Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 34
Helgi Viborg, sálfræðingur og deildarstjóri hjá Reykjavík- urborg, sér ástæðu til að viðra skoðanir sínar á stöðu geðheil- brigðisþjónustu við börn og ungl- inga í Fréttablaðinu 6. maí sl. Til- efnið virðist svör mín við spurn- ingum blaðamanns þessa blaðs sem birtust 23. apríl, um að gera megi ráð fyrir að árlega þurfi 5% barna á sérhæfðri þverfag- legri geðheilbrigðisþjónustu að halda og að slík þjónusta sé í eðli sínu forvarnarstarf. Nauðsyn- legt er að upplýsa lesendur um staðreyndir en ég sé ekki ástæðu til að elta ólar við persónulegar skoðanir Helga. Rannsóknir á útbreiðslu geðraskana hjá börnum hér á landi eru fáar en mikilvægar. Þannig kom fram í merkri rann- sókn Sigurjóns Björnssonar sál- fræðings á 1.100 fimm til fimmt- án ára börnum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar að 18,8% þeirra áttu við alvarlegar sálræn- ar truflanir að stríða. Rannsókn Helgu Hannesdóttur barnageð- læknis frá árinu 2002 sýndi að út- breiðsla geðrænna einkenna hjá börnum og unglingum hér á landi var svipuð og í Hollandi, Þýska- landi og Bandaríkjunum. Loks má nefna nýlega niðurstöðu rann- sóknar Barnarannsókna á hópi 317 fimm ára barna sem sýnir um 10% algengi geðraskana í þeim hópi. Frumgreining á vanda barna með hamlandi frávik í hegðun eða líðan ásamt viðeigandi inngripum þarf að fara fram í nærumhverfi þeirra og á vegum þess sveitar- félags sem foreldrarnir greiða sitt útsvar. Það ræðst síðan ekki síður af þeirri faglegu þjónustu sem í boði er en alvarleika vand- ans hversu stór hluti þessara barna fær sérhæfðari þjónustu en hin 79 sveitarfélög landsins og heilsugæslan er fær um að veita. Má hér nefna biðlista einka- rekinnar sér- fræðiþjónustu fagaðila, Mið- stöðvar heilsu- verndar barna og stofnana rík- isins, sérstak- lega LSH. Að miða þörf fyrir úrræði við prósentutölur er ein en að ýmsu leyti gölluð leið. Norsk heilbrigð- isyfirvöld fóru þá leið í lok síð- ustu aldar að miða við að 2% barna gætu fengið þverfaglega barnageðlæknisfræðilega þjón- ustu á ári hverju en hækkuðu síðan viðmiðið í 5%. Frá aldamót- um hafa árlega komið til meðferð- ar á BUGL um fjögur hundruð ný tilfelli barna á aldrinum 5 til 17 ára. Þó flest þessara barna fái úr- lausn síns vanda í göngudeildar- þjónustu á fáum mánuðum þarf hluti þessa hóps á eftirfylgd deild- arinnar að halda til margra ára og einstaka allt upp í tvítugt. Ef heilsugæslan og þjónusta sveit- arfélaganna, auk einkareknu sér- fræðiþjónustunnar væri öflugri í að taka við málum frá BUGL til eftirfylgdar yrði auðveldara fyrir deildina að taka við nýjum málum og minnka biðlista. Ekki er enn hægt með áreiðanlegum hætti að mæla hversu stóru hlut- falli BUGL sinnir árlega í heild en áætla má hlutfall nýrra mála um 0,6–0,8 % af heildarfjölda barna. Hvort þetta hlutfall á að vera eitt, tvö eða fimm prósent þarf að taka mið af því sem við vitum um út- breiðslu og alvarleika geðraskana barna og þörfinni fyrir þverfag- legum greiningar- og meðferðar- úrræðum. Ekki veit ég hvernig þjónustu- miðstöð Reykjavíkurborgar í Miðgarði skilgreinir forvarnar- vinnu en get upplýst að slík vinna er grundvallaratriði í barna- og unglingageðlækningum. For- vörnum er ekki eingöngu ætlað að draga úr nýgengi geðraskana heldur einnig að minnka afleiðing- ar