Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 30
Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur
Fortíð og framtíð hreindýra á Íslandi
Íslensku
hreindýrin
–veiðistjórnun
Fundur um nýtingu íslenska hreindýrastofnsins fimmtudaginn 3. maí á Grand Hótel kl. 20:00
www.skotvis.is
Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs UST
Stjórnun hreindýraveiða
Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra
Ávarp
Vinsældir hreindýraveiða hafa aukist ár frá ári, skiptar skoðanir eru um stjórnun veiðanna og
ýmislegt annað er þeim við kemur. Af því tilefni efnir Skotveiðifélag Íslands
til fundar um íslensku hreindýrin fimmtudaginn 3. maí kl. 20.
Fundurinn er öllum opinn og fundarstjóri verður Rúnar Backmann.
Landssamtök um skynsamlega skotveiði
h
Vegna þeirra gífurlegu eignatilfærslna sem
orðið hafa undir ráðstjórn
D og B listans hér á landi
undanfarið rifja ég upp
ævagamla sögu af gæsinni
og gulleggjunum sem er að finna í
Dæmisögum Esóps:
Maður nokkur átti gæs, sem
verpti einu gulleggi á dag. En hann
var ekki ánægður með það. Honum
fannst það ganga allt of seint. Til
þess að auðgast fyrr, tók hann það
ráð að drepa gæsina og rista hana
á kviðinn. En þar greip hann í tómt.
Gæsin var eins og hver önnur gæs.
Mikið vill alltaf meira,
missir að síðustu allt.
Í skólalok gangast nemendur undir
próf. Í lok kjörtímabils gangast
þingmenn einnig undir próf – eins
konar frammistöðumat. Kjósenda
er að nota það tækifæri og meta
vandlega hvernig þeir hafa staðið
sig, hverjir eru „á vetur setjandi”
og hverjir ekki. Nú ríður á að vera
gagnrýnin en réttlát, sýna enga
miskunn, hampa kjarnafólki og því
sem það hefur vel gert en losa sig
við hryggleysingja og hismi.
Mín skoðun er að vart megi á
milli sjá hvor flokkur núverandi
ríkisstjórnar Framsóknar-íhalds
og Sjálfstæðis-íhalds hefur reynst
verri öllum þorra almennings í
landinu. Þeim efnuðu hafa þeir
hampað en níðst á peningasnauð-
um, fótfúnum og þeim sem hafa
orðið undir í lífsbaráttunni. Allt er
þeirra æði fallvalt eins og dæmi-
sagan sýnir.
Á undanförnum árum hefur
græðgin verið æst markvisst upp
í fólki með aukinni skuldasöfnun,
skrumi og viðeigandi kaupæði. Lít-
ilmagninn hefur á sama tíma dreg-
ist aftur úr og gleymst. Áð-
urnefndir ríkisstjórnar-
flokkar hafa gleymt hinu
gullna boðorði um náunga-
kærleikann og hvað jöfn-
uður merkir. Í Samfylkingu
undir forystu Ingibjargar
Sólrúnar er jöfnuður aðal-
markmið. Sólrún hét því að
berjast með kjafti og klóm
fyrir velferðarmálum fengi hún
umboð í vor. Hún og hennar stuðn-
ingsfólk talar ekki tungum tveim í
jafnaðar- og velferðarmálum. Þar
er talað um jöfnuð og jafnrétti í
reynd. Þetta eru stór orð og því er
nú reynt að rugga báti Samfylk-
ingarinnar og Ingibjargar Sólrún-
ar, í þeirri von að það verði henni að
falli. Undirliggjandi er hræðsla við
að þessi sterka kona og hennar fólk
muni í reynd snúa óheillaþróuninni
við, ríkisstjórninni og plotti hennar
gegn þjóðinni verði fleygt út í hafs-
auga – lítilmagninn fái loks áheyrn.
Í litlum eineltisþjóðfélögum,
eins og okkar virðist vera um þess-
ar mundir, er stöðug uppnefning og
stagl um að viðkomandi sé fýld eða
reið og því ekta „lúser“ ótrúlega
beitt, niðrandi og niðurdrepandi
vopn. Ef „lúser“ eða „tapari“ er
notað um slíka hörkupólitíkusa og
femínista eins og hana Ingibjörgu
Sólrúnu, er það hreint öfugmæli
og vindhögg sem fólk sér vonandi
í gegnum. Efinn nægir hins vegar
oft til að grafa undan tiltrú fólks.
