Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 10
ÍS LE N SK A SI A .IS / LB I 3 74 25 0 5/ 07 Skráning á landsbanki.is Skráning á fjármálakvöld fer fram á landsbanki.is Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Verið innilega velkomin. Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Fræðslukvöld fyrir almenning Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld”, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um helstu þætti sem lúta að skattamálum, fjármálum heimilisins, fjárfestingum, ávöxtun eigna og lífeyrissparnaði. Fjármálafræðslan er öllum opin og án endurgjalds. Í kvöld, Fjarðargötu: Farið verður yfir fjárfestingarkosti sem í boði eru, til dæmis skráð hlutafélög í kauphöll og verðbréfasjóði. Einnig verða gefin hagnýt ráð um uppbyggingu eignasafna. Jafnframt verður greint frá því hvar hægt er að nálgast upplýsingar um fjármálamarkaðinn og hvernig þær eru nýttar. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja nýta tækifæri á fjármálamarkaði til að ávaxta eignir sínar. Námskeiðin hefjast kl. 20:00 á eftirfarandi stöðum: 3. maí Fjarðargata, Hafnarfirði Fjárfestingar og ávöxtun eigna 24. maí Akureyri Fjármál heimilisins 24. maí Árbæjarútibú Lífeyrismálin mín 31. maí Egilsstaðir Fjármál heimilisins Í kvöld ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur úrskurðað að sveitar- félögum sé heimilt að greiða meira með leikskólum sem sveitarfélög- in reka sjálf heldur en einkarekn- um leikskólum. Samtök einkarekinna leikskóla í Noregi lögðu nýverið fram kæru til ESA þar sem gerð var athuga- semd við mismunun á framlagi sveitarfélaga til eigin leikskóla annars vegar og einkarekinna leikskóla hins vegar. ESA komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélögum væri heimilt að verja meira fé til reksturs sinna leikskóla en reksturs einkarek- inna skóla. Í kjölfarið hafa Samtök einkarekinna leikskóla í Noregi ákveðið að vísa málinu áfram til EFTA dómstólsins. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs Reykja- víkurborgar, á ekki von á að stefna borgaryfirvalda hvað varðar einkarekna leikskóla breytist í kjölfar úrskurðar ESA. „Ég hef ekki kynnt mér þennan úrskurð ESA en leikskólaráð er nýbúið að samþykkja breytingar á greiðslum til einkarekinna leik- skóla. Þær breytingar gengu í gegn um áramót og nú fá allir einkareknir leikskólar í Reykja- vík greiðslur sem nema meðaltals- kostnaði á okkar leikskólum og eiga því að sitja við sama borð og leikskólar sveitarfélagsins,“ segir Ragnhildur. Vilja ódýrari einkaleikskóla Forsvarsmenn Nóa-Síríusar biðjast afsökunar á vörukynningu á Tópas í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí. Þar gekk hópur ungmenna með Tópasauglýsingar á mótmælaspjöldum með göngunni og hrópaði slagorð, í óþökk margra sem í göngunni voru. Í yfirlýsingu, sem Gunnar Sigur- geirsson markaðsstjóri skrifar undir, segir að fyrirtækinu sé nú ljóst að það sem átti að vera vörukynning á léttum nótum virðist hafa farið úr böndunum og greinilega sært einhverja. Aldrei hafi staðið til að valda fólki sárindum og eru allir hlutaðeigandi beðnir afsökunar. Afsaka Tópas- auglýsinguna Vinna Impregilo við aðgöng Kárahnjúkavirkjunar er um þremur mánuðum á eftir upp- haflegri áætlun. Vegna þessa er óvenju mikið af mannskap og tækjum í göngunum, sem er einn af þeim þáttum sem eykur mengun í göngunum. Þetta segir Ómar R. Valdimars- son, talsmaður Impregilo. Miðað við hvernig gengið hefur gera nýj- ustu áætlanir Impregilo ráð fyrir því að göngin verði tilbúin í júlí. Nú er unnið hörðum höndum að því að húða göngin með steypu til að tryggja að engin fyrirstaða sé í göngunum þegar vatni verður hleypt á þau. Undir kvöld í gær var mengun í aðgöngunum alls staðar undir við- miðunarmörkum að sögn Ómars, en í fyrradag þurfti Impregilo að færa mannskap í göngunum milli staða þar sem mengun í ákveðnum hluta ganganna fór yfir viðmiðun- armörk. Ómar segir að það að ekki hafi verið hægt að vinna í hluta gang- anna undanfarna daga hafi engin áhrif haft á framgang verksins. „Mennirnir sem voru að vinna á þeim svæðum þar sem mengunin var yfir mörkum voru einfaldlega færðir í önnur verk. Það voru sjö menn fyrst og síðan tólf. Þetta hefur óveruleg eða í raun engin áhrif.“ Mun fleiri starfsmenn vinna í göngunum í dag en ráð var fyrir gert upphaflega. „Það er verið að reyna að flýta verkinu eins og kostur er, án þess þó að það bitni á örygginu,“ segir Ómar. Mengun hefur óveruleg áhrif Mengun var undir viðmiðunarmörkum alls staðar í aðgöngum Kárahnjúkavirkjunar í gær. Óvenju mik- ið er af starfsmönnum og tækjum í göngunum þar sem verkið er um þremur mánuðum á eftir áætlun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.