Fréttablaðið - 02.05.2007, Side 25
H A U S
MARKAÐURINN
erum. „Hækkun skammtímavaxta getur haft
áhrif á langtímavexti með nokkurri töf. Því
gætu áhrif hækkunar skammtímavaxta síð-
astliðið ár enn átt eftir að koma fram. Einnig
skiptir miklu máli með hvaða hætti og hversu
hratt verður undið ofan af því ójafnvægi sem
ríkir í heimsbúskapnum og einkennist af
ofsparnaði í sumum heimshlutum sem hefur
stuðlað að lágum vöxtum og vansparnaði í
öðrum löndum.“
Seðlabankinn segir líkur þess að ofgnótt
sparnaðar hverfi og fjármálaleg skilyrði
versni skyndilega velta á því hve sennileg-
ar og hraðar breytingar geti orðið á verð-
bólguálagi í heiminum, aukinni fjárfestingu,
minnkandi áhættufælni gagnvart hlutabréf-
um, eða að olíuútflutningsríki og nýmarkaðs-
ríki dragi úr uppbyggingu gjaldeyrisforða.
„Að einhverju leyti kunna þessir undirliggj-
andi þættir að vera viðvarandi og því ekki
líklegt að vextir hverfi aftur til stöðu sinn-
ar fyrir rúmum áratug og enn síður til vaxta-
stigs níunda áratugarins. Þá voru alþjóðleg-
ir vextir óvenjuháir í sögulegu samhengi.
Hitt er annað mál að jafnvel tiltölulega hóf-
leg tímabundin hækkun vaxta gæti haft um-
talsverð áhrif á þau lönd sem búa við mest
ójafnvægi í utanríkisviðskiptum, þar á meðal
Ísland.“
BANKARNIR STANDAST ÁLAGSPRÓF
Í riti sínu um fjármálastöðugleika fyrra
greindi Seðlabankinn frá útreikningum
á áhrifum verulegrar hækkunar erlendra
vaxta, gengislækkunar og lækkunar eigna-
verðs á bankana. Álagsprófið var endurtekið
í skýrslu þessa árs og gert ráð fyrir nokkru
meiri lækkun gengis krónunnar og íbúða-
verðs en áður. „Dyndu öll þessi áföll yfir á
sömu stundu sýna útreikningarnir að sam-
dráttur þjóðarútgjalda gæti orðið töluvert
meiri en í grunnspá Seðlabankans í síðustu
Peningamálum,“ segir í ritinu en álagið á
fjármálakerfið sagt ráðast að nokkru leyti af
hraða aðlögunarinnar og viðbrögðum bank-
anna sjálfra við henni.
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Seðlabankans, segir að samkvæmt
reiknilíkani Seðlabankans sé vænt útlánatap
bankanna sé 0,53 prósent af heildarútlánum,
en hann fór ofan í saumana á skýrslu bankans
á fundi í síðustu viku. Vænt útlánatap er svo
borið saman við afskriftarreikning bankanna,
en hann er vel yfir þessum mörkum, 0,82
prósent af útlánum þeirra. Bankinn reiknar
hins vegar líka út óvænt útlánatap og þyrfti
þá eigið fé bankanna að geta staðið undir
því ef afskriftarreikningurinn nægði ekki
til. Útreikningar bankans sýna hins vegar
afskriftarreikningar bankanna myndu standa
undir þó nokkrum breytingum til hins verra.
Þetta segir Tryggvi styðja mat Seðlabankans,
sem segir fjármálakerfið betur búið undir að
mæta áföllum en fyrir ári síðan með sterkari
lausafjár- og eiginfjárstöðu. „Þá byggja stóru
viðskiptabankarnir á fjölbreyttum tekju-
grunni sem nær til margra landa. Það er
einnig kostur að þeir hafa farið nokkuð ólík-
ar leiðir í sókn sinni. Eggjum bankanna er því
dreift í margar körfur og því minni ástæða til
að óttast afleiðingar óvænts álags á fjármála-
kerfið,“ segir í áliti Seðlabankans.