þeirra til skemmri eða lengri tíma hjá þeim sem veikjast. Sýnt hefur verið fram á að á barnsaldri sérstaklega, geta tiltekin með- ferðarúrræði, til dæmis lyfjameð- ferð við ofvirkni (ADHD),ver- ið ábatasöm hvað varðar starfs- færni í námi, jafnaldratengsl og líðan barns og fjölskyldu þess, auk þess að draga úr áhættu á misnotkun vímuefna og afbrot- um. Rannsóknir hafa líka sýnt að sum úrræði geta verið gagns- laus eða jafnvel skaðleg og má í því samhengi nefna stofnanavist- anir barna sem ekki lúta ströngu faglegu eftirliti. Það er því lykil- atriði að geta greint á milli gagn- semi, gagnsleysis og skaðsemi þeirra úrræða sem börnum með geðraskanir kann að bjóðast en til þess þarf faglega þekkingu. Vegna fullyrðinga deildar- stjórans um lyfjanotkun barna bendi ég á skýrslu sem Anders Milton og David Eberhard unnu fyrir heilbrigðisráðuneytið á síð- asta ári og birt er á vef þess og fjallar meðal annars um notkun lyfja við ADHD hjá börnum hér á landi. Þar segir að lyfjameð- ferð við ADHD hjá börnum hér á landi sé í samræmi við alþjóð- lega faglega þekkingu. Ef deild- arstjórinn hefur áhyggjur af of- notkun lyfja við geðröskunum skjólstæðinga sinna ætti hann að leita með þær áhyggjur til land- læknis sem hefur eftirlit með störfum lækna. Að lokum, í ljósi þekkingar Helga Viborg á starfsemi BUGL, er honum og samstarfsfólki hans í þjónustumiðstöð Reykjavíkur- borgar í Miðgarði hér með boðið til kynningar á faglegu starfi deildarinnar við fyrsta hentug- leika. Höfundur er yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL). Deildarstjóra Miðgarðs svarað 1. Einstaklingar í að minnsta einum af þremur hópum Rúmena ætluðu að vinna hér svart. 2. Hóparnir gátu þó augljóslega ekki framfleytt sér. 3. Enda eru þeir betlarar. 4. Og sváfu í almenningsgörðum. 5. Þá hafa „svona hópar“ oft verið undanfarar glæpagengja í ná- grannalöndunum. 6. Lögregla í nágrannalöndunum segir raunar að „svona hópar“ séu oft beinlínis sendir af glæpa- gengjum. 7. Verslunareigendur höfðu kvart- að yfir ónæði af fólkinu og tónlist þess. Þetta eru þær skýringar sem lög- regla gefur í fjölmiðlum á þeirri ákvörðun að gefa 21 karli, konu og barni flugmiða „heim“. Öll þáðu þau flugmiðann og fóru „sjálfviljug“, að meðtöldum þeim sem höfðu lent á landinu daginn áður. Lögreglu þótti brýnt að árétta þetta: þau fóru sjálf- viljug en var ekki „vísað úr landi“ – en um leið er skýrt tekið fram að lagaheimildir til brottvísunar hafi þó verið til staðar. Í samtölum við fjölmiðla virðist fulltrúum lögreglu hins vegar hafa láðst að nefna þessar lagaheimild- ir. Nú er ljóst að tekjur Rúmenanna af „böski“ – því að spila tónlist á al- mannafæri gegn frjálsum framlög- um vegfarenda, sem er annað en að betla – hefðu aldrei orðið himinháar. Raunar trúlega ekki farið yfir skatt- leysismörk. Á mælistiku fjármála- hverfisins þar sem lögreglan er nú til húsa heitir það kannski ekki framfærsla – en þó er varla hvort tveggja skæður vandi í senn, að tekjur Rúmenanna séu lágar og að þær séu svartar. Afsakið, að tekjur þeirra yrðu lágar og svartar, því hér var um ætlaðan ásetning að ræða, en ekki unninn glæp. Ummæli um reynslu annarra af „svona hópum“ vildu fulltrúar lög- reglu sjálfsagt aldrei hafa misst út úr sér. Eða hvort á lögreglan við fátæklinga almennt, þegar hún vísar til „svona hópa“, eða