Fréttablaðið - 03.05.2007, Side 50

Fréttablaðið - 03.05.2007, Side 50
Kl. 17.00 Inga Dóra Guðmundsdóttir opnar sýningu á vegum Art Iceland gall- erísins á Skólavörðustíg. Þetta er þriðja einkasýning Ingu og sam- anstendur hún af verkum úr serí- unum Charcoal Digital og Emp- athy in Sepia ásamt nýjum, áður óbirtum verkum. Sýningin stendur til 16. maí. María Huld Markan Sig- fúsdóttir og Páll Ragnar Pálsson hafa verið virk í tónlistarlífi hérlendis um árabil en nú fá hlustendur að kynnast verkum þeirra í nýju samhengi. Á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld verða flutt útskriftarverkefni þeirra frá tónsmíðadeild Listahá- skóla Íslands. María hefur starfað með kvart- ettinum amiinu og leikið með Sigur Rós en Páll Ragnar er vel kunnur af spilamennsku sinni með hljóm- sveitunum Maus og Fræ. Páll Ragnar semur verk fyrir flautu, klarínett, trompet, horn, túbu, píanó, selló og kontrabassa sem heitir því líflega nafni „Bleik- ur himinn, fjólublátt fjall, gyllt- ur sjór“. Hughrif verksins eru sótt beint í hans nánasta umhverfi en hann kveðst ekki vilja láta of mikið með innblásturinn til að lita ekki viðtökurnar. Hann frábiður sér einnig allan flokkadrátt og stimpl- un. „Ef það þarf endilega að troða manni ofan í einhver hólf vildi ég gjarnan vera í kassanum þar sem tónskáldin eru sem skrifa skemmti- lega tónlist,“ grínar hann. Hann viðurkennir síðar að bassaleikar- inn sinn hafi líkt sér við neo-im- pressjónista. Páll Ragnar hyggur á frekara tónsmíðanám í framtíðinni og ku vera kominn með annan fót- inn til Eistlands. María Huld rekur aðdraganda verks síns, „Þorra“, til veru sinnar á Bretlandi þar sem hún dvaldist í skiptinámi í tónsmíðum. „Ég var þar í janúar og þá var allt frekar grátt og þumbaralegt. Þegar mér gafst tækifæri til að semja verk fyrir kammerhóp sem kom til skól- ans langaði mig að gera verk sem myndi minna á ískalda birtu norð- ursins, þorrann hérna heima.“ Hún útskýrir að ísköld birta og ljúfsár melankólía gangi í gegnum verk- ið. Það er skrifað fyrir strengjaka- vartett, marimbu og sög en síðast- nefnda hljóðfærið er til að mynda notað til að undirstrika stálkaldan veturinn. Bæði segjast þau eiga sér ýmis draumaverkefni í tónsmíðunum sem gaman væri að fást við í fram- tíðinni. „Nú er meginmarkmið mitt bara að klára skólann og fara í smá sumarfrí,“ segir María Huld en hún er nýkomin úr afar vellukkuðu tónleikaferðalagi hljómsveitarinn- ar Amiinu um Bandaríkin þar sem hljómsveitin kynnti sína fyrstu beiðskífu, Kurr, sem er væntanleg í júní. Fékk hljómsveitin dúndrandi viðtökur og dóma í þarlendum blöðum og er stefnan síðan tekin á Evrópu nú í maí en eftir að Kurr kemur út mun hljómsveitin síðan „kemba veröldina“ og kynna hana frekar. „Draumaverkefni framtíð- arinnar er að semja stóran og mik- inn strengjakvartett,“ segir María Huld. „Ég held mjög mikið upp á það form. Það er eiginlega hin full- komna hljóðfæraskipan,“ segir hún og bætir við hlæjandi að máski nái hún aldrei að semja „hinn full- komna strengjakvartett“ en það sé í það minnsta draumurinn. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Stillur á þorra og gylltur sjór Tenórinn ungi Þorsteinn H. Árbjörnsson syngur þekktar aríur við undirleik píanóleik- arans Antoníu Hevesi á hádegistónleikum í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í dag. Tónleikarnir standa sem fyrr yfir í um hálfa klukkustund og eru algjörlega ókeypis. Ljúfar tenóraríur Sjónlistatilnefningar kynntar Nú á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu – þjónusta í fyrirrúmi. Álfelgur í miklu úrvali frá viðurkenndum framleiðendum Hjallahrauni 4 Hfj. 565 2121 Dugguvogi 10 568 2020 Skeifunni 5 568 2025 Verð frá aðeinskr. 99.900,-TILBOÐ!Fjórar 17” ENZOR álfelgurmeð 225/45R17 dekkjum*,undirkomið með öllu*Sonar dekk eða sambærileg. á K r i ng l u k r ánn i f r á V e s t m a n n a e y j u m E i n e l s t a og mes t a r o k kh l j óms ve i t l a nd s i n s f ö s t u d a g i n n 4 . m a í o g l a u g a r d a g i n n 5 . m a í E y j a s t uð . . .

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.