Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... Sextíu milljarðar | Novator, fjár- festingafélag Björgólfs Thors, átti 85 prósenta hlut í búlgarska síma- félaginu BTC sem gengið var frá sölu á í síðustu viku. Söluhagnað- ur Novators nam 55 til 60 milljörð- um króna. Óheimilt samstarf | FME skorar á FL Group og tengda aðila í Glitni að sækja um heimild fyrir aukn- um virkum eignahlut. Um 45 pró- sent hlutafjár eru í höndum FL og tengdra aðila. FL Group er ósam- mála FME. Ágæt starfslok | Bjarni Ár- mannsson hagnaðist um 564 millj- ónir króna þegar Glitnir keypti eigin hlutabréf af félögum hans, Landsýn og Sjávarsýn, sama dag og hann lét af störfum sem for- stjóri Glitnis. Ekkert Merck | Actavis hefur dregið sig út úr slagnum um sam- heitalyfjahluta þýska lyfjafyrir- tækisins Merck. Vænt söluverð var hærra en stjórnendur töldu skynsamlegt. Lyfjafyrirtækin Teva og Merck standa eftir. Gott uppgjör | Landsbankinn hagnaðist um 13.760 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi. Arð- semi eigin fjár var 45,2 prósent. Uppgjörið var vel yfir meðaltals- spá bankanna upp á 11.215 millj- ónir króna. Össur tapar | Össur skilaði 2,7 NBA Rekstrarlögmálin gilda ekki alltaf 13 Sparisjóðirnir Í sjöunda himni 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Í aðdraganda alþingiskosninga Formenn flokkanna hlutgerðir 8-9 Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Íslensk NýOrka vinnur nú að undirbúningi þess að setja vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu við Reykjavíkurhöfn og gera tilraunir með hana á hafi úti á sjómannadaginn á næsta ári. Heildar- kostnaður nemur um 40 milljónum króna. Hönnunin er að öllu leyti íslensk að því undanskildu að efna- rafallinn er keyptur erlendis frá. Að verkefninu kemur fjöldi innlendra fyrirtækja auk nemenda við Listaháskólann en þeir hanna sýningarrými í Eld- inguna. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Ný- Orku, telur þetta vera í fyrsta sinn í veröldinni sem gerðar hafi verið tilraunir með efnarafal á sjó. Vetnisljósavélin er næsta skref NýOrku á sviði vetnisvéla í samgöngutækjum og segir Jón að velheppnað tilraunaverkefni NýOrku með notkun vetnisstrætisvagna í Reykjavík síðastliðin þrjú ár hafi rutt brautina fyrir því að fleiri aðilar koma til samstarfsins nú en áður. „Þetta hefði ekki hvarflað að mörgum áður,“ segir hann. Nokkrum vandkvæðum er bundið að setja vetnisvél um borð í báta og segir Jón að til öryggis hafi verið ákveðið að byrja á að nota vetni í ljósavél Eldingarinnar. „Efnarafalar eru viðkvæmir fyrir seltu og sjávarumhverfi,“ segir hann en það getur truflað rafkerfið. Jón segir að talsverðar fyrirspurnir hafi borist um nýtingu vetnisvéla frá ferðabátageiranum auk þess sem erlendir fjölmiðlar, svo sem sjónvarps- stöðin Discovery, hafi sýnt verkefninu áhuga. „Menn sjá fyrir sér að nota umhverfisvæna orku í stað olíu í báta, ekki síst við hvalaskoðun. Við slíka skoðun er siglt út á aðalvél skipsins en drepið á henni þegar komið er á hvalaslóðir. „Þá tekur ljósavélin við. Með efnarafalnum verður hvorki mengun út frá vélinni né titringur frá bátnum, sem verður hljóðlaus,“ segir Jón. „Við teljum að við séum þarna að fara mjög ótroðnar slóðir og gerum ráð fyrir að þekking á þessu geti orðið mjög verð- mæt vara í framtíðinni. Upplýsingar sem koma úr verkefninu verða hvergi annars staðar til en hér,“ segir Jón. Fyrstu vetnistilraun- irnar á sjó að hefjast Íslensk NýOrka setur vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu á næsta ári. Tilraunaverkefni með notkun vetnis- strætisvagna ruddi brautina, segir framkvæmdastjórinn. Hópur Eyjamanna, sem á meiri- hluta hlutafjár í Vinnslustöðinni, birtir í dag opinbert yfirtökutilboð í félagið þar sem boðnar eru 4,6 krónur fyrir hvern hlut. Hópur- inn, sem samanstendur af Haraldi og Kristínu Gíslabörnum og Sigur- geiri Brynjari Kristgeirssyni, for- stjóra félagsins, hyggst sitja við sinn keip, jafnvel þótt að síðasta viðskiptagengi Vinnslustöðvarinn- ar hafi verið 8,3 krónur á hlut. Gengið 8,3 er sjötíu prósent yfir tilboðsverði að teknu tilliti til þrjá- tíu prósenta arðgreiðslu fyrir síð- Eins og komið hefur fram í Mark- aðnum eru hluthafar í Vinnslu- stöðinni ekki á eitt sáttir um verð- mæti „síðasta móhíkanans“, eins og síðasta útgerðarfélagið á Að- allista Kauphallar hefur verið kallað. