Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 44

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 44
fréttablaðið sumarhús 19. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR2 Skógrækt við sumarbústaði hefur aukist mikið síðustu ár og Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktar- félags Íslands, segir að um níutíu og fimm prósent sumar- bústaðaeigenda gróðursetji tré við bústaði sína. „Skógrækt hefur aukist gífurlega og nánast allir sem eru með bú- staði eru að rækta í kringum sig. Fólk er að bæta skjólið við bú- staðina og skilyrðin og koma sér upp svona reitum. Þetta er ekki bara puð, fólk fær líka lífsfyll- ingu og ánægju af að vinna þetta og rækta á sínum lendum,“ segir Brynjólfur. Ástæðuna fyrir því að svo margir eru farnir að stunda rækt- un við sumarbústaði sína telur Brynjólfur vera staðsetningu bústaðanna. „Áður var fólk að byggja bústaði í skógarlendum og einhverju kjarri en núna er það liðin tíð. Það sem býðst í dag er yfirleitt lönd þar sem enginn trjágróður er til staðar og því þarf fólk að byrja á byrjuninni hvað það varðar.“ Brynjólfur segir að sumar- bústaðaeigendur séu mjög hug- myndaríkir þegar kemur að vali á trjátegundum. „Það er kannski dálítið misjafnt eftir landshlut- um hvaða tegundir eru vinsælast- ar en í dag nota menn mjög fjöl- breytta flóru af trjám og runnum. Framboðið er orðið miklu meira og þekkingin líka og fólk er farið að notfæra sér það,“ segir hann. Þeir sem vilja fræðast meira um gróðursetningu og trjárækt geta farið inn á heimasíðu Skóg- ræktarfélags Íslands, www.skog. is, þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar. „Svo erum við að fara af stað með gróður- setningarnámskeið í maí sem getur verið gott fyrir þá sem ætla að fara að rækta upp landið sitt,“ segir Brynjólfur. emilia@frettabladid.is Ánægjuleg vinna sem veitir mörgum lífsfyllingu Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, segir gróðursetningu við sumarbústaði alltaf vera að aukast enda séu bústaðir í dag ekki lengur byggðir í skógarlendum eða kjarri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Berjarunnar verða sífellt vinsælli og hér er verið að uppskera af hunangsvið. Í barrskógum má oft sjá rjúpnaspor en rjúpan heldur oft til í þeim og leitar þar skjóls. Á vorin spretta vorlaukar víða í skógum. Loðvíðir er ein af þeim tegundum sem boða komu vorsins. Tilvalið í bústaðinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.