Helstu áhættuþættirnir fyrir fjármálakerf-
ið varða að sögn Seðlabankans ójafnvægið í
þjóðarbúskapnum og geta valdið áframhald-
andi viðskiptahalla, hækkun erlendra skulda
og lækkun gengis krónunnar. „Áhættan sem í
þessu felst er síst minni en fyrir ári og hækk-
un á vöxtum og vaxtaálögum erlendis gæti
haft víðtæk áhrif. Á hinn bóginn hefur stór-
lega dregið úr óvissu um aðgengi bankanna
að fjármagni og þeir hafa byggt upp rúma
lausafjárstöðu.“
NÆSTA RÍKISSTJÓRN TAKI TIL HENDINNI
Í skýrslu SFF um fjármálastarfsemi hér á
landi eru svo hins vegar tíundaðar margvís-
legar staðreyndir um vöxt fjármálastarf-
semi hér og áhrif á samfélagið. Meðal ann-
ars kemur þar fram að áætla megi að ávöxtun
lífeyrissjóðanna af eignum þeirra í íslensk-
um fjármálafyrirtækjum á síðustu 10 árum
nemi um 160 milljörðum króna. Vöxtur fjár-
málafyrirtækjanna er þannig sagður hafa
aukið meðaleign hvers hinna 180 þúsund
sjóðfélaga um 900 þúsund krónur. Bjarni Ár-
mannsson vék í ræðu sinni
á fundi samtakanna að
nauðsyn þess að fjármála-
fyrirtækin störfuðu áfram
við hagfelld skilyrði ætti
fjármálamarkaður að halda
áfram að vaxa og dafna
og stuðla að framförum og
velsæld. Hann segist binda
vonir við að ný ríkisstjórn
komi til með að viðurkenna
fjármálageirann sem leið-
andi atvinnugrein og fylgi
eftir hugmyndum um al-
þjóðlegt fjármálaumhverfi
hér á landi.
„Segja má að Alþingi hafi
af framsýni skapað á síð-
asta áratug umhverfi til
þess að byggja upp alþjóðlega starfsemi sem
nýtir menntun til framfara. Hins vegar hefur
tiltölulega lítil þróun orðið í starfsskilyrðum
á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Kannski
er það ekki nema von þegar á Alþingi heyrast
þau viðhorf að ein atvinnuvegrein sem vill
svo til að veitir um sex
þúsund manns vinnu,
borgar hæstu skattana,
greiðir hvað bestu laun-
in og býður upp á mesta
starfsöryggið ætti ef
til vill að koma sér úr
landi. Svona málflutn-
ingur felur í sér skýr og
sérlega neikvæð skila-
boð,“ segir Bjarni og
telur aðkallandi, vegna
breyttra samkeppnis-
skilyrða í alþjóðlegu um-
hverfi, að taka ákvarð-
anir um næstu skref.
Vísar hann þar bæði til
þeirra möguleika sem
hér séu á að byggja upp
alþjóðlega fjármála-
starfsemi og þess að al-
þjóðleg fyrirtæki með
höfuðstöðvar hér séu
að komast á nýtt þró-
unarstig. „Ég fullyrði
að það er ekki vilji ís-
lensku þjóðarinnar að
fjármálafyrirtækin
flytji höfuðstöðvar sínar
úr landi,“ segir Bjarni
og telur fjármálageir-
ann verða leiðandi afl
í virkjun þekkingunni
sem leggja muni grunn-
inn að auðsæld þjóðar-
innar og verðmætasköp-
un til frambúðar.