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, sem fer fyrir ríf- lega þrjátíu prósenta hlutafjár í Vinnslustöðinni, hefur lýst því að yfirtökutilboðið sé of lágt. Lands bankinn keypti mikið magn af bréfum í gær en talið er líklegt að Guðmundur standi á bak við þau viðskipti. Samkvæmt heimildum Mark aðarins er talið ólíklegt að sam komulag náist með stærstu hlut höfum Vinnslustöðvarinnar að svo stöddu. Meirihluti hluthafa óskar jafn framt eftir því við stjórn Kaup hallarinnar að Vinnslustöðin verði afskráð úr Kauphöll sam hliða yfirtökutilboði. Væntanlega verður félagið afskráð úr Kaup- höll miðað við óbreytta stöðu. Ætla má að smáir hluthafar selji bréf sín áfram ef núverandi kjör bjóð- ast og gæti því eignarhaldið í fé- laginu þrengst enn meira. Meirihlutinn situr við sinn keip Síðasta viðskiptagengi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var 70 prósentum fyrir ofan yfirtökutilboð. Pattstaða kann að vera komin upp. Hagnaður Teymis nam 1,6 millj- örðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Um er að ræða birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs fyrirtækisins eftir skiptingu Dagsbrúnar í tvö félög, 365 sem tók yfir fjölmiðla- hlutann og svo Teymi sem tók yfir fjarskiptahluta, upplýsingatækni og aðra starfsemi. Afkoman er nokkru yfir spám Afkoma Teymis er yfir spám Sló í gegn í Kína Nútímafræði kennd á Akureyri Íslenski dansflokkurinn snýr aftur heim eftir vel heppnaða sýningarferð í Kína.Uppselt var á allar sýningar Íslenska dansflokksins í borgunum Sjanghæ, Guangzhou og Peking í Kína en ferðalaginu lauk um helgi S sóknin að Dansarar og starfsfólk dansflokksins vakti mikla athygli á meðan á dvölinni stóð. Fyrir kom að beðið var um eiginhandaráritanir og ekki var l dönsurunum liði sv lí ið P R E N T S N I Ð HEILDARLAUSNIRÍ DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrvalaf hjöruliðum ogdrifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 ReykjavíkSími: 517 5000 háskólarMIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 Fleiri greinar í boði Fyrirhugað er að bjóða upp á meistaranám fyrir listamenn og fræðimenn í myndlist, hönnun, tónlist og leiklist. BLS. 4 framsokn.is Þriðjungi námslána breytt í styrk Nú er unnið að endur- bótum á þaki Alþingishússins, meðal annars skipt um þakskífur hússins í annað sinn frá byggingu þess árið 1881. „Þetta er mjög aðkallandi viðgerð,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það var farið að bera á leka í húsinu.“ Bæði gömlu skífunar og þær nýju eru steinskífur frá Noregi, og munu þær orðnar nokkuð lúnar enda áratugir síðan skipt var um síðast. Gömlu skífunum verður flestum hent, en séu þær heillegar að einhverju ráði verða þær hugsanlega endurnýttar. Einnig er unnið að öðrum viðgerðum, svo sem að laga fúgur á útveggjum. „Við vonum að þessu ljúki áður en þing kemur saman,“ segir Helgi. Heildarkostnaður við viðgerðirnar er áætlaður á bilinu 60 til 70 milljónir. Nýtt þak yfir nýja þingmenn Allir hjúkrunarmenntaðir stjórnendur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi munu ganga í hjúkrunarstörf yfir sumarmán- uðina, þar sem afleysingafólk fæst ekki. Meiri samdráttur verður í starfsemi Landspít- alans í sumar en verið hefur undanfarin sumur, að sögn Önnu Stefánsdóttur, framkvæmda- stjóra hjúkrunar. Nefna má að samdráttur í mögulegum legu- dögum