Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 20
fréttir og fróðleikur Strangar reglur fyrir smábátasjómenn Ótvírætt gagn Fjöldamorðin í Virginia Tech-háskólanum á mánu- dag hafa enn á ný vakið upp umræðu um byssueign í Bandaríkjunum. Litl- ar líkur þykja þó á því að sú umræða verði hávær í kosningabaráttunni næstu misserin. Skotárásir í skólum virðast vera algengari í Bandaríkjunum en víð- ast hvar annars staðar. Voðaverk af því tagi vekja jafnan óhug og mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Í hvert sinn sem slíkt gerist fer einnig af stað umræða um byssu- eign í Bandaríkjunum. Sú umræða er þegar komin á fullt skrið, bæði innan Bandaríkjanna og utan þeirra. Strax daginn eftir voðaverkin voru margir leiðarahöfundar í evrópskum dagblöðum snöggir að varpa skuldinni á það hve frjáls- lega Bandaríkjamenn umgangast byssur. Samtök bandarískra byss- ueigenda, National Rifle Associat- ion, með hinn aldna leikara Charl- ton Heston í fararbroddi, eru gerð meðsek hinum 23 ára gamla Cho Seung-Hui sem varð bæði sjálfum sér og 32 nemendum og kennurum að bana, vopnaður tveimur skammbyssum sem hann átti í litl- um vandræðum með að útvega sér með löglegum hætti í Virginíu- ríki. Aðra byssuna keypti Cho í byssu- búð í bænum Roanoke hinn 13. mars og greiddi fyrir með kredit- korti sínu, en hina fékk hann hjá veðlánara í Blacksburg hinn 9. febrúar. „Hann var viðkunnanlegur og snyrtilegur háskólastrákur,“ sagði John Markell, eigandi búðarinnar í Roanoke, í viðtali við AP-frétta- stofuna. „Við seljum ekki byssu ef við höfum minnsta grun um að eitthvað sé bogið við kaupin.“ Samkvæmt lögum Virginíuríkis er litlar hömlur lagðar við vopna- kaupum. Heimilt er að kaupa sér byssu einu sinni í mánuði. Talið er að um 600 til 700 milljón byssur séu til í heiminum, og er þá átt við smærri vopn á borð við skammbyssur og riffla, en ekki þungavopn. Þriðjungurinn af öllum þessum byssum er í Banda- ríkjunum, og má af því ráða hve mikla áhersla Bandaríkjamenn leggja á að vopnvæðast. Talsmenn byssueignar vísa jafnan í 2. viðauka bandarísku stjórnar- skrárinnar, þar sem kveðið er á um rétt almennings til að bera byssur: „Þar sem vel skipulagt land- varnarlið er nauðsynlegt fyrir öryggi frjálsra ríkja skal réttur þjóðarinnar til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Viðaukinn er ekki langur, eins og sjá má, en merking hans hefur þó vafist fyrir mörgum og sýnist sitt hverjum. Til dæmis er deilt um hvort með orðalaginu „réttur þjóðarinnar“ sé átt við „rétt ein- staklinga“ til að eiga og bera byss- ur, eða hvort þar sé átt við stærri heildir, hópa eða samtök einstakl- inga, og þá væri viðaukinn skilinn sem svo að hann kveði á um rétt ríkjanna til þess að halda uppi skipulögðum hersveitum. Ráðandi viðhorf í Bandaríkjun- um, jafnt meðal stjórnmálamanna sem almennings, virðist hins vegar vera að byssueign falli undir almenn mannréttindi. Hver maður þurfi að hafa ótvíræðan rétt til að geta varið sig fyrir árás- um. Málsvarar óheftrar byssueign- ar hafa jafnvel sagt fjöldamorðin í Blacksburg einmitt vera gott dæmi um það hve afdrifaríkar afleiðingar það geti haft að leyfa fólki ekki að bera byssur til að verja sig. Ef nemendur, eða í það minnsta kennarar, hefðu haft leyfi til að bera byssur á skólalóðinni hefði verið hægt að bjarga mörg- um mannslífum. Cho hefði ein- faldlega verið skotinn niður áður en hann hefði náð að valda jafn miklu tjóni og raun varð á. Umræða um útbreiðslu byssu- eignar hefur reyndar ekki verið áberandi í stjórnmálum í Banda- ríkjunum svo árum skiptir. Satt að segja hefur vart verið minnst á þetta mál af neinni alvöru allan þann tíma sem George W. Bush hefur verið Bandaríkjaforseti, og ólíklegt þykir að það muni breyt- ast mjög á næstunni þótt fjölda- morðin í Virginia Tech verði vafa- laust til þess að málið skjóti upp kollinum af og til í kosningabar- áttunni næstu misserin. „Þetta mál er að mestu leyti farið af dagskrá,“ er haft eftir stjórnmálafræðingnum Robert J. Spitzer í veftímaritinu Salon. Demókratar hafa lengst af lagt mikla áherslu á að herða reglur um byssukaup. en veruleg breyt- ing hefur orðið þar á. Núna „hlaupa þeir eins og fætur toga burt frá þessu máli og vilja ekki hengja hatt sinn á það,“ segir Spitzer. Harry Reid, leiðtogi þingmeiri- hluta Demókrataflokksins í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, hvet- ur til þess að voðaverkin á mánudag verði ekki til þess að menn flýti sér um of að setja strangar reglur. „Ég held að við ættum að hugsa um fjölskyldurnar og fórnarlömb- in en ekki velta vöngum yfir þeim átökum sem búast má við í fram- tíðinni um lagasetningu,“ sagði Reid nú á þriðjudaginn. Aðrir leið- togar demókrata hafa tekið undir þetta. Umræða vakin úr dvala Spæni og hör færðu í Húsasmiðjunni Ögurhvarfi* Hey! ásamt úrvali af öðrum vörum fyrir hestamanninn * Hestavörur fást einnig í völdum verslunum um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.