Í skýrslu SFF um stöðu
fjármálafyrirtækja er
á það bent að umfang
einstakra atvinnugreina
sé einn þeitta þátta sem
auðkenni þjóðir. „Hlut-
deild fjármálastarfsemi
í þjóðarbúinu hefur auk-
ist hratt undanfarin ár. Meðan landbúnað-
ur var undirstöðuatvinnugrein okkar Íslend-
inga kölluðum við okkur bændaþjóð. Þegar
sjávarútvegur varð síðar undirstaða atvinnu-
lífsins voru Íslendingar fiskveiðiþjóð. Í kjöl-
far stóriðjuframkvæmda undanfarinna ára
hafa sumir velt því fyrir sér hvort við Íslend-
ingar erum orðin stóriðjuþjóð,“ segir í skýrsl-
unni, en um leið bent á að
sú atvinnugrein sem verið
hafi í hvað örustum vexti
sé hvorki sjávarútvegur
né stóriðja, heldur fjár-
málastarfsemi. „Til að
varpa ljósi á umfang fjár-
málageirans og mikilvægi
hans fyrir þjóðarbúið er
rétt að skoða hlutdeild í
landsframleiðslu. Í lok árs
2005 nam framlagið 8,8
prósentum og má ætla að
það hafi hækkað síðan þá.
Íslensk fjármálafyrirtæki
juku verulega umsvif sín
á árinu 2006, svo gera
verður ráð fyrir að hlut-
fallið á Íslandi sé nú enn
hærra, jafnvel nær 10 prósentum.“ SFF minn-
ir á að sem hlutdeild af landsframleiðslu hafi
fjármálaþjónusta farið fram úr sjávarútvegi
þegar árið 2004. „Framleiðsluþjóðfélag er að
breytast í þjónustuþjóðfélag. Kannski erum
við að verða fjármálaþjóð?“ spyrja samtökin.
ahagslífið
mögnun sína. Óli Kristján Ármannsson
ð tryggja geiranum sem vænlegast
S A M A N B U R Ð U R Á
A R Ð S E M I E I G I N F J Á R *
Íslensku bankarnir 39,4%
Danske Bank 17,5%
Nordea 22,9%
DnBNOR 19,5%
Deutsche Bank 22,2%
Royal Bank of Scotland 19,0%
Citigroup 18,8%
* Meðalarðsemi eigin fjár stóru íslensku
viðskiptabankanna, Kaupþings, Glitnis og
Landsbankans, árið 2006 borin saman við
nokkra stóra erlenda banka.
Heimild: Samtök fjármálafyrirtækja
9MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007
Ú T T E K T
Úttekt Seðlabanka Íslands á fjármálastöðug-
leika er meðal þeirra bestu sinnar tegundar í
heiminum og öðrum bönkum til eftirbreytni, að
mati Alex Bowen, ráðgjafa á greiningardeild
peningasviðs Englandsbanka. Hann er einn af
frumkvöðlum við gerð skýrslna um fjármála-
stöðugleika, en hann er fyrrverandi yfirmað-
ur fjármálastöðugleikadeildar Englandsbanka.
Seðlabanki Íslands fól honum að gera álitsgerð
um vinnu bankans og birti í ritinu.
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Seðlabankans, vék nokkrum orðum
að aðkomu Bowens á kynningu bankans á
skýrslunni um miðja síðustu viku. Bowen fór
yfir skýrslu bankans frá því í fyrra og gaf álit
sitt og ráðleggingar um hluti sem betur mættu
fara og segir Tryggvi að hægt hafi verið að
taka tillit til þeirra að hluta við gerð nýjustu
skýrslu bankans um fjármálastöðugleika.
„Alex Bowen telur að fjármálastöðugleika-
skýrsla Seðlabanka Íslands sé meðal þeirra
bestu. Það eru 50 seðlabankar sem birta svona
úttektir. Miðað við hversu þróuð skýrslan er
getur Seðlabanki Íslands lagt þó nokkuð af
mörkum til að bæta bestu framkvæmd alþjóð-
lega,“ hefur Tryggvi eftir Bowen.
Með bestu skýrslum
sinnar tegundar
T Ö L U R U M F J Á R M Á L A S T A R F S E M I H É R Á L A N D I
Framlag til hagvaxtar árin 2001 til 2005 Álagning tekjuskatts lögaðila 2005 Skipting útlána bankanna 2006
34,5%
65,4%
15
milljarðar
20
milljarðar
23%
77%
Fjármálastarfsemi Öll önnur starfsemi
Heimild: Samtök fjármálafyrirtækja.
Fjármálafyrirtæki Aðrar atvinnugreinar
Heimild: Hagfræðisetur HÍ
Lán í íslenskum krónum Lán í erlendri mynt