Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 26
Þótt það sé eins og að segja að eitthvað sé heitt/kalt er Ford S-Max sjö manna fjölskyldubíll frábær í akstri. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug er þú heyrir orðið fjölskyldu- bíll? Án efa ekki geimskutluskjald- baka, en það er það sem mér datt í hug fyrst er ég sá Ford S-Max. Hér kveður við nýjan tón í hinum erfiða og oft á tíðum tilbreytingasnauða fjölskyldubílaflokki. S-Max er flottur bíll og í raun einn fallegasti fjölskyldubíllinn á markaðnum. Þrátt fyrir að ýmislegt sé pínu hallærislegt, eins og gervi- loftgötin á hliðunum, þá gengur allt upp. Svolítið eins og Jean Reno. Hann ætti ekki að vera myndarleg- ur en er það samt. Innan í bílnum er bjart og rúmgott, mælaborðið stór- glæsilegt og handbremsan æðisleg. Að láta sér detta þetta í hug og líka framkvæma það. Vel gert, Ford. Fjöðrunin í bílnum er frábær. Hún er mjúk en samt sem áður svar- ar bíllinn mjög vel og 145 hestöflin úr bensínvélinni skiluðu honum vel áfram. Rétt eins og í öllum góðum hlut- um er alltaf eitthvað sem pirrar. Það er alltaf ein Soffia Coppola í Guðföðurnum. Framdekkin skiluðu stundum óþarflega miklu af vegin- um í stýrið. Í augum margra er það nákvæmlega það sem á að gerast en í bíl sem er jafn mjúkur og þægileg- ur og S-Max ætti að fara aðra leið. Ford S-Max er frábær bíll. Hann er sjö manna með fullt af plássi, þægilegum sætum, vel útlítandi og það sem meira er: það er gaman að keyra hann. Hann fær mann til að hlakka til að keyra krakkana á fótboltaæfingu, í skólann og jafn- vel til tengdó… kannski ekki teng- dó en þið vitið hvert ég er að fara. Svo fékk hann líka fimm stjörnur í EuroNCAP. Og er hægt að biðja um meira en skínandi, örugga og ánægjulega geimskutluskjaldböku? Frábær fjölskyldubíll Króm, bón, og skínandi trylli- tæki eru aðalsmerki Krúsara. Þeir eiga það til að taka rúnt- inn ef sólin skín. Bílaáhugi Íslendinga eykst stöðugt og dýrum fornbílum fjölgar sí- fellt. Einn griðastaður þeirra sem aka slíkum bílum er félagshús- næði Krúsara á Bíldshöfða 18. Sumarið er tími fornbílanna og nú rúlla þeir hver á fætur öðrum upp á bryggju frá fjarlægum slóðum. Hvern fimmtudag kl. 20.00 eru nýir bílar til sýnis hjá Krúsurun- um og með hækkandi sól verða þeir bæði fleiri og flottari. Ef vel viðrar er rúnturinn tekinn. Klúbburinn er opinn öllum, það eina sem þarf er að mæta og njóta. Krúsað inn í sumarið Sendum frítt um land allt! P IP A R • S ÍA • 7 0 62 3 Felgustærðir: 15", 16" og 17" Úrval jeppadekkja upp í 38" Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.