Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 22
Líkt og Framsókn vill Samfylkingin leiðrétta skattleysismörk, við viljum hækkun í 100.000 kr. á næsta ári en þau nefna ekki tölur. Flokkarnir vilja báðir afnema stimpil- gjöld af lánum vegna hús- næðiskaupa. Þar erum við sammála um að létta af skatti sem leggst þungt á ungt fólk. Flokksþing okkar ályktaði í vetur að lækka skuli virðisaukaskatt af lyfjum í 7 prósent en hann er nú 24,5 prósent. Nú sé ég að þetta atriði er líka að finna í stefnuskrá Sam- fylkingarinnar. Samfylking vill undirbúa samræmda gjaldtöku af auðlindum. Við viljum auðlindasjóð. Í hann renni gjald fyrir afnot af fiski, vatnsafli, jarðhita og mengunarkvóta. Þarna er nokkur samhljómur. Samfylking vill hækka frítekjumark vegna tekna aldraðra í 100 þúsund krónur á mánuði. Við erum með hliðstætt markmið um hækkun frí- tekjumarks atvinnutekna og frítekjumark á tekjur úr lífeyrissjóðum. Margt líkt í stefnum flokkana Mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að kosningum loknum er eitthvað sem flestir kjósendur velta fyrir sér, þó allir flokkar gangi óbundnir til kosninga á laugardaginn. Brjánn Jónasson bað varaformenn þeirra sex flokka sem bjóða fram á landsvísu að nefna einn stjórnmálaflokk sem er með að minnsta kosti fimm málefni í sinni stefnuskrá sem eru lík stefnu flokka varaformannanna. Ekki gengur alltaf átaka- laust að mynda starf- hæfa ríkisstjórn. Frétta- blaðið leitaði til Guðna Th. Jóhannessonar, sagn- fræðings við Hugvísinda- stofnun Háskóla Íslands, sem rifjaði upp það sem hann telur vera þrjár erf- iðustu stjórnarkreppurn- ar á lýðveldistímanum. Í byrjun nóvember fór ríkis- stjórn Alþýðuflokks, Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks frá völdum. „Þetta var ekki sérlega löng stjórnarkreppa, en það sem gerir hana merkilega er að Sveinn Björnsson forseti var stað- ráðinn í að mynda utan- þingsstjórn ef stjórnmála- mennirnir kæmu sér ekki saman um stjórnarsam- starf innan mjög skamms tíma,“ segir Guðni. Ólafur Thors, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, reiddist Sveini mjög og spurði hann: „Heldur þú að það sé hlutverk þitt sem forseta að koma í veg fyrir að hér á landi sé þingræði og þingræðis- stjórnir?“ Svo fór að tólf dögum eftir að stjórnin baðst lausnar myndaði Ól- afur minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokks, sem sat í nokkra mánuði. Þessi átök sýna hve virkur Sveinn var í stjórnarmyndun, og vildi láta til sín taka í þeim efnum. Kosningarnar 1978 voru miklar hamfarakosningar og fylgi flokk- anna breyttist mjög mikið. Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkur töpuðu fylgi en Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag juku fylgi sitt. Í kjölfar- ið baðst ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna lausnar og stjórnarmyndunartilraunir hófust. Erfiðlega gekk að mynda stjórn, og á þeim 66 dögum sem stjórnar- kreppan varði reyndu allir fjór- ir formenn flokkanna að mynda stjórn. Það tókst í fjórðu tilraun þegar Ólafur Jóhannesson mynd- aði þriggja flokka stjórn Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. „Þetta var stjórn sem riðaði til falls frá fyrsta degi,“ segir Guðni. Hann vitnar í fræga vísu sem Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, orti: „Við förum í róður þótt fleyið sé lekt, og framundan leiðindastarf. Nú gerum við allt sem er ómögulegt, en ekkert af hinu sem þarf.“ Línur skýrðust lítt í kosningum í desember 1979, og aftur þurftu allir fjórir formennirnir að fá tækifæri til að reyna að mynda stjórn. Nú bar svo við að það tókst ekki, og allt stefndi í utanþings- stjórn. Þá lét Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, til sín taka og myndaði stjórn með nokkrum félögum sínum úr Sjálfstæðisflokknum ásamt Al- þýðubandalagi og Framsóknar- flokki. „Þarna liðu aftur 66 dagar frá því minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins baðst lausnar í desem- ber 1979 þar til stjórn Gunnars tók við,“ segir Guðni. Hann segir að Kristján Eldjárn forseti hafi orðið afar feginn þegar stjórnarkreppan