Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 80

Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 80
StórsýningHymer-Nova S 670 Hymer-Nova S 545 Hymer-Nova S 540 Hymer-Nova S 690 Hymer-Nova 465 Hymer-Nova 680 Hymer-Nova 545 Hymer-Nova 490 Hymer-Living 560 Hymer-Feeling 430 Hymer-Feeling 440 Hymer-hjólhýsi Þau allra bestu og flottustu. Falleg hönnun, fullkomin þægindi og framúrskarandi gæði. Margverðlaunuð þýsk eðalframleiðsla. Fjórðungsúrslit UEFA- bikarkeppninnar kláruðust í gær er síðari leikur allra fjögurra við- ureignanna fór fram. Svo fór að það verða einungis lið frá Spáni og Þýskalandi í undanúrslitum. Tottenham var í ágætri stöðu eftir 2-1 tap gegn Sevilla á útivelli en tvö mörk frá þeim spænsku á fyrstu átta mínútunum slógu heimamenn út af laginu. Steed Malbranque skoraði sjálfsmark á þriðju mínútu og Frederic Kan- oute skoraði á þeirri áttundu. Hann var seldur frá Tottenham til Sevilla árið 2005. Jermain Defoe og Aaron Lennon jöfnuðu metin í síðari hálfleik en það dugði ekki til. AZ Alkmaar, lið Grétars Rafns Steinssonar, tapaði illa í Þýska- landi fyrir Werder Bremen, 4-1. Grétar tók út leikbann í gær. Þýsk og spænsk lið áfram Valsmenn sitja á toppi DHL-deildarinnar þegar tvær um- ferðir eru eftir af mótinu. Þeir lögðu Fram sannfærandi á Sel- tjarnarnesi í gær og eru líklegir til að hampa titlinum. Fyrri hálfleikur á Seltjarnar- nesi í gær var bráðfjörugur. Það var mikill hraði strax í upphafi leiks og meistarakandídatarnir í Val voru sérstaklega grimmir. Valsmenn létu öllum illum látum og stemningin þeirra megin sló gestina, ef svo má segja, nokkuð út af laginu. Hraðaupphlaupin gengu vel hjá Val og fyrr en varði var Valur kom- inn með þriggja marka forskot, 8- 5. Þá datt Björgvin Páll í stuð í marki Framara, varði hvert skot- ið á fætur öðru og Fram komst inn í leikinn, 10-9. Þá snérist leikurinn við, Pálm- ar fór að verja hinum megin en Björgvin datt úr sambandi. Pálm- ar fór hreinlega hamförum og varði meðal annars þrjú skot í einni og sömu sókninni. Fyrr en varði var Valur kominn með sex marka forystu, 15-9. Fram kom að- eins til baka fyrir hlé og munurinn þrjú mörk í leikhléi, 15-12. Sami fítonskrafturinn var í Valsmönnum í upphafi síðari hálf- leiks. Þeir spiluðu grimma og sterka vörn og þar fyrir aftan var Pálmar áfram öflugur. Valsmenn keyrðu síðan hraðaupphlaupin miskunnarlaust í andlitið á Fröm- urum og ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Björgvins í marki Fram hefði leiknum verið lokið mjög snemma. Íslandsmeistarar Fram voru ekki á því að láta niðurlægja sig, hófu mikið áhlaup um miðjan síð- ari hálfleikin og söxuðu jafnt og þétt á forskot Valsmanna. Mest náðu Framarar að minnka muninn í þrjú mörk, 21-18, en þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið á ný og gjörsamlega keyrðu yfir meistar- ana. Það eru valdaskipti í íslensk- um handbolta. „Þetta var frábær frammistaða hjá öllu liðinu. Gat ekki verið betra,“ sagði hornamaður Vals- ara, Baldvin Þorsteinsson, sem fór hreint á kostum í leiknum líkt og kollegi hans að norðan, Pálmar Pétursson. „Það eru samt tveir leikir eftir og menn verða að vera gríðarlega einbeittir í þeim verkefnum sem fram undan eru. Við höfum verið með lið í meistara síðustu þrjú ár en aldrei haft karakter til að klára dæmið. Það var mikill karakter í liðinu í dag og allt annað lið en tap- aði á móti HK,“ sagði Baldvin. Valur skellti sér aftur á topp DHL-deildar karla í gær með stórsigri á Íslandsmeisturum Fram, 29-19. Sann- kallaður meistarabragur var á leik Valsmanna, sem hampa dollunni í lok tímabils með álíka frammistöðu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.