Fréttablaðið - 02.05.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.05.2007, Qupperneq 12
 2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4 fréttablaðið verk að vinna Útihurðin gegnir ótvírætt veigamiklu hlutverki á heimil- inu. Hún er hluti af andliti þess út á við og hún þarf að vera traust. „Aðalefni í útihurðum gegnum árin eru mahogany og organ pine. Reyndar voru tekkhurðir vinsæl- astar þegar ég var að byrja að selja hurðir en við fáum ekki hrá- efnið í þær lengur. Furu notum við í karma en ekki í hurðir,“ segir Gísli M. Eyjólfsson spurður um algengasta efnið í útihurðunum. Hann er sölu- og markaðsstjóri hjá fyrirtæki sem heitir Börkur og hefur framleitt hurðir og glugga á Akureyri frá árinu 1970. Gísli starfar í söludeild fyrir- tækisins í Hátúni 6 í Reykjavík. Hann er næst spurður um ráð- andi stíl. „Funkis-stíllinn er mikið í tísku núna í byggingum,“ segir hann. „Þessi einfaldi stíll með ferningslöguðum gluggum, fáum póstum og flötum þökum. Hurð- irnar taka mið af því. Áður var franski stíllinn í tísku, margpósta gluggar og fulningahurðir. Þetta fer í hringi eins og tískan yfirleitt. Fyrst blandast þetta, svo myndast skýrar línur.“ Gísli hlær þegar hann er spurður hvort ekki sé þá hægt að geyma gamla lagerinn og selja hann eftir nokkur ár. „Sem betur fer er búið að vera það mikið að gera hjá okkur að það mynd- ast enginn lager. Svo er bygg- ingarstíllinn þannig hjá Íslend- ingum að það er ekkert til sem heitir staðlaðar stærðir í glugg- um eða hurðum. Öðruvísi en í ná- grannalöndunum þar sem fólk sem þarf að endurnýja glugga getur farið inn í verslun og keypt sér eins glugga og settir voru í húsið í upphafi. Hér er allt sér- smíðað. Það fyrirkomulag vernd- ar okkur fyrir innflutningnum og það gerir hið grimma veðurfar líka. Við þurfum sterkari hurðir og glugga hér en annars staðar í Evrópu.“ Gísli segir gler yfirleitt annað hvort í hurðinni sjálfri eða í hliðarstykkjum því einhvers stað- ar þurfi birtan að komast inn. En glerið tekur breytingum eins og annað. „Einu sinni voru skraut- gler í tísku, síðan komu spegilgler en nú eru filmugler hátískan,“ segir hann og talið berst að bréfa- lúgunum. Þar gilda vissar reglur. „Lúgurnar eru ýmist settar í hlið- arstykkin eða á hurðirnar og þær eiga að vera í ákveðinni hæð, enda er blaðberum og póstum ekki bjóðandi að þurfa að beygja sig niður undir gólf,“ útskýrir Gísli. En skyldu vera einhverjar regl- ur um hvort snerillinn og lásinn er vinstra eða hægra megin? „Það er gott þú spyrð að því,“ segir hann og heldur áfram. „Þegar fólk ætlar að endurnýja útihurð- ina er áríðandi að vita hvernig á að panta nýja þannig að hún opn- ist rétt. Það er alltaf miðað við lamirnar. Hugsum okkur að við stöndum við hurðina þeim megin sem lamirnar eru sjáanlegar, þær séu hægra megin og hurðin opnist inn. Þá köllum við að hurðin eigi að vera „hægri inn“. Svo erum við eingöngu orðnir með þrílæst- ar hurðir. Þá eru lásar í miðjunni, uppi og niðri og þannig læsingar halda hurðinni þéttari en annars. Við berum ekki ábyrgð á hurðum sem ekki eru með þriggja punkta skrám í dag. Húnninn er togað- ur upp til að læsingarnar uppi og niðri virki og svo er lykli snúið í miðjuskránni.“ gun@frettabladid.is Hluti af andliti heimilis Hér er unnið við gerð fulningahurða í Berki á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Trésmiðjan Börkur hefur verið starfandi á Akureyri frá því um 1970 og framleitt hurðir og glugga í stórum stíl. Tækin hafa mikið breyst í tímans rás. Gísli við hvíta svalahurð sem opnast út en hann segir flestar aðalútihurðir opnast inn hér á landi vegna vindsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Gúmmítakkadúkarnir sem þóttu flottir inni á heimilunum á níunda áratugnum gætu verið að sækja í sig veðrið að nýju. Heimili þar sem öll gólf voru klædd takkadúk prýddi forsíðu marsheftis hús- búnaðar- og lífsstílstímaritsins Living Etc og hafa birst á síðum fleiri tímarita. Gólfdúkarnir heita Norament og eru frá þýska fyrir- tækinu Nora. „Við sérflytjum inn þessa dúka en í gegnum árin hefur það fyrst og fremst verið bandaríski herinn sem hefur notað þá,“ segir Olgeir Þórisson, framkvæmdastjóri Gólf- efna Teppalands. Hann segist ekki greina aukna sölu þessara dúka en finnur fyrir því að arkitektar séu aðeins farnir að nota þá meira. Dúkarnir eru fyrst og fremst hannaðir fyrir stofnanir og eru mjög slitsterkt gólfefni en útlit þeirra og ótakmarkað litaúrval gerir þá að skemmtilegu gólfefni fyrir heimili. Litríkir takkadúkar Norament-gólfdúkur er slitsterkur og með hálkuvörn. Litasamsetning í anda níunda áratugarins. Eldrauður Norament-dúkur er flottur við hvíta eldhúsinnréttingu. Iðnaðarryksugur Þegar gerðar eru hámarkskröfur SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS NT 361 Eco/Te Loftsog: 57 ltr/sek Sogkraftur: 235 mbör 35 lítra Afl: 1380 vött Snúra: 7,5 m ECO síuhreinsibúnaður Með eða án tengils NT 611 Eco/Te Loftsog: 57 ltr/sek Sogkraftur: 235 mbör 55 lítra Afl: 1380 vött ECO síuhreinsibúnaður Handfang Snúra: 7,5 m Með eða án tengils Síuhreinsibúnaður Ýmsir aukahlutir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.