Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 50
 19. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið sumarhús Sífellt fleiri kjósa að búa í sumar- bústöðum allt árið um kring. „Sumarbústaðaeigendum fjölgar stöðugt hérlendis og það verður al- gengara að fólki minnki við sig í bænum og kaupi sér rúmgóða bú- staði til að að búa í allt árið um kring,“ segir Heimir Guðmunds- son, byggingameistari og eigandi Trésmiðju Heimis, sem sérhæfir sig í smíði sumarbústaða. Heimir bendir á að í samræmi við þessa þróun séu sumarbústaðir sífellt meir farnir að líkjast íbúð- arhúsum. „Sumarbústaðirnir sem Trésmiðja Heimis byggir eru sem dæmi frá 42 og upp í allt að 300 fermetra stórir. Hægt er að fá þá fullbúna utan jafnt sem innan; með rafmagni og hita, ljósum, gólfefn- um, sérsmíðuðum innréttingum, heimilis- og hreinlætistækjum og steyptum grunni.“ Þá er lóð óupptalin, sem bústað- urinn stendur á, jarðvinna, teng- ing fyrir rotþró, flutningur á bú- stað, skjólveggir, gestahús, sem eru oft á bilinu 25-30 fermetra stór, sólpallar og heitir pottar, sem eru að verða órjúfanlegur hluti sumar- bústaðaparadísa að sögn Heimis. „Við réttum fólki síðan lykla að húsunum fullkláruðum,“ útskýrir hann. „Það tekur rúmt ár að koma svona heildarpakka saman, hvort sem við förum eftir eigin teikning- um eða annarra. Þeir sem panta sumarbústaði nú geta þannig vænst þess að fá þá afhenta næsta vor.“ Heimir segir fullbúna 95 fer- metra sumarbústaði geta kost- að frá 26 til 28 milljóum og upp úr, háð staðsetningu og séróskum hvers og eins. „Verðlagið skýrist af því að miklu meira er lagt í sumar- bústaði nú en áður fyrr. Sem dæmi erum við í síauknum mæli farin að flísaleggja baðherbergi, forstofu, ganga og eldhús. Eins og ég segi er þetta í takt við þá hugarfarsbreyt- ingu sem hefur orðið upp á síðast- kastið. Fólk er farið að líta á sum- arbústaði sem heilsárshúsnæði.“ Hægt er að fræðast betur um Trésmiðju Heimis á www. tresmidjan.is. roald@frettabladid.is Flutt úr bænum í bústaðinn Sumarbústaðir líkjast sífellt meir venjulegum íbúðarhúsum, þar sem sífellt fleiri kjósa að búa í þeim allt árið um kring. Hægt er að fá sumarbústaðina fullbúna að innan, með gólfefnum, innréttingum, heimilis- og hreinlætistækjum og fleiru. Heimir segir fullbúna 95 fermetra sumarbústaði geta kostað frá 26 milljónum og upp úr, allt eftir staðsetningu og séróskum hvers og eins. Heimir Guðmundsson byggingameist- ari hefur marga ára reynslu af smíði sumarbústaða. Að hans sögn er svæðið í kringum Flúðir með vinsælli stöðum til að byggja sumarbústaði á. MYND/EGILL BJARNASON Ekki láta þér leiðast Engin tölva, ekkert sjón- varp, langt í bæinn... Fyrir fólk sem veit ekkert hvað það á af sér að gera í bú- staðnum eru hér nokkrar hugmyndir: Lestu tímarit. Allir hafa áhuga á einhverju og fyrir hvert áhugamál er að minnsta kosti til eitt tíma- rit. Tölvuleikir, snekkjur, golf, kynlíf, bakstur, tón- list... tímarit skipta hundr- uðum og nú er lag að lesa upp til agna. Gerðu líkamsæfingar. Ef þú hefur ekki komið þér af stað í ræktinni er þetta rétti tíminn til að einbeita sér að æfingunum. Planaðu... Næstu vikur, mánuði, ár. Gerðu lista yfir allt sem þig langar til að gera heima hjá þér, í vinn- unni, utan vinnu. Hver eru markmið þín? Í sumarbú- stað er ágætt að stunda svolitla íhugun. Spilaðu. Það er gaman að spila við fjölskyldu og vini. Í raun getur það verið töluvert meira spennandi en að horfa á morðsögu í sjónvarpinu. Sumarhúsið & Garðurinn VÆNTANLEG Græn útgáfa í sókn Kíktu í básinn okkar á sýningunni Sumar 2007 í Fífunni í Kópavogi um helgina. Glæsilegir vinningar í boði fyrir áskrifendur okkar. Áskriftarsími 586 8005 og á www.rit.is Blöðin og bækurnar fást einnig á öllum helstu blaðsölustöðum um land allt Sumarhúsið og garðurinn ehf. Síðumúla 15, 108 Reykjavík Sími 586 8005 • www.rit.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.