Fréttablaðið - 03.05.2007, Page 20

Fréttablaðið - 03.05.2007, Page 20
fréttir og fróðleikur – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006 Barátta fyrir réttlátara þjóðfélagi Landgræðsla með skógrækt Framboðslistar flokkanna fyrir kosningarnar 12. maí hafa verið samþykktir og kynntir. Listarnir eru sam- tals 36, á hverjum eru 18 til 24 – alls 756 manns. Heldur fleiri karlar en konur eru á listunum, 397 á móti 359. Sex flokkar bjóða fram í öllum kjördæmunum sex: Framsóknar- flokkur, Frjálslyndi flokkurinn, Íslandshreyfingin, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri hreyfingin - grænt framboð. Fjöldi fólks á hverjum lista fer eftir fjölda þingmanna í kjör- dæminu. Skal frambjóðendafjöld- inn vera tvöföld þingmannatalan. Er það gert ef svo færi að sami flokkurinn fengi alla þingmenn kjördæmisins. Fleiri karlar en konur eru á list- unum, 397 en 359 konur. Heldur hefur dregið saman með kynjun- um frá kosningunum 2003 þegar 447 karlmenn voru í framboði en 329 kvenmenn. Þá voru framboðslistar einum fleiri. Mestur munur er á kynja- fjölda á listum Frjálslyndra í Norðausturkjördæmi og í Suður- kjördæmi. Í Norðaustur eru fimmtán karlar og fimm konur og í Suður eru sautján karlar og sjö konur. Karlar eru oddvitar 24 lista en konur eru í efsta sæti á tólf listum. Hartnær 50 þingmenn eiga, það sem kalla má, raunhæfa mögu- leika á að ná endurkjöri. Þó er úti- lokað að öllum takist það. Mun fleiri þingmenn eru á listum, í heiðurssætum eða þar nærri og fylla flokk fyrrverandi þing- manna eftir kosningarnar. Fólk á framboðslistum tilheyr- ir ólíkum starfsstéttum og ber margvíslega titla. Bændur, verk- fræðingar, forstjórar, deildar- stjórar, læknar, bakarar, rafvirkj- ar, þroskaþjálfar, verkamenn og skipstjórar eru á listum sem og lögreglumenn, eldri borgarar, leiðsögumenn, forstöðumenn, húsmæður, flugstjórar og bif- reiðastjórar. Skólafólk, bæði nemendur og kennarar, eru áberandi á listum allra flokka í öllum kjördæmum. Yfir 70 manns sem koma að skóla- starfi með einum eða öðrum hætti eru á listum; kennarar, leikskóla- kennarar, skólastjórar, námsráð- gjafar, lektorar, prófessorar og skólaliðar. Ögn færri nemar eru á listum en þeir eru ýmist í háskóla- námi, flugnámi, doktorsnámi eða bara námi. Sumir bera öðruvísi titla en aðrir, til dæmis er Guðmundur Theódórsson, heldri borgari, á lista Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi. Bjarni Pálsson uppfinningamaður er á lista Íslandshreyfingarinnar í Suður- kjördæmi, Guðrún Jónsdóttir líf- eyrislaunakona er á lista VG í Suðurkjördæmi, Matti Ósvald Stefánsson, heildrænn heilsu- fræðingur, er á lista Íslandshreyf- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Guðmundur Ragnar Guð- mundsson, tölvunarfræðingur og frumkvöðull, er á lista Íslands- hreyfingarinnar í Reykjavík suður. 756 á listum vegna kosninganna Dágóður hópur fólks, sem er þekkt af einhverju allt öðru en afskiptum af pólitík, er á listum flokkanna. Fer mest fyrir lista- og íþróttamönnum en einnig er þar fólk sem hefur getið sér orðs á öðrum sviðum þjóðfé- lagsins. Meðal íþróttamanna eru Sunna Gestsdóttir, Silja Úlfars- dóttir og Heimir Örn Árnason. Úr hópi tónlistarmanna eru Valgeir Guðjónsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Jóhann Helgason og Ragnheiður Gröndal og meðal annarra þjóðþekktra má nefna Lýð Árnason lækni, Hannes Örn Blandon prófast og Helga Hallvarðsson skipherra. Frægir í framboði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.