Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 74
Kl. 20 Hagfræðingurinn F. William Engdahl heldur kvöldfyrirlestur um alþjóða- mál í ReykjavíkurAkademíunni. Er- indi sitt byggir Engdahl á metsölu- bókinni „A Century of War: Anglo- American Politics and the New World Order“. Í bókinni rekur Eng- dahl víðtæk umsvif og áhrif alþjóð- legra olíufyrirtækja og þekktra fjár- málamanna á sögu 19. og 20. aldar. Aðgangseyrir er 800 kr. Djasshátíð Garðabæjar hefst í dag og stendur fram á laugar- dag. Þetta er í annað sinn sem há- tíðin er haldin en hún heppnað- ist með afbrigðum vel í fyrra. Í ár einskorðast dagskrá hátíðar- innar ekki við innfædda Garð- bæinga heldur leita skipuleggj- endur hennar víða fanga og beina kastljósi sínu til dæmis að yngstu og elstu djasstónlistarmönnun- um sem tengjast bænum. List- rænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmað- ur og fyrrum bæjarlistamaður Garðabæjar. Í dag verður boðið upp á tón- leika í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ þar sem Stórsveit Reykjavíkur leik- ur undir stjórn Össurar Geirs- sonar og Borgardætur syngja bæði sem einsöngvarar og tríó. Á morgun verða yngstu djasslista- menn Garðabæjar í fremstu röð á tónleikum í Tónlistarskóla Garða- bæjar en þar kemur fram hljóm- sveitin Tepokinn og söngkonan María Magnúsdóttir. Á sama stað á laugardag verða síðan tvennir tónleikar, Jóel Pálson og kvint- ett hans leikur kl. 14 en síðan verða haldnir tónleikar til heið- urs merkisberum djasstónlistar í bænum, píanóleikurunum Árna Elfari og Ólafi Stephensen. Þar leiðir einn af fremstu djasspíanó- leikurum þjóðarinnar og nýbak- aður Garðbæingur, Agnar Már Magnússon tríó sitt og leikur lög sem tengjast fyrrgreindum köpp- um. Með honum leika trymbillinn Erik Qvik og kontrabassaleikar- inn Þorgrímur Jónsson. Ókeypis er á viðburði hátíðar- innar og er tónlistarunnendum bent á að sækja sér miða fyrir- fram í útibú Glitnis við Garða- torg en einnig verður hægt að fá miða á tónleikastað. Það er menn- ingar- og safnanefnd Garðabæjar sem stendur að hátíðinni og aðal- styrktaraðili hátíðarinnar í ár er Menningarsjóður Glitnis. Til heiðurs merkisberunum Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í rúm þrjátíu ár. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á þeim tónleikum þar sem hún hefur leikið einleik með sveitinni enda er hún ekkert upptekin af því að telja. Guðný leikur einleik í tveim- ur verkum á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar á morgun og endurnýjar þar kynni af gömlum kunningjum. „Þetta eru hvoru- tveggja verk sem mér eru afar kær og hafa fylgt mér lengi,“ segir Guðný og útskýrir að verk- in séu miklar andstæður og krefj- ist mjög ólíkra túlkana. Hið fyrra er Rómansa eftir tékkneska tón- skáldið Dvorák, afar rómantískt eins og nafnið ber með sér. „Það verk er skrifað fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit, afar ljúft og lag- rænt en heilmikið drama og al- varleiki í bland,“ segir Guðný og áréttar að þar fái hljómsveitin einnig að njóta sín vel. Hið síðara er virtúósastykki úr smiðju Maurice Ravel, verk sem flestir fiðleikarar vilja glíma við og kennt er við sígaunann. „Við vitum að sígaunar eru fantafiðl- arar og það er mikil hefð í þeirra tónlist. Ravel átti það til að bregða sér í allra kvikinda líki, hann kom fyrir negrasálmum í sinfóníunum sínum og blús í fiðlusónötu. Þarna fer hann á kostum og skrifar verk líkt og fyrir sígauna. Þetta er þó ekki bara skemmtun og fjör held- ur er líka að finna sorgleg blæ- brigði í verkinu.“ Verkið er hratt og fjörugt undir lokin og reynir mjög á einleikarann sem þarf að munda boga sinn á ýmsa vegu sem ekki er algengt í öðrum verkum. Guðný skellir góðlátlega upp úr þegar talið berst að þeim fjölda tónleika Sinfóníunnar þar sem hún hefur leikið einleikshlutverk- in. „Ég einbeiti mér að núinu og er ekkert að telja,“ segir hún og kímir. Hún tekur fram að sér finn- ist það mikil gæfa að fá að hafa verið samferða sveitinni sem hefur vaxið og dafnað svo mjög. „Ég get ekki annað sagt. Það hafa auðvitað orðið miklar breytingar á hljómsveitinni frá því að ég hóf störf. Hún var nú alls ekki alslæm þegar ég byrjaði en hún hefur vaxið mikið og eiginlega sífellt meira með hverju árinu,“ segir hún að lokum. Tónleikarnir fara fram í Há- skólabíói og hefjast kl. 19.30 annað kvöld. Á efnisskránni eru auk þess forleikur eftir Rossini og íslensk- ur frumflutningur á fyrstu sin- fóníu Rakhmanínovs. Stjórnandi á tónleikunum er hinn marglofaði Owain Arwell Hughes. Fransmenn og fjölskyldufjör Kómedíuleikhúsið frumsýnir ein- leikinn Skrímsli í Baldurshaga á Bíldudal í dag. Mun þetta vera í annað sinn sem atvinnnuleikhús frumsýnir á Bíldudal, en áður hefur Kómedíuleikhúsið frum- sýnt þar einleikinn um Mugg. Viðeigandi er að verk þetta sé frumsýnt á Bíldudal því Arnar- fjörðurinn er sagður eitt mesta skrímslasvæði landsins en skrípildi hafa frá örófi alda sést reglulega í sjó og vötnum á Ís- landi. Þetta eru dularfullar skepn- ur af ýmsum toga, mishættulegar víst en í leikritinu leitast skrímsl- afræðingurinn Jónatan Þorvalds- son, sem leikinn er af Elfari Loga Hannessyni, við að setja fram óvefengjanlegar sannanir fyrir tilvist þeirra hér á Íslandi. Bílddælingar vinna nú að opnun sérstaks skrímslaseturs sem verður opnað á Bíldudal sumarið 2008. Það má því segja að frum- sýningin sé eins konar upphit- un fyrir opnun skrímslasetursins enda er stefnt að því að leikurinn verði sýndur þar í framtíðinni. Höfundur og leikstjóri er Pétur Eggerz, tónlist er eftir Guðna Franzson og Marsibil G. Kristj- ánsdóttir gerir skrímslamynd- ir. Leikritið verður síðan sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm næstkomandi laugardag en verk- ið verður síðar sýnt í skólum og víðar um land. Dularfullar skepnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.