Fréttablaðið - 02.05.2007, Page 8

Fréttablaðið - 02.05.2007, Page 8
MARKAÐURINN 2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T „Ég held því óhikað fram að fjármálaþjón- usta sé einn helsti drifkraftur efnahagslífsins á Íslandi um þessar mundir enda hníga öll rök að því,“ segir Bjarni Ármannsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og fráfar- andi forstjóri Glitnis, í ræðu sem hann hélt á nýafstaðinni ráðstefnu samtakanna í Borgar- leikhúsinu. „Í samkeppni þjóðanna ræður þróunarstig fjármálakerfisins, eða fjármála- menningin, mestu um velgengni á mörkuðum og úthald í viðskiptum. Allt of fáir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umhverfið, um- gjörðin um fjármála- starfsemina, sé í senn rúmt og sterkt.“ Samtökin notuðu tækifærið í kjölfar aðal- fundar 26. apríl til að vekja athygli á umfangi og stöðu fjármálastarf- semi hér með ráð- stefnu og útgáfu nýrr- ar skýrslu. Daginn áður birti Seðlabanki Íslands rit sitt um fjármálastöð- ugleika þar sem segja má að fjármálakerfið hér hafi fengið vottun eftir nokkur áföll í um- ræðu og fjármögnun í fyrra, meðan áhyggjur bankans beinast í meira mæli að viðvarandi þjóðhagslegu efnahagslífi. Niðurstaða bank- ans er að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust og að frá því fyrir ári hafi viðnáms- þróttur bankanna styrkst þrátt fyrir að á sama tíma hafi þjóðhagslegt ójafnvægi auk- ist. Seðlabankinn bendir engu að síður á að ýmsir áhættuþættir séu til staðar þótt fjár- málakerfið sé í meginatriðum traust og stand- ist vel álagsprófanir. „Líklega hefur íslensk- ur þjóðarbúskapur aldrei verið jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og um þessar mundir. Þetta birtist til dæmis í nánum tengslum á milli gengis krónunn- ar og annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendr- ar vaxtaþróunar. Hin nánu tengsl má að nokkru leyti rekja til mikils viðskiptahalla, sem leiðir til þess að gengi krónunnar og framvinda þjóðarbúskaparins í heild eru háð hvata eða vilja erlendra fjárfesta og lánar- drottna til að fjármagna hallann. Hvatinn er mikill vaxtamunur á milli Íslands og helstu gjaldmiðlasvæða. Hann freistar áhættusæk- inna fjárfesta sem festa fé í hávaxtagjald- miðlum víða um heim. Á sama tíma hefur skuldsetning þjóðarbúsins og erlendar eignir þess vaxið hratt og önnur fjármálaleg tengsl við umheiminn stórauk- ist. Ofgnótt sparnaðar á heimsvísu hefur á undan- förnum árum þrýst niður vöxtum og greitt fyrir fjármögnun mikils við- skiptahalla margra landa,“ segir Seðlabankinn í riti sínu Fjármálastöðugleiki 2007, en bendir um leið á að aðstæður geti breyst, þótt óvíst sé hvenær og hversu hratt. „Hve mikil áhrif það hefur á íslensk- an þjóðarbúskap ræðst að töluverðu leyti af því hvort tekst að draga úr ójafnvæginu sem nú er fyrir hendi áður en aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum versna. Ójafnvægið jókst enn frekar á síðasta ári þótt drægi úr vexti eftirspurnar.“ HORFUR GÓÐAR Á MARKAÐSSVÆÐUM Seðlabankinn segir hins vegar að sem standi séu horfur góðar á helstu markaðssvæðum íslenskra fjármálafyrirtækja. „Framvinda efnahagsmála á Norðurlöndum og Bretlandi, þar sem íslensk fjármálafyrirtæki hafa eink- um haslað sér völl, hefur í meginatriðum verið jákvæð. Verðbólga hefur þó aukist tölu- vert á Bretlandi og fasteignaverð er mjög hátt, sem gæti haft áhrif á útlánastarfsemi fjármálafyrirtækja þar. Fasteignaverð á Norðurlöndunum er einnig afar hátt. Hagvöxtur á Bretlandi fór heldur vax- andi á síðastliðnu ári,“ segir Seðlabankinn og bendir á að áætlað sé að þar hafi verg lands- framleiðsla vaxið um 2,8 prósent í fyrra og spáð sé svipuðum hagvexti í ár. „Mestur vöxtur var í þjónustugeiranum, einkum fjár- málaþjónustu þar sem arðsemi hefur verið góð um langt skeið.“ Þá bendir Seðlabankinn á að efnahagsástandið á Norðurlöndunum utan Ís- lands hafi verið ágætt á liðnu ári. „Hagvöxtur, sem jókst í öllum löndunum, var drifinn áfram af inn- lendri eftirspurn, vöxtur einkaneyslu var til dæmis víðast mikill, en útflutn- ingur jókst einnig veru- lega.“ Hagvöxtur á Norð- urlöndunum var á bilinu 3 til 5,5 prósent á síðasta ári, mestur í Finnlandi og Svíþjóð og að sögn Seðla- bankans er gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði áfram ör á næstu tveimur árum. Helstu hættuna sem steðji að íslenskum þjóðarbúskap og fjármálakerfinu um þessar mundir segir Seðlabankinn að líkindum vera hraða og óvænta hækkun erlendra vaxta. Af þeim sökum segir bankinn að fjármálafyrir- tæki eigi að miða áhættustýringu sína við að vextir hækki umtalsvert á næstu árum. Um leið segir bankinn erfitt að meta líkurnar á því að erlendir vextir hækki á næstu miss- Fjármálaþjónustan drífur efn Seðlabanki Íslands segir viðnámsþrótt bankanna hafa aukist frá því fyrir ári síðan um leið og þeir hafi tryggt fjárm fjallar um nýtt rit bankans um fjármálastöðugleika og væntingar Samtaka fjármálafyrirtækja um næstu skref til að starfsumhverfi hér. S K I P T I N G Ú T L Á N A B A N K A N N A E F T I R L Ö N D U M Land Hlutfall af heild Ísland 39% Bretland 18% Danmörk 16% Noregur 12% Svíþjóð 4% Lúxemborg 2% Þýskaland 1% Finnland 1% Aðrir 8% Heimild: Seðlabanki Íslands, Fjármálastöðugleiki 2007

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.