Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 31
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
FUNDARBOÐ
Boðað er til fundar með hagsmunaaðilum
við Sléttuveg og nágrenni.
Tillaga að deiliskipulagi neðan Sléttuvegar er nú
í auglýsingu. Auglýsingatíminn er 6 vikur og á
þeim tíma gefst íbúum tækifæri á að koma með
athugasemdir.
Engin byggð er á svæðinu í dag en það hefur
verið nýtt af Skógræktarfélagi Reykjavíkur á síð-
ustu áratugum og er talsverður trjágróður á land-
inu. Leitast verður við að nýta hann sem best
fyrir fyrirhugað íbúðasvæði.
Skipulagsstjórinn í Reykjavík og hverfisráð
Háaleitis hafa ákveðið að halda sérstakan kynn-
ingarfund vegna fyrirliggjandi deiliskipulagstil-
lögu með íbúum í nágrenninu.
Fundarstaður: Álftarmýrarskóli.
Fundartími: Þriðjudagur 15 maí 2007 kl. 17:00
Fundarefni: Kynning á deiliskipulagi svæðis
neðan Sléttuvegar.
Með kveðju,
Margrét Leifsdóttir arkitekt FAÍ
Skipulags-og byggingarsvið
Skipulagsfulltrúi
Borgartúni 3
sími 563 2600
netfang margret.leifsdottir@rvk.is
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Jaðarkaup ehf. á Tálknafirði
Til sölu
Rekstur matvöruverslunarinnar
Jaðarkaupa ehf. á Tálknafirði er
til sölu. Jaðarkaup eru umboðsaðili
fyrir N1 á Tálknafirði.
Upplýsingar hjá Ólafi í síma 892-9288
og Gestrúnu í síma 863-2505
Byggingastjóri/verkstjóri
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf
óskar eftir að ráða byggingastjóra
(verkstjóra). Viðkomandi þarf að geta
hafið störf mjög fljótlega. Nánari uppl.
veita Sigurður í síma 693-7368 eða
Guðjón í síma 693-7305
Auglýsing
um nýtt deiliskipulag og
breytingar á deiliskipulag-
sáætlunum í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér
með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi og
breytingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík.
Sléttuvegur
Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði neðan
Sléttuvegar, nánar tiltekið á reit 1.79-. Reiturinn
afmarkast af Sléttuvegi, Háaleitisbraut, Fossvogs-
vegi og Kringumýrarbraut.
Engin byggð er á svæðinu í dag en það hefur
verið nýtt af Skógræktarfélagi Reykjavíkur á
síðustu áratugum og er talsverður trjágróður á
landinu. Leitast verður við að nýta hann sem
best fyrir fyrirhugað íbúðasvæði. Í tillögunni
er gert ráð fyrir blandaðri íbúðabyggð. Á efri
hluta svæðisins er gert ráð fyrir hjúkrunarheimili,
íbúðum fyrir Hrafnistu, þjónustumiðstöð með
innisundlaug, íbúðum fyrir Samtök aldraðra og
nemendaíbúðum. Um miðbik svæðisins eru tvö
fjölbýlishús á 3 hæðum og á neðri hlutanum
eru sérbýli. Nánar tiltekið eru raðhús á tveimur
hæðum neðst (tvær raðir) og ein röð af þriggja
hæða tvíbýlishúsum. Þessi nýja byggð verður
þétt borgarbyggð með grænu yfirbragði og
góðum tengingum við almenn útivistarsvæði.
Gert er ráð fyrir að meirihluti bílastæða verði
neðanjarðar.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Spöngin
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina
vegna byggingu þjónustuhúss og þjónustu-
íbúða.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á svæðinu verði
ein lóð með tvíþættri uppbyggingu, annars vegar
þjónustuhús með aðkomu frá Spönginni, tvær
hæðir og kjallari og hins vegar allt að 112
þjónustuíbúðum fyrir aldraða, allt að fjórum
hæðum, með aðkomu frá Fróðengi. Þjónustuhús
er fyrir margvíslega almenna þjónustu sem og
menningartengda þjónustu fyrir íbúa í hverfinu.
Reiknað er með að hluti af starfsemi í þjónustuhúsi
verði í þágu íbúa þjónustuíbúða. Sérskilmálar eru
útskýrðir á uppdrætti.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Fossaleynir 1
Tillagaaðbreytinguádeiliskipulagi fyrirFossaleyni
1, Egilshöll, opnu svæði á norðanverðri lóð.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að nýr göngustígur
verður lagður norðan við gerfigrasvöll, vallarsvæði
verði girt af, hlið verði sett á almennan göngustíg
milli Egilshallar og valla til tímabundinna lokana,
svæði fyrir frjálsar íþróttir verður fellt út og
áhorfendastúkur settar við velli. Einnig er stærð
og staðsetning fimm hliðarvalla breytt auk þess
sem tveir þeirra verða einnig gerðir fyrir tennis.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar
að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20
– 16:15, frá 9. maí 2007 til og með 20. júní 2007.
Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins,
www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér
tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar
skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is,
til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 20.
júní 2007.
Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir
innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 4. maí 2007
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
SMIÐIR
Erum með vana smiði á skrá sem
eru klárir til vinnu.
ehf S: 840-1616
FASTEIGNASALA I ÁNANAUSTUM V/ SÓLVALLAGÖTU 84
Fr
um
Gunnar Valdimarsson, lögg. fasteignasali
Gunnar Valdimarsson
lögg. fasteignasali
og viðsk.fræðingur
gsm: 895 7838
gunnar@neseignir.is
Kári Kort
gsm: 892 2506
kari@neseignir.is
Kristinn Kjartansson
gsm: 820 0762
kristinn@neseignir.is
Pétur Kristinsson
fjármálaráðgjöf
gsm: 893 9048
pk@isl.isSími 535 0200
www.neseignir. is
Neseignir óska eftir að ráða duglegan
sölumann karl eða konu.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Allar nánari upplýsingar gefur
Kristinn R. Kjartansson sölustjóri.
Fullum trúnaði heitið.
SÖLUMAÐUR ÓSKAST