Einelti af hvaða toga sem er hefur
niðurrífandi áhrif og getur skemmt
fyrir framúrskarandi manneskj-
um. Vonandi sér fólk litlu sálirn-
ar á bak við róginn og hefur hann
að engu. Ég hvet fólk til að kjósa
hana Ingibjörgu Sólrúnu og Sam-
fylkinguna, það er lag nú í vor að
færa til betri vegar á ýmsum svið-
um það sem ríkisstjórnin hefur úr
lagi fært. Með baráttukveðjum.
Höfundur er fyrrverandi borgar-
fulltrúi.
Lítilmagninn fái áheyrn
Íaðdraganda þessara kosninga hef ég fylgst sérstaklega með mál-
flutningi frambjóðenda Samfylk-
ingarinnar um menntamál. Sjálf-
ur hef ég fengið fjölmörg tækifæri
til að ræða menntamál við Sam-
fylkingarfólk á framboðsfundum,
en einnig hef ég lesið skrif þeirra
í blöðum og á netmiðlum.
Framlag frambjóðenda Sam-
fylkingarinnar í þeirri umræðu
hefur ekki verið uppbyggilegt.
Því miður virðist markmið þeirra
sem skrifa og tala af mestum móð
vera það að reyna að draga upp þá
mynd af menntakerfinu okkar að
þar sé allt í kalda koli og að mikið
ófremdarástand ríki í menntamál-
um. Fremstir í flokki þeirra sem
þannig tala eru Ágúst Ólafur Ág-
ústsson, varaformaður Samfylk-
ingarinnar, og Katrín Júlíusdóttir
alþingismaður, talsmenn Samfylk-
ingarinnar í menntamálum.
Þau Katrín og Ágúst Ólafur hafa
á síðustu dögum skrifað blaða-
greinar þar sem slegið er fram
fullyrðingum sem eiga að sanna að
ríkisstjórnin eigi skilda „fall-ein-
kunn í menntamálum“. Máli sínu til
stuðnings vitna þau bæði í OECD-
ritið Education at a Glance, en láta
hjá líða að tölurnar sem þau vitna
til séu gamlar eða frá árinu 2003.
Þær segja því enga sögu
um það sem gerst hefur á
kjörtímabilinu enda veit
Samfylkingin að aukið
hefur verið við framlög til
framhaldsskóla, háskóla
og rannsókna um sem
nemur á annan tug millj-
arða á ári frá þeim tíma.
Í ljósi þessa er full ástæða
til þess að gera alvarlegar
athugasemdir við talna-
meðferð Samfylkingarinnar og
túlkun á stöðu menntamála á Ís-
landi því hún stenst ekki skoðun.
Fyrsta fullyrðing Samfylking-
arinnar: Hlutfall Íslendinga á ald-
ursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið
framhaldsskólanámi er 68% en á
hinum Norðurlöndunum er þetta
hlutfall 86-96% samkvæmt nýj-
ustu skýrslu OECD um mennta-
mál. Meðaltalið í OECD ríkjum er
77% og í ESB ríkjum 78%. Ísland í
23. sæti af 30 OECD þjóðum og eru
því borgarar flestra iðnríkja heims
menntaðri en Íslendingar.
Önnur fullyrðing Samfylking-
arinnar: 40% þeirra sem eru á ís-
lenskum vinnumarkaði eru með
grunnskólapróf eða minna. Á
hinum Norðurlöndunum er þetta
hlutfall 12-19%.
Þetta er gífurlega villandi fram-
setning á staðreyndum. Í fyrri full-
yrðingunni er miðað við þá sem
luku framhaldsskólanámi á ára-
bilinu 1989-1999, en það segir litla
sögu um hvernig staðan
er í dag.
Staðreyndirnar eru
þessar: Um 97% þeirra
sem ljúka grunnskóla
hefja nám í framhalds-
skóla.
Brautskráningarhlut-
fallið úr framhaldsskóla
árið 2004 var 84% sam-
kvæmt tölum OECD.
Á sama ári var braut-
skráningarhlutfall á há-
skólastigi 50% en var
38,7% árið 2000. Þetta er hæsta
hlutfall innan OECD ríkja en með-
altal þeirra er 34,8%. Hvernig Sam-
fylkingin getur haldið því fram að í
ljósi þessara talna séu Íslendingar
eftirbátar annarra þjóða í mennta-
málum er mér hulin ráðgáta.
