Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 6
„Það er óljóst á þessu stigi hvort við ráðumst í endurbyggingu,“ sagði Garðar Hannes Friðjóns- son, framkvæmdastjóri Fast- eignafélagsins Eikar, sem er eig- andi Lækjargötu 2 og húsnæðisins þar sem söluturninn Fröken Reykjavík var til húsa, en talið er að eldurinn hafi kviknað. „Þetta er auðvitað skelfilegt en við þökk- um fyrir að enginn hafi slasast í þessum mikla eldi. Það er erfitt að gera sér grein fyrir skaðanum en það er ljóst að hann er mjög mikill sökum elds, reyks og vatns. Þetta er tryggt en það er erfitt að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti. Það væri gott ef við gætum byggt upp húsnæðið í upprunalegri mynd en það er ótímabært að gera sér grein fyrir stöðu mála núna.“ Eik leigði út húsnæði til Rósen- berg, Kaffi Óperu, Landsbankans og Iceland visitors, sem leigði út húsnæðið undir söluturninn. Þórður Pálmason, sem leigir reksturinn á Rósenberg af Eik, var að vonum daufur í dálkinn er hann sat á stéttarkanti við Lækjargötu og horfði á staðinn brenna. „Ég er mjög lítið tryggður og þetta er gríðarlegt tjón fyrir mig. Í raun var þetta allt sem ég átti. Ég var með ýmsa persónulega muni þarna inni sem ég held því miður að séu ónýtir.“ Bjarni Jónsson, sem er í for- svari fyrir félagið Austurstæti 22 hf. sem á og leigir út húsið þar sem skemmtistaðurinn Pravda var en húsið gjöreyðilagðist í brunanum, sagði ótímabært að svara því hvort ráðist verði í end- urbyggingu. „Það þarf að byrja á því að meta tjónið og síðan skoð- um við okkar mál. Það er auðvitað hræðilegt að horfa upp á þetta gerast. Við erum tryggð en það er ekki ljóst enn þá hvernig þessi mál fara. Það er alltof snemmt að reyna að meta tjónið til fjár.“ Á morgun föstudaginn 20. apríl: • Eurovision-stemmning í öllum útibúum SPRON. • Eiríkur Hauksson mætir í SPRON, Ármúla 13a, kl.14. Allir velkomnir! • Taktu þátt í leik á spron.is sem stendur frá 20. apríl til 1. maí og þú gætir unnið ferð fyrir tvo til Helsinki og verið með í fylgdarliði Eiríks. EUROVISION MEÐ EIRÍKIFERÐ ÞÚ TIL HELSINKI? A RG U S 07 -0 28 9 Fylgstu með á spron.is EUROVISION-UPPHITUN SPRON „Við vorum langt komnir með að gera upp staðinn,“ segir Tómas Kristjánsson sem unnið hefur að enduruppbyggingu húsnæðis Kaffi Óperu að Lækjargötu 2. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, ekki síst í ljósi þess að við erum ekki að fara að opna veitingastað eins og við ætluðum okkur. En við erum tryggðir fyrir tjóni að einhverju leyti en það er erfitt að meta hvernig staða mála verður.“ Endurbætur langt komnar „Mér finnst þetta afskaplega sorglegt,“ sagði Guðný Helga Herbertsdóttir, sem stóð ásamt barnabarni sínu, Andra Kjerúlf, sjö ára, og horfði á slökkvi- liðsmenn sinna störfum sínum. „Þetta er mikill sorgardagur því þessi hús settu mikinn svip á miðborgina. Við komum úr Kópa- voginum til þess að fylgjast með þessu enda er þetta sorglegur og mikill viðburður í senn.“ Nýtt brunavarnakerfi sannaði gildi sitt á Hótel Borg í gær en loft- ræstikerfi lokaðist um leið og reykur tók að berast yfir miðbæ- inn. „Við erum nýbúin að taka hér allt í gegn og það munaði miklu. Um leið og brunavarnakerfið fór í gang lokaðist fyrir streymi inn í húsið og það skipti sköpum. Annars hefðum við þurft að reykræsta allt húsið,“ sagði Ólafur Þorgeirsson hótelstjóri skömmu eftir að eldurinn kom upp. Um áttatíu prósent gistirýma hótelsins voru uppbókuð, en samtals eru 56 herbergi á hótelinu. „Við vorum heppin að sleppa að mestu, þótt lítils háttar reykur hafi komið inn á veitingastaðina hérna á neðstu hæðinni.“ Brunakerfi skipti sköpum Sorglegur dag- ur í miðbænum „Þegar við komum fyrst inn var þar mikill hiti og gífurlegur reyk- ur. Það var afar erfitt að eiga við aðstæður í byrjun. Við vorum nýkomnir inn í salinn á Óperu þegar eldurinn kom aftan að okkur og reyndar úr öllum áttum. Við gátum ekkert gert nema að verj- ast eldinum og átta okkur á því hvað væri best að gera,“ sagði Sig- urður Sigurðsson reykkafari sem fór fyrstur inn í brennandi húsin í miðbæ Reykjavíkur með félaga sínum, Ásgeiri Halldórssyni. Þegar reykkafarar fara inn í byggingu þurfa þeir fyrst að skil- greina hvar mesti eldurinn er í hús- inu. Einnig að finna upptök eldsins og brjóta sér leið að þeim. „Þannig er reynt að finna hvar mesti eldur- inn geisar og það eykur líkurnar á að slökkvistarf gangi fljótt og vel,“ segir Eyþór Sveinsson reykkafari. „Þegar við komum fyrst á staðinn var mikill eldur í þaki söluturnsins. Við náðum að slökkva það að mestu og síðan fórum við inn á veitinga- staðinn Pravda. Þar fórum við strax að glíma við eldinn sem var gríðar- lega mikill.“ Eyþór segir að allhvass vindur hafi gert það að verkum að eldurinn rauk upp þar sem mikill eldsmatur sé í gömlum húsum. „Eldurinn rýkur upp aftur og aftur og smýgur út um allt. Vindurinn gerir okkur þannig erfitt fyrir.“ Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri segir að fljótt dragi af mönnum við þessar aðstæður. „Menn fara inn í eldinn með nýtt reykköfunarsett aftur og aftur. Það tekur alveg rosalegan toll af mönn- um. Við svona aðstæður kemur í ljós hvað þrotlausar æfingar þess- ara stráka er mikilvæg. Hún er fyrir daga eins og þennan,“ segir Jón Viðar. Umkringdir eldhafinu Reykkafarar sem fyrst fóru inn í brennandi húsin urðu að verjast eldi úr öllum áttum. Reykur og hiti var gífurlegur og aðstæður erfiðar frá upphafi. „Mér finnst mjög dapurlegt að horfa á þessi hús brenna,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri þar sem hann stóð í Austurstræti og horfði á aðgerðir slökkviliðs í miðbænum í gær. „En við munum reisa húsin aftur í upprunalegri mynd, það er ekki um neitt annað að ræða. Við verðum að byrja strax á upp- byggingarstarfinu. Þessi hús munu standa hér áfram.“ Vilhjálmur segir mikilvægt að götumynd miðbæjarins verði komið í upprunalegt horf, þjóðin hljóti að vera sammála um það. Kaldhæðni örlaganna höguðu því svo í gær að Vilhjálmur átti skipulagðan fund við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra þegar hann heyrði af eldinum. „Ég hefði gjarnan viljað funda við aðrar kringumstæður,“ sagði Vilhjálmur. Húsin verða endurreist 14.39 14.36 16.14 16.08 17.35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.