verður fjórtán prósent í stað ríflega tíu prósenta í fyrrasumar og helmingi skurðstofa verður lokað. Þetta þýðir að mögulegum legu- dögum á sjö daga deildum verður fækkað úr 75 þúsund í um 64 þúsund yfir sumarmánuðina. Þá verður dregið saman um þrjú til fjögur pró- sent í starfsemi dagdeilda. Af átján skurðstof- um verða aðeins níu opnar. „Þessi aukni samdráttur stafar fyrst og fremst af því að það er afar erfitt að fá fólk í sumar- afleysingar,“ segir Anna. „Starfsmenn sem tengj- ast hjúkrun á spítalanum eru rétt um þrjú þús- und og allir þurfa að fá sumarleyfi í júní, júlí og ágúst. Það er útilokað að halda fullri starfsemi með því að allir geti fengið sumarleyfi. Það er ekkert fólk til og það gefur auga leið að við kipp- um ekki upp 1.500 manns til þess að leysa af.“ Um hættu á lengingu biðlista vegna lokunar helmings skurðstofa segir Anna að vissulega hafi fólki í bið fjölgað á sumrin. Það hafi þó yfirleitt tekist að vinna upp. Um hásumarleyfis- tímann sé sem fyrr áhersla á að sinna öllum sem séu bráðveikir. Hinir bíði fram á haustið. „Stjórnendur og sviðsstjórar munu starfa við meiri klíníska vinnu en ella. Hjúkrunar- menntaðir stjórnendur klæða sig í búninginn og taka til hendinni við hjúkrunarstörf í sumar,“ segir Anna, sem kveður um þrjátíu hjúkrunarfræðinga sem annars séu í yfir- mannsstörfum munu ganga vaktir í sumar. Hið sama gildir um lækna á Landspítalanum. Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á fæðing- ardeild, mun bæta við sig læknisverkum á fæð- ingargangi: „Það er búið að skipuleggja vakt- irnar hjá okkur og ég fjölgaði mínum vöktum þótt ég sé stjórnandi á sviðinu.“ Stjórnendur í hjúkrunarstörf Stjórnendur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi munu ganga í hjúkrunarstörf á spítalanum í sumar þar sem afleysingafólk fæst ekki. Samdráttur í starfseminni verður mun meiri en undanfarin sumur af sömu ástæðu. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, einn fimm umsækj- enda um embætti ríkissaksóknara, hefur dregið umsókn sína til baka. Hann segir að ástæðurnar séu fleiri en ein en einna þyngst vegi þó að hann sjái ekki mikinn tilgang í því að sækja um embætti sem hafi þegar verið ráðstafað. „Ef þú spyrð mig að því þá er það mín tilfinning að stöðunni hafi þegar verið ráðstafað,“ segir Jóhannes Rúnar og undrast jafn- framt þá óútskýrðu seinkun sem orðið hefur á ráðningunni. Spurður hvort búið sé að eyrna- merkja Jóni H. B. Snorrasyni stöð- una segir Jóhannes Rúnar að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra geti einn svarað því. Í viðtölum við umsækjendur til- kynnti Björn að niðurstaða myndi liggja fyrir síðastliðinn föstudag. Þann dag fengu umsækjendur til- kynningu um að ráðningu væri seinkað ótímabundið. Björn Bjarnason segir í samtali við Fréttablaðið að það sé af og frá að embætti ríkissaksóknara sé nú þegar eyrnamerkt Jóni H. B. Snorrasyni eða nokkrum öðrum. „Ég tilkynnti umsækjendum að niðurstöðu væri að vænta öðru hvoru megin við helgi. Síðan dró einn umsækjandi sig til baka og það flækti málin,“ segir Björn og vill ekkert gefa upp um hvenær ráðning í embættið liggi fyrir. „Það verður að vanda til verka,“ segir hann og útilokar jafnframt ekki að það geti dregist fram yfir kosning- ar að ráða ríkissaksóknara. Egill Stephensen, sem er meðal umsækjenda, vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann en viðurkenndi að hann undr- aðist frestunina sem orðið hefði á ráðningunni án þess að nægjanleg- ar skýringar hefðu komið fram. Umsækjendurnir Sigríður Frið- jónsdótttir og Brynjar Níelsson vildu ekki tjá sig um málið en ekki náðist í Jón H. B. Snorrason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Telur stöðunni þegar ráðstafað www.xf.is JARÐGÖNG Í STAÐ ERFIÐRA FJALLVEGA framsokn.is Árangur áfram - ekkert stopp FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.