Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 64
M álefni Írana hafa verið í fréttum upp á síðkastið, ekki síst vegna bresku sjólið- anna fimmtán sem Íranar tóku höndum fyrir nokkru og hafa nú látið lausa. Sigurður M. Magnús- son, formaður Geislavarnanefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar, hefur fylgst með þessum málum og segir að Íran hafi orðið uppvíst að því að uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar séu um bann við útbreiðslu kjarnavopna. 189 ríki hafa undirritað samn- ing þar að lútandi og er Íran eitt þeirra. „Íranar virða ekki þennan samning,“ segir Sigurður. Markmiðið með samningnum er að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna og gera samtím- is öllum ríkjum kleift að hagnýta sér kjarnorku í friðsamlegum til- gangi. Samningurinn felur í sér að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur víðtækt umboð til að fylgj- ast með því að aðildarríkin standi við skuldbindingar sínar. Þær fela meðal annars í sér að veita upp- lýsingar um alla starfsemi sem tengist kjarnorku og tilkynna um allar rannsóknir og þróunarvinnu þegar á hönnunar- og undirbún- ingsstigi. „Íran hefur rétt á því að hagnýta kjarnorkuna í friðsamlegum til- gangi eins og önnur aðildarríki. Brot Írana felst fyrst og fremst í því að hafa ekki sagt frá fyrir- ætlunum sínum. Árið 2003 kom í ljós að þeir höfðu kerfisbund- ið leynt upplýsingum um kjarn- orkuuppbyggingu sína í tíu til tólf ár. Ef þeir hefðu veitt þessar upp- lýsingar á sínum tíma er spurn- ing hvort þeir væru taldir vera að brjóta samninginn í dag. Til að gera illt verra hafa Íranar verið mjög tregir til að verða við kröf- um Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar um upplýsingar og að heimila nauðsynlegt eftirlit,“ segir hann. Starfsemi Írana á sviði kjarn- orku er þess eðlis að þeir geta stigið skrefið til fulls og hagnýtt tæknina til þess að smíða kjarna- vopn. „Þar stendur kannski hnífur- inn í kúnni. Mikil tortryggni ríkir á báða bóga vegna þess að Íranar leyndu upplýsingum með kerfis- bundnum hætti í langan tíma og þráast svo við að veita umbeðn- ar upplýsingar og heimila eftir- lit. Síðan er þetta pólitískt því að ástandið í Mið-Austurlöndum spil- ar stórt hlutverk.“ Þegar ríki brýtur ákvæði samn- ingsins um bann við útbreiðslu kjarnavopna ber stjórn Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar að grípa tafarlaust inn í og krefjast þess að fá umbeðnar upplýsingar. Ef þær eru ekki veittar á að vísa málinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Frá árinu 2003 hefur verið reynt að fá nauðsynlegar upplýsingar en án árangurs og því var málinu vísað til Öryggis- ráðsins á síðasta ári. Öryggisráð- ið hefur krafist þessara upplýs- inga og að Íranar hætti tafarlaust þeirri starfsemi sem deilurnar snúast um en Íranar láta það sem vind um eyru þjóta. „Þeir hafa verið með yfirlýsing- ar mjög nýlega um að þeir hafi náð mikilvægum áfanga í auðgun úrans og séu farnir að geta auðgað úran í stórum stíl en það veit eng- inn hvert innihaldið í þessum yfir- lýsingum er eða á hvaða stigi það er,“ segir Sigurður. „Íranar segj- ast hafa fullan rétt til að gera það sem þeir eru að gera og færa má rök fyrir því að svo sé. Það breyt- ir hins vegar ekki því að þeim bar á sínum tíma skylda til þess að láta vita af því sem þeir voru að gera og leyfa Alþjóðakjarnorkumála- stofnuninni að hafa eftirlit með því.“ Íranar eru með úran í jörðu og reyna nú að vinna úranið, auðga það þannig að hægt sé að nota það sem brennsluefni í kjarnaofna. Sigurður segir að stórt skref sé frá því að geta auðgað úran til notkun- ar sem brennsluefni í kjarnaofna í það að auðga úran í það miklu magni að hægt sé að nota það í kjarnasprengju. Íranar eigi mikið verk fyrir höndum þar til þeir eigi kjarnorkuvopn. „Eitt er að geta auðgað úran í þeim mæli að hægt sé að nota það í sprengju. Annað er að búa til sjálfa sprengjuna og þannig búnað að hægt sé að framkalla sprengingu,“ segir hann. „Eitt er að geta gert tilraun við ákveðnar aðstæður sem hægt er að stjórna, annað er að vera með vopn sem hægt er að sprengja. Þriðja skref- ið er síðan hvernig vopnið er flutt. Þróa þarf eldflaugar sem geta borið þessi vopn og síðan þarf að tengja saman eldflaugina og vopnið og geta sent flaugina með sprengjunni á skotmarkið og láta hana springa þar.