Fréttablaðið - 29.04.2007, Side 86

Fréttablaðið - 29.04.2007, Side 86
Spennir aldrei upp regnhlíf innandyra „Lærdómur vikunnar er án nokkurs vafa sá að prestarnir afþökkuðu hjónavígslu samkyn- hneigðra og þetta kennir manni það að skrá sig ekki í þjóðkirkj- una. Svona hugsunarháttur á sér hvergi hliðstæðu nema í svona gömlum stofnunum eins og þjóðkirkjunni.“ Nýkrýndur fyndnasti maður Ís- lands, Þórhallur Þórhallsson, býsnast yfir því á heimasíðu sinni að Þorsteinn Þór, þátttakandi í raunveruleikaþættinum Leit- inni, hafi stolið atriði frá sér. Og grætt á því áframhald í þáttunum. „Hann tók atriði sem ég hef verið með í sambandi við dverga og var að finna á dvd-disknum Uppistand 2006,“ segir Þórhallur í samtali við Fréttablaðið og fannst það svolítið skrítið að maður sem væri á þeim vettvangi að sýna hvað í honum býr skyldi hafa notað „áðurbirt“ efni. „Grín er reyndar ekki bund- ið neinum höfundarrétti,“ bætir Þórhallur við en hann fékk sterk viðbrögð í athugasemdakerfinu á heimasíðunni og vildu sumir væna hann um stjörnustæla. Þór- hallur, sem er sonur hins kunna grínara Ladda, segir það af og frá „Ég vildi bara benda á þetta enda fannst mér þetta skrítið.“ Auðunn Blöndal er eldri en tvæ- vetur í gríninu og segir líklegt að þegar einhver segi brandara sé það ekki í fyrsta skipti sem sá brandari heyrist. „Annars er ég bara dómari og veit því ekkert um þetta,“ segir Auðunn. „Ég held að Þorsteinn hafi ekki hugsað að sonur Ladda væri að gera eitthvað geðveikt og ákveðið að herma eftir því,“ bætir hann við og segir að Þórhallur mætti nú bara vera stoltur af sjálfum sér. „Það hlýt- ur að teljast hrós fyrir grínara ef menn nota brandarann þeirra,“ segir Auðunn og áréttar að Þor- steinn Þór hafi ekki komist áfram vegna þess hversu vel hann léki dverg heldur af því að hann væri metnaðarfullur og ákveðinn. Sonur Ladda ósáttur við þjófnað „Þetta fer mér ágætlega, það er mesta furða. Þetta eru þægileg og góð föt,“ segir Jón Jósep Sæ- björnsson, eða Jónsi í hljómsveit- inni Í svörtum fötum, sem mun klæðast fagurbláum flugþjónsföt- um í háloftunum í sumar. Í fyrradag útskrifaðist hann sem flugþjónn hjá Icelandair og fór athöfnin fram á Hótel Nordica. Alls útskrifuðust 74 flugfreyjur og 11 flugþjónar eftir að hafa lagt hart að sér á sex vikna námskeiði. „Þetta var mjög skemmtilegt nám- skeið en samt mjög krefjandi og stíft,“ segir Jónsi og viðurkenn- ir að það hafi verið mun erfið- ara en hann bjóst við. Meðal ann- ars þurfti hann að læra mikið um öryggiskröfur flugfarþega, enda mikilvægt að flugþjónar og flug- freyjur kunni góð skil á öllu slíku. Jónsi, sem mun aðallega ferð- ast um Evrópu í sumar, fer í sitt jómfrúarflug um loftin blá næst- komandi miðvikudag. Þá verð- ur ferðinni heitið til Stokkhólms. Hann hlakkar mikið til og ótt- ast ekki að farþegarnir eigi eftir að trufla hann eitthvað meira en kollegana í sumar, þrátt fyrir að vera þekkt andlit á Íslandi. „Ég er búinn að fara í reynsluflug og þau hafa gengið ofboðslega vel. Ég ætla bara að vera flugfélaginu til sóma og þetta er eitthvað sem ég hef ekki miklar áhyggjur af. Ég hlakka virkilega til að vinna með starfsfólki Icelandair því það er alveg frábært fólk.“ Þrátt fyrir að vera upptekinn í allt sumar í háloftunum ætlar Jónsi að halda áfram að syngja með- fram fluginu, bæði með Í svörtum fötum og einn á báti. „Þetta hefst allt með góðri skipulagningu. Þau eru líka mjög liðleg hjá Icelandair og maður getur skipulagt fram í tímann með þeirra hjálp,“ segir hann. Eftir nokkra pásu spilar Í svört- um fötum næst á háskólaballi á Broadway 18. maí en að sögn Jónsa er engin plata væntanleg frá sveit- inni á þessu ári, enda fjögurra platna samningi við Senu nýlok- ið. Næst á dagskrá sé að koma sér upp bunka af lögum áður en tekn- ar verða upp fleiri plötur. KONUKVÖLD Í KRAGANUM Guðfríður Lilja býður konum í heimsókn í Kragakaffi, Hamraborg 1-3, Kópavogi kl: 20:00 Mireya Samper sýnir myndlist, Katrín Jakobs um rómantík, Kolbrún Halldórs og Svandís Svavars sýna á sér nýjar hliðar, Thelma Ásdísar kemur á óvart, Birgitta Jónsdóttir flytur ljóð með tónlist, Verðlaunastuttmynd Helenu Stefánsdóttur sýnd og Guðrún Gunnars syngur Komið og njótið kvöldsins með VG konum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.