Þriðja fullyrðing Samfylking-
arinnar: Hlutfall Íslendinga á ald-
ursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið
háskólanámi er 31% en á hinum
Norðurlöndunum er þetta 35-42%.
Meðaltalið í OECD er 31%. Við
erum hér í 17. sæti af 30 þjóðum.
Þessi fullyrðing er sett fram líkt
og á Íslandi ríki ófremdarástand.
Rétt er að taka fram að tölurnar
miðast við þá sem lokið höfðu námi
árið 2004. Þá var fjöldinn að meðal-
tali sá sami og í OECD ríkjunum og
nokkru yfir meðaltali ESB-ríkjann-
na sem var 28%.
En hvað er það sem hefur gerst
á þessum árum? Íslendingar hafa
siglt fram úr Norðmönnum, Svíum
og Dönum þegar kemur að fjölda í
háskólanámi.
Í nýjasta hefti Norrænna hag-
talna kemur fram að árið 2000 hafi
10,5% Íslendinga á aldrinum 20-
40 ára stundað háskólanám. Árið
2004, einungis fjórum árum síðar,
var þetta hlutfall komið upp í 15%.
Háskólanemum hefur svo haldið
áfram að fjölga verulega á þeim
árum sem síðan eru liðin.
Af hverju fagnar Samfylking-
in ekki því að við séum að komast
í fyrsta sæti í stað þess að gefa í
skyn að við séum aftarlega á mer-
inni? Það er ekki uppbyggilegt að
gera lítið úr íslenska menntakerf-
inu með þessum hætti. Hvorki
fyrir menntakerfið, né fyrir Sam-
fylkinguna.
Fjórða fullyrðing Samfylkingar-
innar: Þegar kemur að opinberum
útgjöldum í háskólana er Ísland í
21. sæti af 30 þjóðum.
Þessi staðhæfing er óskiljan-
leg. Í tölum OECD fyrir árið 2003,
bls. 288, kemur fram að Íslending-
ar vörðu 1,4% af þjóðarframleiðslu
til háskólastigsins sem er bæði yfir
meðaltali OECD- og ESB-ríkjanna
og vermir Ísland tíunda sætið af
þeim 30 þjóðum sem eru mældar.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Á síðasta ári uppfærði og birti
Hagstofa Íslands tölur um útgjöld
hins opinbera til fræðslumála. Auk
þess að birta nýjar tölur fyrir árin
2004 og 2005 þá var í fyrsta skipti
stuðst við endurskoðaðan staðal
við flokkun útgjalda og áður birt-
ar tölur fyrir árin 1998 til 2003 eru
endurskoðaðar með hliðsjón af
honum. Þarna er því í fyrsta skipti
birtar tölur samkvæmt sama staðli
og önnur OECD-ríki hafa notað.
Þá kemur í ljóst að útgjöld til há-
skólamála á Íslandi voru 1,62% og
Ísland komið í fimmta sæti OECD-
ríkjanna. Árið 2005 er hlutfallið
1,59%.
Enn og aftur kýs Samfylking-
in að horfa fram hjá staðreyndum,
heldur á lofti gömlum og/eða vill-
andi tölum og lætur eins og eins sú
gífurlega sókn sem allir hafa orðið
vitni að á sviði háskólamála hafi
aldrei átt sér stað.
Það er dapurlegt að sjá hvernig
Samfylkingin reynir að gera lítið
úr þeim stórmerkilega árangri sem
hér hefur náðst í menntamálum á
síðustu árum með villandi talna-
brellum og hreinum rangfærsl-
um. Staðreyndirnar tala hins vegar
sínu máli. Þær segja okkur svart
á hvítu að við erum í fremstu röð
í menntamálum. Hér hefur orðið
bylting og hún blasir við öllum.
Það færi Samfylkingunni betur að
viðurkenna að svo sé, frekar en
að grípa til þeirra áróðursaðferða
sem hér hefur verið lýst. Þær eru
hvorki Samfylkingunni né mennta-
kerfinu til framdráttar.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík og formað-
ur menntamálanefndar Alþingis.
Við erum í fremstu röð í menntamálum
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is