Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 8
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis kosninganna 12. maí nk. er hafin. Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðismönn- um. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum skv. sérstökum auglýsingum þar um. Munið að hafa skilríki meðferðis. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10.00 - 22.00. Elstu hús Reykjavíkur 4 6a 7 10 6b 2 8 17 13 11 9 16 18 20 22 2b 2 „Það er skelfilega sárt að horfa upp á svona merkilegar minjar verða eldi að bráð. Þetta horn er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og þessum húsum fylgir afar merkileg saga,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur sem fylgdist með brunanum í miðborginni í gær. Húsin tvö sem brunnu eru með eldri húsum bæjarins. Húsið við Lækjargötu 2 var byggt árið 1852 og var fyrsta hornhúsið sem byggt var í Reykjavík. Hitt húsið, við Austurstræti 22, er að stofninum til frá árinu 1801 og því eitt allra elsta hús landsins. „Ég leyfi mér að segja að þetta hús við Austur- stræti sé einn merkasti sögustað- ur landsins,“ segir Guðjón en húsið var bústaður stiftamtmanns og þar var landsyfirréttur til húsa. Í húsinu var æðsti dómstóll lands- ins og árið 1809 bjó sjálfur Jör- undur hundadagakonungur í hús- inu. Prestaskóli var starfræktur í húsinu um áratuga skeið sem Guð- jón segir að hafi verið fyrsti vísir- inn að háskóla á Íslandi. Þá muna eflaust margir Reykvíkingar eftir Haraldarbúð en hún var rekin í húsinu frá árinu 1915. Húsið við Lækjargötu 2 á sér einnig merka sögu. Þar rak Sigfús Eymundsson ljósmyndastofu og bókaverslun frá árinu 1871 og matsala stúdenta „Mensa Acad- emica“ var í húsinu frá 1921. Magnús Skúlason, arkitekt og forstöðumaður húsfriðunarnefnd- ar ríkisins, segir að tjónið sé ómet- anlegt. „Það er skelfilega sorglegt að sjá svona byggingararfleifð fara upp í reyk,“ segir Magnús sem fagnar yfirlýsingum borgar- stjóra um að húsin verði gerð upp í upprunalegri mynd. Menningarminjar urðu eldi að bráð Húsin sem brunnu við Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 eru með elstu húsum bæjarins. Sérfræðingar segja að menningartjónið sé ómetanlegt. 17.20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.