Fréttablaðið - 02.05.2007, Qupperneq 26
MARKAÐURINN
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Á vefnum verður til yfir ein
milljón nýrra tækifæra í hverj-
um mánuði, með hverjum nýjum
netnotanda. En á móti koma yfir
þrjár milljónir nýrra vefsvæða á
sama tíma. Í heildina berjast nú
um 120 milljónir vefsvæða um
athygli 1,1 milljarðs netnotenda.
Veraldarvefurinn er því frum-
skógur, sem erfitt er að rata um
án nauðsynlegra vegvísa.
MIKILVÆGI VEFLEITARVÉLA
Á hverjum tíma eru tugmilljón-
ir netnotenda að vafra um netið
í leit að upplýsingum. Þeir eru
markhópur fyrirtækja, félaga-
samtaka og einstaklinga, sem
vilja bjóða þeim í heimsókn á
sínar síður. En hvernig má koma
heimboðinu til skila?
Langflestir þeirra, sem flakka
um veraldarvefinn, eru í leit að
upplýsingum og finna þær jafnan
með aðstoð leitarvéla. Samkvæmt
nýlegri könnun fékk vinsælasta
leitarvélin, Google, tæplega 3,9
milljarða leitarspurninga í jan-
úar 2007, eða 40,6 prósent fleiri
en ári áður. Aðrar helstu leitar-
vélarnar sýndu einnig aukningu.
Leitarvélar eru því orðnar grund-
völlur netnotkunar víða um heim.
Þannig leita netnotendur upplýs-
inga um áhugamál sín, vörur og
þjónustu, og margt fleira.
Þetta á ekki síður við hér á Ís-
landi. Talið er, að allt að 258.000
Íslendingar noti veraldarvefinn,
eða 86,8 prósent landsmanna, og
er hlutfallsleg netnotkun hér með
því mesta sem gerist. Jafnframt
er ljóst, að Íslendingar notast
afar mikið við vefleitarvélar og
hefur nýyrðið að „googla“ skotið
rótum í okkar ástkæra, ylhýra
tungumáli, en það merkir í raun
að leita aðstoðar leitavéla.
LEITARVÉLASKRÁNING
Vefnotendur vita, að þegar
vefleitarvélar eru mataðar á
spurningu eða leitarorði, svara
þær jafnan með fjölmörgum
niðurstöðusíðum. Þær geta jafn-
vel numið hundruðum, þegar um
er að ræða algengar spurningar.
En hvernig geta umsjónarmenn
vefsíðna búið svo um hnútana,
að síður þeirra finnist ofarlega á
niðurstöðulistanum?
Fyrsta skrefið er að skrá vefsíð-
ur skipulega og af fagmennsku í
helstu leitarvélar. En það er aðeins
fyrsta skrefið. Til að ná árangri
þarf að ganga lengra. Fjölmarg-
ar rannsóknir hafa sýnt að meiri
hluti þeirra, sem spyrja vefleitar-
vélar, athuga aðeins fyrstu niður-
stöðusíðuna. Aðeins einn af hverj-
um fjórum opnar þá þriðju. Gald-
urinn felst því í, að lyfta ákveðinni
vefsíðu eins ofarlega og kostur er,
svo markhópur hennar finni hana
bæði fljótt og auðveldlega.
Margir umsjónarmenn vefsíðna
vita lítið um hvernig leitarvélar
virka í raun. Af þeim sökum getur
þeim reynst erfitt að markaðs-
setja vörur sínar eða koma upp-
lýsingum sínum á framfæri með
þeim hætti, sem getið er um hér
að ofan. Mikið er í húfi, því verald-
arvefurinn hefur á síðustu árum
orðið sífellt öflugra markaðstæki
og mun vísast vaxa enn á næstu
árum. Vegna þessa þarf að vanda
vel til leitarvélaskráningar, sem
getur veitt ríkulegan ávöxt, sé
vandað vel til verka þegar í upp-
hafi. Má þar nefna eftirfarandi
atriði:
• Aukinn sýnileika vefsíðu
• Betri kynningu á vörum og
þjónustu
• Birtingu vörumerkja og um-
boða
• Forskot á samkeppnisaðila
• Tengingu við markhópa
En þegar fullnægjandi leitar-
vélaskráning hefur átt sér stað
þarf að fylgja henni eftir, þar
sem fylgst er með hvaða árangri
skráningin hefur skilað og hvern-
ig mætti enn auka við sýnileika
síðunnar. Þar má beita ýmsum að-
ferðum, en reynslan hefur sýnt
að svokölluð leitarvélabestun er
einna árangursríkust.