sígauna sér- staklega? Þá standa eftir þeir tveir liðir úr skýringum lögreglu í fjölmiðlum, að fólkið hafi sofið í almennings- görðum og valdið verslunareigend- um ónæði. Ég þekki ekki lög um al- menningsgarða, hér getur þó verið að lögregla vísi til hugmynda um al- menna reglu, sem ekki ber að raska. Ef sýnt þótti að hver ein og ein- asta manneskja úr hópunum þrem- ur hefði brotið lög svo kallaði á af- skipti lögreglu (enda stafaði ógn af svefni fólksins), hví var þá ekki lögð fram kæra? Hví voru þau ekki færð í fangaklefa eða í allra versta falli vísað úr landi? Sé hin raunverulega ástæða þess að ríkissjóður greiddi fyrir flug- miða fólksins „heim“ það ónæði sem verslunareigendur urðu fyrir, vil ég minnast á ónæðið sem versl- unareigendur í landinu hafa vald- ið mér. Mér finnst ég engan frið fá fyrir ásælni þeirra í peninga mína. Verði slík ábending til þess að lög- reglan sendi alla verslunareigend- ur sjálfviljuga burt úr landinu má líklega segja að hér sé í gildi ein- hvers konar almenn regla. Slík regla, að senda burt héðan alla sem einhverjum öðrum finnst ónæði af, væri hreint dásamlega fráleit en hún væri þó almenn regla. Þá væri ekki hægt að saka opið lýðræðisríki sem stærir sig af toppsæti á listum yfir frjálsustu samfélög heims, um að handvelja einstaklinga inn og út úr landinu eftir geðþótta embættis- manna og annarra handhafa ríkis- valds. Til er orð yfir ríki þar sem lög- regluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálf- viljugu“, eftir geðþótta, til að fram- fylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds. Þar er lagarammi oft nógu víður til að yf- irvöld geta í hverju fótmáli ákveð- ið að aðhafast eða aðhafast ekki, og beita sem viðmiði óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum, sem aldrei þarf að nefna upphátt. Á 20. öld komu slík ríki ýmsum minnihlutahópum í glöggan skilning um þeirra eigin vilja til að vera annars staðar. Orðið yfir slík ríki felur í sér of forkast- anlega lýsingu á stjórnarfari til að nefna það í samhengi við Ísland á fallegum vordegi, rétt fyrir kosning- ar. Ef skýr, almenn regla er að baki hreppaflutningunum, regla sem lög- reglunni láðist einfaldlega að nefna – fullnægjandi, siðleg og knýjandi lagastoð þess að sannfæra 20 tónlist- armenn og eitt barn um að fara sjálf- viljug úr landi með hljóðfærin sín – regla sem er ekki skömm að nefna á nafn og greinir tilfelli þeirra með afgerandi hætti frá þeim, til dæmis, sem fá á tíu dögum ríkisborgararétt „þegar skortur á íslensku ríkisfangi er þeim til trafala“ – verður mér létt. Þá er enn skarpur greinarmunur á opnum, frjálsum lýðræðisríkjum sem taka alþjóðaskuldbindingar og mannréttindi alvarlega, og öðrum. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir vor- inu. Þá hvílir ekki þessi skuggi yfir 12. maí, þessi grunur um skelfilega, skelfilega hræsni, þegar við horfum á Eurovision, opnum Listahátíð og göngum til kosninga. Höfundur er heimspekingur. Farið sjálfviljug heim! Til er orð yfir ríki þar sem lögregluyfirvöldum líðst að skipa fólki fram og aftur, helst einmitt „sjálfviljugu“, eftir geðþótta, til að framfylgja óljósum, jafnvel óskrifuðum reglum og vilja yfirvalds. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 BREYTTU GLITNIS PUNKTUM Í PENINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.