Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 20
fréttir og fróðleikur Tímamót í stjórnmálasögu Norður-Írlands GROUP Fimmtíu prósenta hlut- ur Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Lands- virkjun var um áramót seldur til ríkisins á þrjátíu milljarða króna. Fimmtán prósenta hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja verð- ur líklega seldur á 7,6 millj- arða til fjárfestingarfélags- ins Geysir Green Energy. Er þessi munur eðlilegur? Fyrir rúmlega fjórum mánuðum seldu Reykjavíkurborg og Akur- eyrarbær fimmtíu prósenta hlut í Landsvirkjun fyrir þrjátíu millj- arða króna. Fyrir nokkrum vikum átti fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy hæsta tilboð í fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, upp á 7,6 milljarða króna. Reykjanesbær á forkaupsrétt á réttinum en bærinn ætlar ekki að nýta sér hann, að sögn Árna Sigfússonar bæjar- stjóra. „Við erum ánægð með aðkomu Geysis að Hitaveitunni og fögnum henni,“ sagði Árni. Þessi viðskipti gefa tilefni til þess að skoða hvort hugsanlegt sé að verðmatið sem lá til grundvall- ar er helmingshluti í Landsvirkjun var seldur hafi verið óeðlilega lágt. Grundvallarmunur er á viðskipt- unum með hlutinn í Landsvirkjun annars vegar og í Hitaveitu Suður- nesja hins vegar. Hluturinn í Landsvirkjun var seldur frá sveit- arfélögum til ríkisins og helst því áfram í eigu opinbers aðila. Heild- arverðmæti Landsvirkjunar, sam- kvæmt matinu sem lá til grund- vallar þegar ákveðið var að selja hlutinn, var rúmlega sextíu millj- arðar. Eigið fé Landsvirkjunar var 61,1 milljarður um áramót en eigið fé Hitaveitunar á sama tíma um fimmtán milljarðar. Sé mið tekið af söluverði hlutar ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja er heildarverðmæti fyrirtækisins tæplega 51 milljarður. Greiðslu- verðið fyrir hlutinn nemur um 3,4 krónum á hverja krónu eigin fjár en í tilfelli viðskipta með hlutinn í Landsvirkjun greiddi ríkið rétt tæplega eina krónu fyrir hverja krónu eigin fjár. Þetta þýðir að meira en þrefalt hærra verð var greitt fyrir hverja krónu eigin fjár í Hitaveitu Suður- nesja en í Landsvirkjun. Í við- skiptalífinu nefnist mat af þessu tagi innra verð. Tilboð Geysis í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja gefur vís- bendingu um gríðarlega eftir- spurn einkafyrirtækja eftir því að komast að orkuiðnaðinum. „Öll skilyrði eru ákjósanleg, akkúrat núna, fyrir því að einkavæða orkufyrirtækin enda gríðarleg eftirspurn eftir þekkingunni úti í hinum stóra heimi,“ sagði Sigur- jón Árnason, bankastjóri Lands- bankans, í ræðu á viðskiptaþingi fyrir nokkru. Líklegt má telja að viðhorfið sem Sigurjón gerði grein fyrir endurspegli mikla ágirnd einkafyrirtækjanna eftir því að komast í auknum mæli að orkuiðnaðinum, sem nær alfarið er á höndum fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga. Fjárfestar horfa meðal annars til þess að geta nýtt sífellt verð- mætari sérfræðiþekkingu, sem hefur byggst hratt upp hér á landi samhliða rannsóknum og virkj- anaframkvæmdum, til þess að herja á erlenda markaði. Mikil eft- irspurn er á erlendum mörkuðum eftir þekkingu af því tagi sem hér hefur byggst upp og hefur Geysir meðal annars hug á því að skoða stöðuna erlendis. Þessi gríðarlega eftirspurn við- skiptalífsins beinir spjótum að því hvort þekking Landsvirkjunar og virkjanaréttindi hafi hugsanlega verið vanmetin í matinu sem mið var tekið af er hluturinn var seld- ur til ríksins. Borgarstjóri og bæj- arstjóri Akureyrar hafa neitað því alfarið, en fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn og bæjarstjórn Akur- eyrarbæjar töldu of lágt verð hafa verið greitt fyrir hlutinn. Fyrir liggur að Landsvirkjun er margfalt stærra fyrirtæki en Hita- veita Suðurnesja. Bæði fyrirtækin standa í miklum virkjanafram- kvæmdum; Landsvirkjun á Kára- hnjúkum í stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og Hitaveitan í Reykjanesvirkjun sem einnig er stór virkjanaframkvæmd. Verðmæti fyrirtækjanna liggja því að miklu leyti í framkvæmd- um sem eiga eftir að skila miklum tekjum í framtíðinni. Pólitísk sátt náðist um söluna til Landsvirkjunar að lokum á milli stjórnvalda, borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar. Grund- vallarmunur viðskiptanna með hlutinn í Landsvirkjun og Hita- veituna snýr að því að pólitík ræður för í tileflli Landsvirkjunar en ekki í tilfelli Hitaveitunnar. Þar ræður hæsta boð því hvað ríkið fær í sinn hlut. Þessi grundvallarmunur leiðir það meðal annars í ljós, að mati fjölda sérfræðinga sem rætt var við er þessi fréttaskýring var unnin, að ekki hafi verið nægi- lega horft til framtíðarmöguleika Landsvirkjunar í verðmatinu sem lá til grundvallar, þar sem eftir- spurnin eftir sérfræðiþekkingu og virkjanaréttindum, sem fyrir- tæki á marakaði horfa til, hefur ekki áhrif á matið til hækkunar. Í tilfelli Hitaveitunnar telja sér- fræðingar hátt verð hafa komið á óvart, en það sýni öðru fremur spennuna sem sé einkennandi eftir því að komast inn á orku- markaðinn. Gríðarlegur munur á verðmati Upplýsingum haldið frá neytendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.