LEITARVÉLABESTUN
Til að fá leitarvélar til að hlaða
undir ákveðna vefsíðu þarf að vita
hvernig þær starfa. Vinnsla helstu
leitarvéla er með þeim hætti, að
þær vafra um vefinn og safna
þaðan upplýsingum til að skrásetja
í gagnagrunna með vísan í upp-
flettiorð. Niðurstöðunum er síðan
raðað eftir áætluðu mikilvægi, út
frá ákveðnum forsendum. Þannig
er ljóst, að árangursrík markaðs-
setning á vefnum felst í að fá leit-
arvélarnar til að raða ákveðinni
vefsíðu mjög ofarlega á fyrstu nið-
urstöðusíðuna. Slík aðgerð er köll-
uð leitarvélabestun (Search Eng-
ine Optimization – SEO).
Með leitarvélabestun er vef-
sýnileiki hámarkaður með réttu
samspili lykilorða og texta. Lykil-
orðin eru markaðssett í leitarvél-
ar og samræmdar textanum, svo
mikilvægi þeirra aukist. Helsta
markmið þessa er að ná til ákveð-
ins markhóps, en ekki endilega að
auka heimsóknir á vefsíðuna, þó
það eitt og sér teljist vissulega já-
kvætt. Mikilvægt er, að velja réttu
lykilorðin til að draga inn á vefsíð-
una mögulega viðskiptavini, sem
eru í raun að leita að þeirri þjón-
ustu, sem þar er í boði.
Undirstaða öflugrar leitarvéla-
bestunar er, að standa í upphafi
rétt að skráningu vefsíðunnar og
fylgja henni eftir með regluleg-
um uppfærslum. Stærstu leitar-
vélarnar breyta af og til leitar-
reglum sínum og því skiptir veru-
legu máli, að fyrirtæki láti eigin
sérfræðinga fylgist vel með fram-
vindu mála, eða leiti aðstoðar int-
ernetráðgjafa til að gera það fyrir
sig.
(Heimildir: www.verisign.com/
press_releases/pr/page_040772.
html, www.internetworldstats.com
og www.verisign.com/press_releas-
es/pr/page_040772.html, www.niel-
sen-netratings.com/pr/pr_070228.
pdf, www.internetworldstats.com.)
Markaðssetning á veraldarvefnum
Davíð
Klemenzson,
internetráðgjafi
hjá Econ ehf.
O R Ð Í B E L G
Nokkur tímamót urðu hjá Glitni banka í byrjun vikunnar. Breyting-
arnar koma í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans í byrjun apríl
þegar Karl Wernersson og Einar Sveinsson seldu í bankanum hluta-
bréf fyrir rúma 70 milljarða til Baugs og viðskiptafélaga. Ný stjórn
var kjörin á hluthafafundi og strax eftir fundinn var tilkynnt að
Bjarni Ármannsson, forstjóri bankans, hefði kosið að láta af störfum.
Tilkynnt var um eftirmann Bjarna, ungan og efnilegan bankamann að
nafni Lárus Welding sem starfað hefur fyrir Landsbankann í Lundún-
um og leitt uppbyggingu þar.
Ekki er laust við að læðist að manni sá grunur að breytingarnar hjá
Glitni séu til þess fallnar að færa óvildarmönnum íslensku bankanna
nokkur vopn í hendur. Mikið púður var lagt í að bæta ímynd íslenskra
fjármálafyrirtækja síðasta vor og sumar og leiðrétta ýmsar rang-
færslur erlendra greiningarfyrirtækja og fjölmiðla. Þar fór Bjarni Ár-
mannsson fremstur í flokki. Eins getur umrót í eignarhaldi eins banka
haft áhrif á hag þeirra allra fari af stað
á ný umræða um að íslensk fjármálafyr-
irtæki séu ef til vill ekki traustsins verð.
Breytingar og óvissa sem fylgdi breyttu
eignarhaldi Glitnis í síðasta mánuði eru
þannig að öllum líkindum þeir þættir sem
stærstan þátt eiga í að skuldatryggingar-
álag (CDS) á skuldabréfaútgáfu bank-
ans hefur hækkað. Hærra skuldatrygg-
ingarálag þýðir að dýrara er fyrir bank-
ann að fjármagna sig. Álagið var lengi
vel minnst á bréf Glitnis en er nú minna
á bréf Landsbankans.
