður segir dæmdi samn- inga- og félagaskiptanefndin leik- manninum í hag og er úrskurð- ur nefndarinnar endanlegur. FH getur því ekki áfrýjað dómnum. Athygli vekur að í dómsúrskurð- inum er hvergi nefnt að FH skuli gera upp við leikmanninn fyrir ákveðinn tíma. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að dráttarvext- ir séu á greiðslunni en frá hvaða dagsetningu er ekki vitað. FH-ingar eru ósáttir við úr- skurð dómstólsins og hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvað þeir gera í framhaldinu. Róbert sjálf- ur hefur í hyggju að senda félag- inu bréf þar sem hann fer fram á að FH loki málinu samkvæmt úr- skurði nefndarinnar. „Við erum mjög ósáttir við dóm- inn. Engu að síður vil ég taka það fram að þetta beinist ekki gegn Ró- bert persónulega. Þetta er „prins- ipp“ mál fyrir okkur og við erum hissa á KSÍ út af þessum dómi. Dómurinn segir reyndar ekkert að við þurfum að borga honum. Það segir bara að samningurinn sé skuldbindandi,“ sagði Pétur en ætlar FH þá ekki að greiða Róbert fyrir þetta sumar? „Við erum ekki búnir að taka ákvörðun um það. Við munum skoða málið betur eftir helgi er við komum heim frá Portúgal.“ Pétur segir að FH hafi aldrei átt von á þessum úrskurði og þeir þurfi að fara ítarlega yfir málið. „Við skrifuðum undir þennan samning í þeirri von að hann gæti spilað en svo gat hann það ekki né gat hann æft. Það er fyrirvari í þessum samningum að ef menn geti ekki æft og spilað þá falli hann niður,“ sagði Pétur. Róbert var engu að síður tilkynntur sem leikmaður félagsins í Íslandsmóti og honum var úthlutað númeri. Hann lék einnig opinberan leik í deildarbikarnum eftir að hann skrifaði undir samninginn. Róbert var einnig kynntur sem leikmaður félagsins í öllum leikskrám FH á tímabilinu. Ekki er ljóst hvað gerist ef FH neitar að greiða Róbert, sem veit í raun ekki hvert hann á að snúa sér fari svo. Viðmælendum Fréttablaðsins ber flestum saman um að málið falli að lokum undir leyfiskerfi KSÍ en þar kemur fram að félög megi ekki vera í vanskilum um áramót til að fá þátttökuleyfi. Málið hefur því ekki áhrif á þátt- töku FH í Íslandsmótinu í sumar. FH-ingar hafa ekki gert upp við sig hvort þeir hlíta úrskurði dómstóls KSÍ og greiða Róbert Magnússyni launagreiðslur fyrir tímabilið 2003. FH mun skoða málið ítarlega eftir helgi. Úrskurði dómstólsins er ekki hægt að áfrýja. Alls ekki slæmt fyrir mig að liðið féll Nú býðst e-korthöfum að kíkja á frábæran fótboltaleik í London á einstökum kjörum, aðeins 58.900 kr. Innifalið er flug og gisting í tvær nætur á frábæru fjögurra stjörnu hóteli í miðborginni og svo náttúrulega miði á leik West Ham–Bolton. Bókaðu núna á www.expressferdir.is 58.900 kr. ÞÚ SPARAR 10.000 kr. Sértilbo› fyrir e-korthafa! Verð fyrir einn í tvíbýli WEST HAM BOLTON 4.–6. MAÍ Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express Helgartilboð Entrecote í heilu og steikum á aðeins 2698.- kr.kg Grensásvegi 48 Búðarkór 1 gallerikjot.isOpið virka daga frá kl 10 -18:30 Laugardaga frá kl 11 -17

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.