leystist, því hann hafi haft afar lít- inn hug á því að skipa utanþings- stjórn, eins og allt stefndi í. Stundum farið í róður þó fleyið sé lekt Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, sá sér ekki fært að svara spurningu Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu frá henni segir: „Það má finna margt gott í stefnuskrám allra flokka og í mörgum stór- um málum erum við sam- mála um markmiðin þótt menn greini á um hvaða leiðir séu skynsamlegast- ar. Við viljum flest hagvöxt og atvinnuppbyggingu, gott velferðar-, mennta- og heil- brigðiskerfi og við viljum standa vörð um umhverfi okkar og náttúru.“ Frjálslynd vilja eins og Samfylking að aðgengi að heilbrigðiskerf- inu sé tryggt óháð efnahag. Við viljum bæta tannvernd barna, efla heilsugæsluna og auka vægi útboða og þjónustusamninga í heil- brigðisþjónustunni. Flokkarnir vilja báðir gera átak í fjölg- un hjúkrunarrýma, útrýma biðlistum og koma á nægu framboði sérbýla. Við vilj- um lækka skatta á lífeyr- istekum í 10% og hækka frítekjumark. Við viljum eins og Samfylkingin að ákvarðanir um orku- frekan iðnað og virkjanir verði teknar með tilliti til umhverfissjónarmiða og efnahagsaðstæna. Við viljum eins og Samfylkingin leiðrétta skattleysismörk með því að hækka þau og afnema stimpilgjöld. Flokkarnir vilja gera stór- átak í samgöngumálum með styttingu vegalengda, jarð- göngum og bættu öryggi í umferðarmálum. Við viljum að ríkið gæti hófs í þjóð- lendumálum og virði þing- lýsta eignarsamninga. Íslandshreyf- ingin leggur megináherslu á frestun stóriðju á næsta kjörtímabili og Samfylk- ingin er með mjög náttúru- væna stefnu sem kallast „Fagra Ísland“. En fram til þessa hefur Samfylkingin því miður ekki verið sjálfri sér samkvæm. Íslandshreyfingin leggur sérstaka áherslu á að fyrirtækjum sé búið hag- stætt skattaumhverfi. Það auki tekjur ríkissjóðs og þar með megi efla velferð. Samfylkingin virðist hafa svipaðar áherslur. Báðir flokkar leggja ríka áherslu á mik- ilvægi menntunar og vilja tryggja jafnan aðgang óháð efnahag. Áherslur flokkanna eru mjög líkar í velferðarmálum, þar sem báðir flokkar telja það for- gangsatriði að bæta hag aldraðra og öryrkja. Stefna flokk- anna fer saman að því leyti að báðir flokkar eru reiðu- búnir til að nýta markaðs- lausnir þar sem því verður við komið, svo fremi að jafn aðgangur landsmanna sé tryggður, óháð efnahag. Bæði Samfylk- ingin og VG vilja endur- reisa velferðarkerfið. Við sættum okkur ekki við bið- listapólitík ríkisstjórnarinn- ar né fátækt á meðal barna og eldri borgara. Flokkarnir vilja báðir auka fjárfestingu í menntakerfinu og auka fjöl- breytileika náms. Hvorki Sam- fylkingin né VG styðja stór- iðjustefnu ríkisstjórnarinn- ar. Þessir flokkar vilja auka rannsóknir og skjóta fjöl- breytilegum stoðum undir atvinnulífið þar sem nátt- úran er vernduð en hausinn virkjaður. Bæði Samfylkingin og VG vilja berjast gegn kynbundnum launamun. Þegar Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri tókst að minnka kynbund- inn launamun um helming. Nú þarf að taka til hendinni hjá ríkinu. Við viljum einn- ig að kaup á vændi verði gerð refsiverð. Bæði Samfylk- ingin og VG vilja tryggja eignarhald þjóðarinnar á þjóðarauðlindum í stjórn- arskrá, ólíkt Sjálfstæðis- flokknum sem hefur barist gegn málinu. Vinstri-græn og Samfylk- ingin stóðu saman að raun- hæfum tillögum í vetur um úrbætur fyrir aldraða og öryrkja, m.a. með því að hækka lífeyrisgreiðslur og bæta þjónustuna. Samfylk- ingin er sammála okkur í því að gera tannlækningar barna ódýrari og efla for- varnir, en hefur þó raunar ekki viljað fylgja tillögum Lýðheilsustöðvar í sumum málum, t.d. hvað varðar verð á gosdrykkjum. Við erum sam- mála um að Ríkisútvarpið eigi áfram að vera almanna- útvarp í þjóðareigu, og stóð- um saman gegn því að gera það að opinberu hlutafélagi. Sam- fylkingin hefur tekið undir það baráttumál okkar að afnema launaleynd sem bendir til að viðhaldi kyn- bundnum launamun. Vinstri-græn og Samfylk- ingin vilja bæði lengja fæð- ingarorlof í eitt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.