Skuldatryggingarálag á bréf bank-
anna hefur hins vegar farið lækkandi
og endurspeglast í því sigur í umræð-
unni um bága stöðu íslensks hagkerf-
is og áhrif þess á hag bankanna. Þá er
ástæðulaust að gefa sér að umskiptin hjá Glitni kalli endilega á nei-
kvæð viðbrögð. Bæði er það að öflugur maður kemur í manns stað og
eins að Bjarni Ármannsson fer ekki frá bankanum í neinu fússi. Sjálf-
ur segir hann að breyttu eignarhaldi fylgi ákveðin tímamót og sjálf-
ur hafi hann notað tækifærið til að endurmeta stöðu sína og framtíð-
aráætlanir. Saga hans í bankanum spannar tíu ár. Hann hóf störf sem
forstjóri FBA árið 1997 og varð forstjóri Íslandsbanka við samein-
ingu bankanna árið 2000.
Næstu vikur og jafnvel mánuði segist Bjarni munu starfa við
hlið nýs forstjóra og vinna að því að forstjóraskiptin gangi snurðu-
laust fyrir sig. Hluti af því ferli segir Bjarni vera fundahöld með
greiningar- og matsfyrirtækjum þar sem farið verði yfir og skýrðar
breytingarnar hjá bankanum. Þá hjálpar líka til það aðhald sem felst í
regluverki og eftirliti með fjármálamarkaði hér. Ákvörðun Fjármála-
eftirlitsins varðandi myndun virks eignarhluta í bankanum, þótt hún
virðist í fyrstu andsnúin stærstu eigendum, styður langtímahagsmuni
bankans. Mjög mikilvægt er enda að ekki falli skuggi á trúverðugleika
innlends fjármálaeftirlits og langtímahagsmunir eigenda bankans
ekki síst í því fólgnir að Fjármálaeftirlitið haldi uppi ákveðnum aga.
Miklu skiptir að vel takist til við stórfelldar breytingar á jafnvið-
kvæmum markaði og fjármálamarkaðurinn er. Eins og á málum er
haldið virðist sem hægt ætti að vera að leiða þessar breytingar far-
sællega til lykta.
Gæta þarf þess að forstjóraskipti hjá Glitni færi ekki
óvildarmönnum íslensku bankanna vopn í hendur.
Ekki má rýra traust sem
byggt hefur verið upp
Óli Kristján Ármannsson
Næstu vikur og
jafnvel mánuði
segist Bjarni
munu starfa
við hlið nýs
forstjóra og
vinna að því að
forstjóraskiptin
gangi snurðu-
laust fyrir sig.
Hörð barátta á netinu
Fortune | Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir
hafa rekið upp stór
augu þegar netfyrir-
tækið Yahoo keypti 80
prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right
Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og
markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 millj-
ónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða ís-
lenskra króna. Þetta þýðir ennfremur að markaðs-
verðmæti fyrirtækisins hefur margfaldast á fáum
mánuðum og hleypur nú á tugum milljarða króna.
Bandaríska viðskiptatímaritið Fortunes segir verð-
miða sem þennan vissulega út í bláinn en bætir því
við að þetta virðist vera stefnan sem netrisarnir
séu að taka vestanhafs; þeir greiði hvaða verð sem
er til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilinn nái
forskoti á netmarkaðnum. Í tilfelli Yahoo er sam-
keppnisaðilinn netfyrirtækið Google, sem á dögun-
um velti gosdrykkjarisanum Coca Cola úr toppsæt-
inu sem verðmætasta fyrirtæki í heimi.
Hlutabréfin að klárast
Economist | Þeir sem hug hafa á því að fjárfesta
í hlutabréfum í
Bandaríkjunum
verða að gera það
eins fljótt og auðið
er, annars eiga þeir á hættu að engin bréf verði
eftir á hlutabréfamarkaðnum. Þetta er ekki vegna
mikils áhuga annarra fjárfesta vestanhafs heldur
vegna viðamikilla kaupa fyrirtækja á eigin bréf-
um. Breska vikuritið Economist greinir frá því
í nýjasta tölublaði sínu að uppkaup fyrirtækja á
eigin bréfum nemi að meðaltali sex prósentum
á ársgrundvelli og hafi aldrei verið meiri. Þessi
miklu uppkaup eru gerð í skjóli methagnaðar
fyrirtækjanna. Afleiðingarnar eru hins vegar þær
að grynnkar á sjóðum félaganna. Helstu hluta-
bréfavísitölur vestanhafs hafa ekki farið varhluta
af þessum uppkaupum fyrirtækjanna því nokkrar
þeirra, ekki síst Dow Jones, hafa slegið hvert
metið á fætur öðru.