Fréttablaðið - 29.04.2007, Side 82

Fréttablaðið - 29.04.2007, Side 82
 „Þetta er ekki búið því það er enn stærðfræðilegur mögu- leiki á að vinna titilinn,“ sagði Jose Mourinho, heldur svekktur knattspyrnustjóri Chelsea, eftir leiki gærdagsins í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Hans menn höfðu yfirhöndina gegn Bolton í dag á sama tíma og Manchester United var 2-0 undir á móti Evert- on. Þau úrslit hefðu þýtt að Chel- sea hefði jafnmörg stig og United. En þá settu leikmenn Manchest- er United í fluggírinn og unnu sinn leik 4-2. Á sama tíma misstu leik- menn Chelsea sinn leik í jafntefli og þar með var munurinn á liðun- um kominn í fimm stig. Mourinho viðurkenndi þó að United væri í vænlegri stöðu. „Á meðan möguleikinn er enn fyrir hendi verð ég að halda í trúna. En þetta er næstum því glatað – næst- um því. Þeir verða að tapa tveim- ur leikjum og við verðum að vinna alla okkar þrjá,“ sagði Mourinho. Kollegi hans hjá United var þó vitanlega hæstánægður með sína menn, þrátt fyrir að liðið lenti 2-0 undir í leiknum gegn Everton. „Þetta var merkilegur dagur þar sem við jukum forskot okkar,“ sagði Alex Ferguson. „Leikmenn- irnir voru frábærir og gáfust aldrei upp. Þetta var stórbrot- inn sigur hjá okkur, sérstaklega á þessu stigi tímabilsins. Við höfum spilað á réttan máta og ef við vinn- um deildina verður það verðskuld- að,“ bætti hann við. Everton komst yfir er Michael Carrick breytti stefnu boltans eftir aukaspyrnu Alans Stubbs. Manuel Fernandes skoraði glæsi- legt mark á 50. mínútu og jók þá foyrstu Everton. En tvö mistök leikmanna Everton reyndust kostnaðarsöm. Fyrst missti Ian Turner, mark- vörður Everton, boltann úr hönd- um sér eftir hornspyrnu og John O‘Shea skoraði auðveldlega. Þá skoraði Phil Neville sjálfsmark skömmu síðar en hann var áður leikmaður Manchester United. Wayne Rooney og varamaður- inn Chris Eagles tryggðu svo Un- ited sigurinn með tveimur glæsi- legum mörkum. Kevin Davies var hetja Bolton og um leið Manchester United er hann jafnaði metin gegn Chelsea með skalla af stuttu færi í síðari hálfleik liðanna. Lubomir Machalik kom Bolton reyndar yfir en Salomon Kalou jafnaði metin með skalla skömmu síðar. Kalou var svo aftur að verki í síðara markinu er hann skallaði boltann í stöngina en boltinn fór af Jussi Jaaskelainen og inn. Þrátt fyrir skelfilega byrjun á leikjum gærdagsins í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar stóð Manchester United eftir með fimm stiga forystu á Chelsea í leikslok. Mourinho neitar þó að gefast upp. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, gat leyft sér að fagna vel og innilega eftir afar dýrmætan og mikilvæg- an sigur á Wigan í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. West Ham er reyndar enn í fallsæti en liðið á nú þokkalega möguleika á að bjarga sér frá falli. „Við erum enn á lífi,“ sagði Alan Curbishley, stjóri West Ham, eftir leikinn. „Það var frábært að koma hingað og sigra 3-0. Við lékum afar vel og verðum við að halda því áfram í næsta leik. Við eigum nú tvo leiki eftir og þurfum á öllum þeim stigum sem við getum náð í að halda,“ sagði Curbishley. West Ham mætir Bolton í næsta leik og Manchester United á úti- velli í lokaumferðinni. Stuðnings- menn West Ham binda því aðal- lega vonir sínar við fyrri leikinn því ljóst er að róðurinn verður þungur á Old Trafford. Hermann Hreiðarsson og félag- ar hans í Charlton upplifðu hrein- ræktaða martröð þegar liðið tap- aði 4-1 fyrir Blackburn á útivelli. Hermann var reyndar svo óhepp- inn að skora sjálfsmark í leiknum. Fyrir vikið færðist Charlton í næstneðsta sæti deildarinnar og er nú tveimur stigum á eftir West Ham og Wigan. Fulham er reynd- ar ekki enn sloppið við fall en liðið hefur einu stigi meira en tvö síðastnefndu liðin. „Þróun mála í dag var okkur ekki í hag,“ sagði Alan Pardew, stjóri Charlton, eftir leik. „Black- burn var betra liðið í fyrri hálfleik án þess þó að hafa farið of illa með okkur. Það var líka mikil synd að Scott Carson (markvörður) skyldi mistakast er þeir skoruðu fyrsta markið því hann hefur líklega verið okkar besti maður á tímabil- inu.“ Ben Thatcher fékk að líta rauða spjaldið á 64. mínútu leiksins þegar staðan var enn jöfn. „Eftir að við misstum mann út af héldum við áfram að berjast og ég hélt að við myndum vinna leikinn. En það fór á annan veg,“ sagði Pardew. Sheffield United fór reyndar rangt með að bjarga sér frá falli með 1-0 sigri á Watford sem er þegar fallið úr úrvalsdeildinni. Ekki öll nótt úti enn fyrir West Ham Enska úrvalsdeildin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.