Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 82

Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 82
 A-lið KR bauð upp á sann- kallaða flugeldasýningu í vikunni er það sló hvert metið á fætur öðru. Fyrst sló KR fjögurra ára gam- alt með KFR-Lærlinga er liðið léku 1.041 eða 260 í meðaltal. Gamla metið var 1.024 eða 256 í meðaltal. KR setti einnig met í tveim leikjum. KR setti líka met í þriggja leikja seríu en öll metin sem liðið sló voru fjögurra ára gömul. Vesturbæjarrisinn er því líklegur til stórafreka á næstunni. Kraftur í KR Kolbeinn Sigþórsson hefur lengi verið undir smásjá fjölda erlendra liða og er alltaf að bætast í hópinn. Nú síðast stór- lið Arsenal en fyrir voru lið eins og Barcelona, Real Madrid, West Ham, Ajax, AZ Alkmaar, Reading og Blackburn orðuð við hann. Kol- beinn æfir nú með Ajax frá Am- sterdam og hefur nýlokið þátttöku á æfingamóti á Spáni með félag- inu. Sigþór Sigurjónsson, faðir Kol- beins, sagði áhugann vissulega vera mikinn á syni sínum. „Það virðast allir vera að spá og spekúl- era. Ég get þó sagt að það er fótur fyrir flestum sögusögnunum. Það er gríðarlega mikið álag á síman- um, svo ekki sé meira sagt,“ sagði Sigþór. Hann gat ekkert sagt til um hvað tæki við annað en það sem blasir við. „Nú kemur hann heim og svo fer hann með U17 lands- liðinu til Belgíu þar úrslitakeppni Evrópumótsins í þessum aldurs- flokki fer fram. Ég get ekkert sagt til um hvenær hann muni hugsan- lega semja við lið. Hann er á góðri siglingu eins og stendur og hefur alltaf stefnt að því að fara út. Það kemur vonandi að því einhvern tímann,“ sagði Sigþór. Kolbeinn er yngri bróðir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðs- og atvinnumanns í knattspyrnu. Hann þurfti að leggja skóna snemma á hilluna vegna meiðsla en fór sjálfur 16 ára gamall til Bayern München. Kolbeinn er ný- orðinn 17 ára gamall. „Við drögum vissulega lærdóm af reynslu Andra en við erum ekki að forðast eitt eða neitt. Tíminn mun á endanum leiða þetta í ljós.“ Kolbeinn er uppalinn Víkingur en hefur undanfarin ár leikið með HK. Hann lék nokkra leiki með liðinu í 1. deildinni síðasta sumar. Hann er sem stendur ekki samn- ingsbundinn neinu liði en hefur æft með HK í vetur. Kolbeinn fór einnig til reynslu hjá Álasundi í Noregi fyrr í vetur þar sem hann meiddist í leik með liðinu. . Það er fótur fyrir öllum þess- um sögusögnum um Kolbein Agnar Mar Gunnars- son, aðstoðarþjálfari Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna, var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KKÍ. Agnar Mar fær því ekki að vera meira með í úrslitaeinvígi Kefla- víkur og Hauka en næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn. Agnar fær bannið fyrir að gefa Helenu Sverrisdóttur, fyrirliða Hauka, olnbogaskot eftir að þriðja leik liðanna lauk. Þar kom Keflavíkurliðið í veg fyrir að Haukar tryggðu sér Íslands- meistaratitilinn og úrslitaeinvígið galopnaðist. Agnar dæmdur í langt bann Það tók Ásthildi Helga- dóttur aðeins sex mínútur að opna markareikning sinn í sænsku úrvalsdeildinni í ár en nú skorar landsliðsfyrirliðinn ekki lengur fyrir Malmö FF. Félagið, sem hefur lengi glímt við fjárhagserfiðleika og ekki fengið nærri því sama stuðning og karlaliðið, hefur leyst vand- ann með því að selja nafnið sitt snyrtivöruframleiðandanum LdB. Malmö FF heitir nú LdB Football Club. Félagið fær 24 milljónir sænskra króna, eða 230 milljónir íslenskra króna, fyrir saminginn, sem er til átta ára, en félagið fær að lágmarki 3 millj- ónir greiddar á hverju ári. LDB vann 1-0 útisigur á Bälinge IF í fyrsta leik og spilaði Ásthildur allan leikinn í framlínunni. Ásthildur er aðalandlit liðs- ins og er á kynningarmyndun- um ásamt félaga sínum í fram- línunni, Theresu Lundin. Þær unnu einmitt vel saman í sigur- leiknum í 1. umferðinni því mark Ásthildar kom eftir undirbún- ing Lundin. Ásthildur og Lund- in hafa verið heitasta framherja- par deildarinnar undanfarin tvö tímabil og hafa skorað 67 mörk saman á þeim tíma, Ásthildur 37 og Lundin 30. Seldi nafnið sitt fyrir 230 milljónir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.