Fréttablaðið - 02.05.2007, Page 28
MARKAÐURINN 2. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Landsbankinn mun í fyrstu kynna einka-
bankaþjónustu þar sem bankinn ávaxtar
eignir viðskiptavina, meðal annars með að-
gangi að verðbréfamörkuðum á Íslandi og
þrettán öðrum Evrópumörkuðum.
Fyrir rekur bankinn skrifstofu í Halifax
á austurströnd Kanada sem annast fyrir-
tækjaráðgjöf og hefur milligöngu um lán-
veitingar til fyrirtækja. „Við höfum lengi
verið á leið hingað,“ segir Björgólfur. „Í
þessari stækkun á Landsbankanum höfum
við alltaf horft til vesturs. Við erum þegar
með skrifstofu í New York en hér ætlum
við að byggja okkur upp til áframhaldandi
framrásar vestanhafs.“
Björgólfur segir Landsbankann kjósa að
hasla sér völl í Kanada frekar en í Banda-
ríkjunum því viðskiptaumhverfið í Kanada
sé þjálla og persónulegra en það bandaríska
og henti Landsbankanum betur. „Reglu-
verkið er mun stífara í Bandaríkjunum og
ómannlegra. Við finnum það á því hvern-
ig okkur er tekið og okkar mál meðhöndl-
uð. Kanada er hins vegar í mikilli sókn og
í efnahagslegu tilliti gengur óskaplega vel
hér. Hér er mikið af litlum og meðalstórum
fyrirtækjum, sem er einmitt sá markaður
sem við viljum helst sinna.“
Til eru stærri borgir í Kanada en Winni-
peg, sem telur rösklega 630 þúsund íbúa,
og víða er efnahagslegur uppgangur meiri,
til dæmis í Calgary þar sem ástandið er
ekki ósvipað og á Íslandi. Spurður hvers
vegna bankinn hafi kosið að koma sér fyrir
í Winnipeg segir Björgólfur að hún sé mikil-
vægari borg en margir haldi. „Ég held að
margir heima hafi ekki rétta hugmynd um
Winnipeg og tengi hana fyrst og fremst við
Vestur-Íslendinga og þjóðrækni. Hið rétta
er að hún er borg mikilla athafna; hér er
fjölbreytt atvinnu- og fjármálalíf og hún er
af stærð sem hentar okkur vel.“
Hin sögulegu tengsl milli Íslands og
Winnipeg spilla ekki fyrir, um áttatíu þús-
und manns í borginni og nágrenni hennar
eru af íslensku bergi brotnir. „Það er ótrú-
legt net af fólki af íslenskum ættum í
stjórnunarstöðum og viðskiptum hér sem
hafa tekið okkur afskaplega vel og jafn-
vel hvatt okkur til að koma. Þessir aðilar
hafa fylgst betur með íslensku efnahags-
lífi en við gerum okkur grein fyrir og við
njótum mikils velvilja, upplýsts velvilja.
Þær spurningar sem við fáum sýna að
menn hafa unnið heimavinnuna sína vel.“
Hann bætir við að tengsl Íslendinga við
Vestur-Íslendinga hafi ávallt verið góð en
efnahagslegar ástæður komið í veg fyrir
að þau hafi blómstrað. „En ég geri mér
vonir um að með opnun skrifstofunnar auk-
ist viðskipti og þar með eflist jafnframt lif-
andi mennta- og menningartengsl.“
Þá segir Björgólfur Kanadamenn al-
mennt vera opnari fyrir nýjum möguleik-
um og treysta mönnum betur en almennt
gerist. „Móttökurnar hér hafa verið ólíkt
betri en til dæmis í Danmörku og Nor-
egi. Kanadamenn hugsa og framkvæma
eins og við Íslendingar; þeir eru opnir og
heiðarlegir, sem skiptir öllu máli. Þetta er
öðruvísi en á stærri mörkuðum þar sem
er meiri hraði. Hvarvetna er okkur tekið
á jafningjagrundvelli.“ Hann segir líkindi
milli þjóðanna og báðar hafi þær verið
í skugga sér voldugri nágranna. „Maður
heyrir það í samtölum við heimamenn;
þegar við tölum um Evrópu segja þeir að
þannig upplifi þeir Bandaríkin.“
Björgólfur segir að næstu skref vestan-
hafs séu að kortleggja markaðinn, en að-
alatriðið sé að fara sér ekki óðslega. „Við
vitum hvert við erum að fara en förum ró-
lega yfir. Við erum að hugsa um marga
staði í augnablikinu og ég held að vöxtur
bankans verði töluverður. Við ætlum okkur
góða hluti í Kanada.“
Ætlum okkur góða hluti í Kanada
Landsbankinn opnaði fyrir helgi viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Stefnt er að stofnun úti-
bús í borginni innan skamms. Bergsteinn Sigurðsson hitti Björgólf Guðmundsson að máli í Winnipeg.
*Nafnávöxtun í ISK, EUR, USD og GBP á ársgrundvelli fyrir tímabili› 30/03/07 - 30/04/07.
Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i.
Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting
en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta
m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu
e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum Kaupflings e›a á www.kaupthing.is.
P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ I R
Ávaxta›u betur
- í fleirri mynt sem flér hentar
4,8%*
ávöxtun í evrum
6,0%*
ávöxtun í dollurum
15,5%*
ávöxtun í krónum
5,7%*
ávöxtun í pundum
Kynntu flér kosti Peningamarka›ssjó›a
Kaupflings í ISK, EUR, USD og GBP.
Sérfræ›ia›sto›
vi› fjárfestinga
r
hringdu í síma
444 7000
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
R
A
PI
P
•
AÍ
S
•
70
72
9
í Rússlandi
Viðskiptatækifæri
Sendiráðið í Moskvu ásamt viðskiptaþjónustu Utanríkisráðuneytisins
og Útflutningsráði halda fund um möguleg viðskipti og viðskiptatækifæri í Rússlandi.
Dagskrá:
Opnunarávarp: Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins
Ávarp: HE. Mr. Victor I. Tatarintsev, sendiherra
13.30-15.00 The Economy and Business in Russia
Legal aspects of the business environment in Russia
Sven Lexner, Partner with Mannheimer Swartling
Russia and the WTO: What's in it for the Russians
and the WTO members
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra
Banking & finance: Portfolio investments in Russia,
securities market opportunities
Svetlana Borodina, Head of Financial and Trade
Communications, TNK-BP
15.00-15.15 Kaffihlé
15.15-17.00 Individual Sectors of the Economy
Fishing and fish processing industry in Russia
Yury Korolev, Trade Representative of the Icelandic Embassy
in Moscow
Utilization of Geothermal Energy: Russian perspectives
Grigory Tomarov, General Director of Geothermal Engineering
Company JSC
Pharmaceuticals in Russia
Jónas Tryggvason, Executive Vice President of the Actavis Group
Tourism in Russia
Virve Obolgogiani, Director Mimino Ltd., Finland
Fundarstjóri: Berglind Ásgeirsdóttir, sviðsstjóri viðskiptasviðs
utanríkisráðuneytisins.
Þátttökugjald er 3.500 kr. Vinsamlega tilkynnið þátttöku
til Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða með tölvupósti
á utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar veita Berglind Sigmarsdóttir hjá
viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, berglind@mfa.is
og Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, inga@icetrade.is.
Miðvikudaginn 9. maí 2007
Radisson SAS Hótel Sögu kl.13.30-17.00