Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 19.04.2007, Síða 12
57,2 prósent þjóð- arinnar eru fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 42,8 prósent eru því mótfallin og er munurinn marktækur. Ef litið er til afstöðu fólks eftir kyni segjast 62,0 prósent karla vera fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Aðeins rétt rúmur meiri- hluti kvenna, 51,6 prósent, segist hlynntur aðskilnaði. Ef litið er til afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það seg- ist myndu kjósa er marktækur munur á afstöðu þeirra sem myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, Sam- fylkingu og Vinstri græn. Meiri- hluti stuðningsfólks allra flokk- anna þriggja er fylgjandi aðskilnaði. 69,6 prósent þeirra sem styðja Frjálslynda flokkinn, 62,8 prósent þeirra sem styðja Sam- fylkingu og 70,7 prósent þeirra sem styðja Vinstri græn segjast hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju. Þá er marktækur munur á afstöðu þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa og segjast 56,2 prósent þeirra vera fylgjandi aðskilnaði þessara tveggja stofn- ana. Tæpur meirihluti stuðnings- manna Framsóknarflokksins, 51,5 prósent, er fylgjandi aðskilnaði, en tæpur minnihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokkins, 49,7 prósent, segist andvígur aðskilnaði ríkis og kirkju. Hringt var í 800 manns laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlut- fallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) aðskilnaði ríkis og kirkju? 75,1 pró- sent tók afstöðu til spurningarinn- ar. Margir nemendur og nokkrir kennarar við Virginia Tech-háskólann höfðu haft áhyggjur af Cho Seung-Hui, hinum 23 ára gamla nemanda sem framdi fjöldamorð í skólanum á mánudaginn. Sumir óttuðust að hann ætti eftir að fremja einhver voða- verk. „Við vorum alltaf að grínast með að við værum bara að bíða eftir að hann gerði eitthvað, bíða eftir að frétta af einhverju sem hann hefði gert,“ sagði Stephanie Derry, ein af skólasystrum hans. „En þegar ég fékk símtal um að það hafi verið Cho sem gerði þetta, þá fór ég bara að gráta, ég veinaði og grét.“ Cho hafði verið kærður til lögreglu fyrir að leggja tvær skólasystur sínar í einelti og árið 2005 var farið með hann á geðsjúkrahús vegna þess að talin var hætta á að hann fremdi sjálfsvíg. Cho stundaði nám við enskudeild skólans og skrifaði bæði leikrit og ljóð sem vöktu óhug meðal samnemenda hans og kennara. Textarnir voru ofbeldiskenndir, þóttu barnalegir og fullir af heift. Öllum sem þekktu hann var ljóst að eitt- hvað mikið var að. „Ég veit við erum að tala um ungmenni,“ segir Nikki Giovanni, einn af kennurum hans við enskudeild skólans, „en það var einhver illska í þessum dreng.“ Hún segir að margir nemenda sinna hafi hætt að mæta vegna þess hvernig Cho hagaði sér. Hún fékk því framgengt að hann var rekinn úr tímunum en annar kennari, Lucinda Roy, tók þá að sér að kenna honum í einkatímum. „Hann var svo fjarlægur og einmana,“ sagði Roy. „Það var næstum eins og að tala út í tómið, eins og hann væri ekki á staðnum. Hann var með sólgleraugu og dró hattinn svo langt niður að það sást varla í andlitið.“ Vakti óhug meðal nemenda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.