“ Sigurður bendir á að Íransforseti hafi dregið helförina í efa og talað um að þurrka Ísraelsríki af yfir- borði jarðar. Þessi ummæli hafa skiljanlega valdið titringi. Ísraels- menn óttast það sem getur gerst ef Íranar koma sér upp kjarna- vopnum. Sigurður segir að fræði- lega sé hægt að ráðast inn í Íran til að reyna að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnavopn- um. Slík innrás myndi setja allt í bál og brand í þessum heimshluta. Hann bendir á að Ísraelsmenn geti líka gert loftárásir á kjarn- orkustöðvar í Íran en þær séu mjög dreifðar, lítið vitað um stað- setningu þeirra og fjölda og talið að þær mikilvægustu séu neðan- jarðar. „Til eru sprengjur sem eru mörg þúsund kíló að þyngd og sér- staklega hannaðar til þess að bora sig ofan í jörðina og springa þar. Þessar sprengjur hafa Ísraels- menn fengið frá Bandaríkjamönn- um. Vitað er að þeir ráða líka yfir mjög öflugum flugher. Hins vegar er ekki einfalt að sjá fyrir sér að þeir geti framkvæmt aðgerð af þessu tagi þannig að hún takist,“ segir hann og bætir við að erfitt sé að sjá að hægt sé að leysa þetta mál með valdi. Reynt hefur verið að leysa ágreininginn við Írana með samn- ingaleiðinni. Sigurður telur að Íranar hafi verið slungnir í þeim viðræðum og dregið stórveldin og Evrópuþjóðirnar á asnaeyrun- um. „Þeim hefur tekist að spila mjög vel á þá sundrungu sem er meðal ríkja heimsins. Banda- ríkjamenn hafa verið herskáir en Evrópumenn mildari og viljað reyna samningaleiðina til þrautar. Rússar hafa hins vegar dreg- ið lappirnar, af því að þeir hafa selt Írönum mikið af því sem þeir þurfa í sín kjarnorkuver og hafa því hagsmuna að gæta.“ Klukkan tifar og tíminn vinnur með Írönum sem halda ótrauðir áfram kjarnorkuáætlunum sínum og færast stöðugt nær því að geta auðgað úran í svo miklu magni að þeir geti framleitt kjarnavopn. „Þeir segja sjálfir að þeir séu ein- göngu að þessu í friðsamlegum til- gangi og að öll þeirra starfsemi miði að því að geta hagnýtt kjarn- orkuna til rafmagnsframleiðslu. Hins vegar eru þeir grunaðir um græsku því óumdeilt er að þeir hafa brotið samninginn og upp- fylla ekki skuldbindingar sínar,“ segir Sigurður. Þó að Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin hafi heimild til að ganga úr skugga um að engin önnur kjarnorkustarfsemi sé í Íran en Íranar hafa tilkynnt um þá hafa Íranar ekki undirritað þann hluta samningsins. Þeir hafa sent bréf til Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar þar sem þeir segjast heimila eftirlit eins og þeir hefðu undirritað samninginn en þegar til á að taka hafa þeir ekki leyft það og því er umfangið á kjarnorku- áætlun þeirra ekki þekkt. „Ekki liggja fyrir nægileg- ar upplýsingar til að staðfesta að ekki sé önnur kjarnatengd starf- semi í landinu en Íranar segja frá. Enginn treystir því sem þeir segja vegna þess hvað þeir draga lapp- irnar og hafa leynt miklu lengi. Inn í þetta blandast svo heimsmál- in og ástandið í þessum heimshluta þannig að það er bara skelfileg tortryggni á báða bóga. Hún stig- magnast og Íranar nota ástandið í pólitískum tilgangi, taka frum- kvæði og verða leiðandi í sínum heimshluta,“ segir Sigurður M. Magnússon. Tortryggnin í garð Írana eykst Tortryggnin í garð Írana eykst og stöðugt verður meiri hætta á átökum þar sem samningaviðræður skila litlu. Íranar eru grunaðir um að reyna að koma sér upp kjarnavopnum og nýta sér stöðu sína til að verða leiðandi í Mið-Austurlöndum. Sigurður M. Magnússon er formaður Geislavarnanefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Guðrún Helga Sigurðardóttir ræddi við hann um kjarnorkuuppbygginguna í Íran. Þeim hefur tekist að spila mjög vel á þá sundrungu sem er meðal ríkja heims- ins. Bandaríkjamenn hafa verið herskáir en Evrópumenn mildari og viljað reyna samningaleið- ina til þrautar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.