Fréttablaðið - 29.04.2007, Page 23
Ráðgjafa- og þjónustuver
Landsbankans á Akureyri
Vegna aukinna umsvifa í einstaklingsviðskiptum leitum við að metnaðarfullu og árangursdrifnu
starfsfólki í ráðgjafa- og þjónustuver bankans. Í boði er tækifæri til að taka þátt í spennandi
uppbyggingarstarfi deildarinnar sem staðsett er í höfuðstöðvum bankans og á Akureyri.
Helstu verkefni deildarinnar lúta að þjónustu við viðskiptavini sem eiga viðskipti sín í gegnum síma.
Leitað er að einstaklingum í fullt starf með möguleika á sveigjanlegum vinnutíma.
Ráðgjafa- og þjónustuverið er opið kl. 8:00 – 21:00 virka daga og kl. 11:00 – 16:00 laugardaga.
Starfssvið:
• Ráðgjöf á sviði einstaklingsþjónustu
• Öll almenn þjónusta við viðskiptavini
• Upplýsingagjöf um verðbréfa- og lífeyrisvörur
• Frumkvæði að því að bjóða viðskiptavinum
vörur og þjónustu
• Ýmis önnur verkefni sem tilheyra þjónustu
við einstaklinga
Hæfniskröfur og eiginleikar:
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar og metnaður til að
ná árangri
• Þjónustulund og vilji til að uppfylla þarfir viðskiptavina
• Nákvæmni og geta til að starfa undir álagi
• Háskólamenntun og/eða reynsla af bankastörfum er kostur
Landsbankinn er eitt stærsta
fjármálafyrirtæki landsins og
veitir alhliða fjármálaþjónustu
til einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana.
Í anda sóknar og útrásar hefur
Landsbankinn byggt upp 23
starfsstöðvar erlendis, í 14
löndum víðsvegar um heiminn.
Til að stuðla að vexti og arðsemi
bankans er áhersla lögð á
skemmtilegan vinnustað, starfs-
ánægju og gott starfsumhverfi,
sem og markvissa starfsþróun
og þekkingu starfsfólks.
Landsbankinn leitast við að ráða
til sín og hafa í sínum röðum
framúrskarandi starfsfólk og efla
það í störfum sínum.
Það er viðhorf stjórnenda
Landsbankans að starfsfólkið,
metnaður þess, kraftur og
hollusta, séu lykillinn að
farsælum rekstri bankans.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
3
73
86
0
4/
07
Umsóknir og ferilskrá sendist á netfangið
ingibjorg.jonsdottir@landsbanki.is merkt:
„Ráðgjafa- og þjónustuver“ og einnig er hægt
að sækja um starfið á www.landsbanki.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí nk.
Nánari upplýsingar veita Lilja Birgisdóttir
deildarstjóri í ráðgjafa- og þjónustuveri í
síma 410 7187 og Ingibjörg Jónsdóttir á
starfsmannasviði í síma 410 7902.