Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 26
Þótt það sé eins og að segja að
eitthvað sé heitt/kalt er Ford
S-Max sjö manna fjölskyldubíll
frábær í akstri.
Hvað er það fyrsta sem þér dettur
í hug er þú heyrir orðið fjölskyldu-
bíll? Án efa ekki geimskutluskjald-
baka, en það er það sem mér datt í
hug fyrst er ég sá Ford S-Max. Hér
kveður við nýjan tón í hinum erfiða
og oft á tíðum tilbreytingasnauða
fjölskyldubílaflokki.
S-Max er flottur bíll og í raun
einn fallegasti fjölskyldubíllinn á
markaðnum. Þrátt fyrir að ýmislegt
sé pínu hallærislegt, eins og gervi-
loftgötin á hliðunum, þá gengur
allt upp. Svolítið eins og Jean Reno.
Hann ætti ekki að vera myndarleg-
ur en er það samt. Innan í bílnum er
bjart og rúmgott, mælaborðið stór-
glæsilegt og handbremsan æðisleg.
Að láta sér detta þetta í hug og líka
framkvæma það. Vel gert, Ford.
Fjöðrunin í bílnum er frábær.
Hún er mjúk en samt sem áður svar-
ar bíllinn mjög vel og 145 hestöflin
úr bensínvélinni skiluðu honum vel
áfram.
Rétt eins og í öllum góðum hlut-
um er alltaf eitthvað sem pirrar.
Það er alltaf ein Soffia Coppola í
Guðföðurnum. Framdekkin skiluðu
stundum óþarflega miklu af vegin-
um í stýrið. Í augum margra er það
nákvæmlega það sem á að gerast en
í bíl sem er jafn mjúkur og þægileg-
ur og S-Max ætti að fara aðra leið.
Ford S-Max er frábær bíll. Hann
er sjö manna með fullt af plássi,
þægilegum sætum, vel útlítandi
og það sem meira er: það er gaman
að keyra hann. Hann fær mann til
að hlakka til að keyra krakkana á
fótboltaæfingu, í skólann og jafn-
vel til tengdó… kannski ekki teng-
dó en þið vitið hvert ég er að fara.
Svo fékk hann líka fimm stjörnur í
EuroNCAP.
Og er hægt að biðja um meira
en skínandi, örugga og ánægjulega
geimskutluskjaldböku?
Frábær fjölskyldubíll
Króm, bón, og skínandi trylli-
tæki eru aðalsmerki Krúsara.
Þeir eiga það til að taka rúnt-
inn ef sólin skín.
Bílaáhugi Íslendinga eykst stöðugt
og dýrum fornbílum fjölgar sí-
fellt. Einn griðastaður þeirra sem
aka slíkum bílum er félagshús-
næði Krúsara á Bíldshöfða 18.
Sumarið er tími fornbílanna og nú
rúlla þeir hver á fætur öðrum upp á
bryggju frá fjarlægum slóðum.
Hvern fimmtudag kl. 20.00 eru
nýir bílar til sýnis hjá Krúsurun-
um og með hækkandi sól verða
þeir bæði fleiri og flottari. Ef vel
viðrar er rúnturinn tekinn.
Klúbburinn er opinn öllum, það
eina sem þarf er að mæta og njóta.
Krúsað inn í sumarið
Sendum frítt um land allt!
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
0
62
3
Felgustærðir: 15", 16" og 17"
Úrval jeppadekkja upp í 38"
Ökunám í fjarnámi !!!!
Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp
á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin
í tölvunni heima þegar þér hentar.
Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is
Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið
til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið.
Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum
Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl.
Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is