Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 8

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 8
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis kosninganna 12. maí nk. er hafin. Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðismönn- um. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum skv. sérstökum auglýsingum þar um. Munið að hafa skilríki meðferðis. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10.00 - 22.00. Elstu hús Reykjavíkur 4 6a 7 10 6b 2 8 17 13 11 9 16 18 20 22 2b 2 „Það er skelfilega sárt að horfa upp á svona merkilegar minjar verða eldi að bráð. Þetta horn er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og þessum húsum fylgir afar merkileg saga,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur sem fylgdist með brunanum í miðborginni í gær. Húsin tvö sem brunnu eru með eldri húsum bæjarins. Húsið við Lækjargötu 2 var byggt árið 1852 og var fyrsta hornhúsið sem byggt var í Reykjavík. Hitt húsið, við Austurstræti 22, er að stofninum til frá árinu 1801 og því eitt allra elsta hús landsins. „Ég leyfi mér að segja að þetta hús við Austur- stræti sé einn merkasti sögustað- ur landsins,“ segir Guðjón en húsið var bústaður stiftamtmanns og þar var landsyfirréttur til húsa. Í húsinu var æðsti dómstóll lands- ins og árið 1809 bjó sjálfur Jör- undur hundadagakonungur í hús- inu. Prestaskóli var starfræktur í húsinu um áratuga skeið sem Guð- jón segir að hafi verið fyrsti vísir- inn að háskóla á Íslandi. Þá muna eflaust margir Reykvíkingar eftir Haraldarbúð en hún var rekin í húsinu frá árinu 1915. Húsið við Lækjargötu 2 á sér einnig merka sögu. Þar rak Sigfús Eymundsson ljósmyndastofu og bókaverslun frá árinu 1871 og matsala stúdenta „Mensa Acad- emica“ var í húsinu frá 1921. Magnús Skúlason, arkitekt og forstöðumaður húsfriðunarnefnd- ar ríkisins, segir að tjónið sé ómet- anlegt. „Það er skelfilega sorglegt að sjá svona byggingararfleifð fara upp í reyk,“ segir Magnús sem fagnar yfirlýsingum borgar- stjóra um að húsin verði gerð upp í upprunalegri mynd. Menningarminjar urðu eldi að bráð Húsin sem brunnu við Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 eru með elstu húsum bæjarins. Sérfræðingar segja að menningartjónið sé ómetanlegt. 17.20

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.