Fréttablaðið - 02.05.2007, Page 14
2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6 fréttablaðið verk að vinna
Hjónin Daníel Karl Pétursson
og Rakel Dögg Norðfjörð
stofnuðu fyrirtækið Sána ehf.
í byrjun síðasta árs. Fyrirtækið
heldur úti netversluninni sana.
is þar sem seldir eru infrarauðir
sánaklefar.
Daníel segir klefana koma í
tveimur flatpakkningum heim
til fólks, þar sem þeim er smellt
saman. „Svo eru þeir tengdir og
loks er stungið í samband,“ segir
Daníel og bætir við: „Það eru
bara nokkrar skrúfur þannig að
ef fólk flytur þá er það ekki búið
að fórna herbergi í þetta heldur
flytur það klefann með sér eins
og hillusamstæðu.“
Daníel segir sánur með infra-
rauðum hita hafa marga kosti
fram yfir hefðbundna sánaklefa.
„Þetta er að minnsta kosti ekki ör-
bylgjuofn eins og mörgum dettur
fyrst í hug,“ segir hann og hlær.
„Við viljum endilega útrýma
þeirri mýtu því infrarauðir ljós-
geislar eru hluti af sólarljósinu
sem við fáum á okkur á hverjum
einasta degi þegar við förum út.
Þetta hefur ekkert með útfjólu-
bláa geisla að gera,“ bætir hann
við alvarlegri í bragði.
„Hitinn í sánuklefunum er
sams konar hiti og notaður er í
hitakassa fyrir ungbörn, þó að hit-
inn sé ekki eins mikill þar,“ segir
Daníel og bætir því við að vegna
þess að þetta séu infrarauðir
geislar fari hitinn dýpra inn í húð-
ina en rakinn í hefðbundum sánu-
klefum. „Í hefðbundum sánuklef-
um sest rakinn utan á húðina og
vinnur sig þannig inn í vöðvana.
Í infrarauðu sánuklefunum fer
hitinn fjóra til fimm sentímetra
djúpt inn í líkamann og nær því
að mýkja upp liði og vinna betur á
vöðvabólgum og fleiru.“ Þá segir
Daníel að hægt sé að sitja lengur
inni í infrarauða sánuklefanum
en öðrum því þar er enginn raki
sem ertir öndunarfærin. „Annar
kostur við að það sé engin gufa,
er að hægt er að hafa klefann til
dæmis inni í stofu eða hvar sem
er í íbúðinni,“ segir Daníel, sem
jafnan horfir á fréttirnar heima
hjá sér úr sánuklefanum sínum.
sigridurh@frettabladid.is
Mýkir upp vöðva og liði
Sánaklefarnir eru til í ýmsum stærðum
og gerðum, fyrir einn til fjóra. Hér er
þriggja til fjögurra manna hornklefi en
í honum er lesljós, útvarp, geislaspilari
og fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Daníel Karl Pétursson og Rakel Dögg Norðfjörð við sánaklefann sinn sem þau hafa í
stofunni og horfa gjarnan á fréttirnar úr. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Flísar eru í auknum mæli notað-
ar sem klæðning utan á hús og
bjóða upp á marga möguleika í
litavali og áferð. Árni Yngvason,
sölumaður hjá Vídd í Bæjarlind,
fræddi okkur um kosti þess að
nota flísar utan á hús.
„Flísar hafa verið notaðar utan
á hús í minnst fimmtán ár en það
hefur aukist töluvert undanfar-
in ár,“ segir Árni Yngvason, sölu-
maður hjá Vídd í Bæjarlind, en
fyrirtækið hefur boðið upp á gott
úrval af flísum um árabil.
„Við erum með gegnheilar
granítflísar sem hvorki upplit-
ast af sól né veðrast og halda því
upprunalegu útliti sínu svo árum
skiptir,“ segir Árni og bætir við
að það spari eðlilega mikinn við-
haldskostnað að nota klæðningu
sem ekkert þurfi að gera við
árum saman.
„Auk þess er bæði auðvelt og
fljótlegt að setja flísarnar upp,
sem gerir þær að hagkvæmum
valkosti, en þær eru einfaldlega
límdar á undirkerfi, svokallaða
álleiðara,“ segir Árni og bend-
ir á að þetta sé einnig mjög hent-
ugt utan á hús sem séu einangruð
utan frá.
Árni segir flísarnar jafnframt
hafa þann kost að þær bjóði upp á
endalausa möguleika í áferð, lita-
vali og mynstri.
Þeir hjá Vídd eru með sýnis-
horn af öllu sem þeir selja í búð-
inni og eru með góðan lager en
yfirleitt tekur ekki nema örfáar
vikur að panta það sem kaupandi
óskar eftir sé það ekki til á lager.
Aðspurður um hverjir séu
tískulitirnir í flísunum segir Árni
að ljósgráar flísar séu mest tekn-
ar. „Annars er allur gangur á því.
Margir taka póleraðar flísar með
háglans en svo er einnig vinsælt
að nota grófar og mynstraðar flís-
ar með náttúrusteinsáferð. Sumir
nota jafnvel svartar flísar,“ segir
Árni að endingu. - árá
Flísar eru flottar á hús
Ljósgrátt hefur verið tískuliturinn.Svargráar flísar með gljáa.
VERND GEGN VEGGJARISPUM
Ef maður er nýbúinn að mála heima hjá
sér og hræddur við að rispa nýmálaða
veggina, til dæmis með myndarömmum,
er til gott ráð við því. Maður nær í fjóra
blýanta með strokleðri, sker strokleðrin af
blýöntunum með hníf og límir þau vel og
vandlega aftan á myndarammana. Þannig
minnkar hættan á að veggirnir rispist.