Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 20
fréttir og fróðleikur Tímamót í stjórnmálasögu Norður-Írlands GROUP Fimmtíu prósenta hlut- ur Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Lands- virkjun var um áramót seldur til ríkisins á þrjátíu milljarða króna. Fimmtán prósenta hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja verð- ur líklega seldur á 7,6 millj- arða til fjárfestingarfélags- ins Geysir Green Energy. Er þessi munur eðlilegur? Fyrir rúmlega fjórum mánuðum seldu Reykjavíkurborg og Akur- eyrarbær fimmtíu prósenta hlut í Landsvirkjun fyrir þrjátíu millj- arða króna. Fyrir nokkrum vikum átti fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy hæsta tilboð í fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, upp á 7,6 milljarða króna. Reykjanesbær á forkaupsrétt á réttinum en bærinn ætlar ekki að nýta sér hann, að sögn Árna Sigfússonar bæjar- stjóra. „Við erum ánægð með aðkomu Geysis að Hitaveitunni og fögnum henni,“ sagði Árni. Þessi viðskipti gefa tilefni til þess að skoða hvort hugsanlegt sé að verðmatið sem lá til grundvall- ar er helmingshluti í Landsvirkjun var seldur hafi verið óeðlilega lágt. Grundvallarmunur er á viðskipt- unum með hlutinn í Landsvirkjun annars vegar og í Hitaveitu Suður- nesja hins vegar. Hluturinn í Landsvirkjun var seldur frá sveit- arfélögum til ríkisins og helst því áfram í eigu opinbers aðila. Heild- arverðmæti Landsvirkjunar, sam- kvæmt matinu sem lá til grund- vallar þegar ákveðið var að selja hlutinn, var rúmlega sextíu millj- arðar. Eigið fé Landsvirkjunar var 61,1 milljarður um áramót en eigið fé Hitaveitunar á sama tíma um fimmtán milljarðar. Sé mið tekið af söluverði hlutar ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja er heildarverðmæti fyrirtækisins tæplega 51 milljarður. Greiðslu- verðið fyrir hlutinn nemur um 3,4 krónum á hverja krónu eigin fjár en í tilfelli viðskipta með hlutinn í Landsvirkjun greiddi ríkið rétt tæplega eina krónu fyrir hverja krónu eigin fjár. Þetta þýðir að meira en þrefalt hærra verð var greitt fyrir hverja krónu eigin fjár í Hitaveitu Suður- nesja en í Landsvirkjun. Í við- skiptalífinu nefnist mat af þessu tagi innra verð. Tilboð Geysis í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja gefur vís- bendingu um gríðarlega eftir- spurn einkafyrirtækja eftir því að komast að orkuiðnaðinum. „Öll skilyrði eru ákjósanleg, akkúrat núna, fyrir því að einkavæða orkufyrirtækin enda gríðarleg eftirspurn eftir þekkingunni úti í hinum stóra heimi,“ sagði Sigur- jón Árnason, bankastjóri Lands- bankans, í ræðu á viðskiptaþingi fyrir nokkru. Líklegt má telja að viðhorfið sem Sigurjón gerði grein fyrir endurspegli mikla ágirnd einkafyrirtækjanna eftir því að komast í auknum mæli að orkuiðnaðinum, sem nær alfarið er á höndum fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga. Fjárfestar horfa meðal annars til þess að geta nýtt sífellt verð- mætari sérfræðiþekkingu, sem hefur byggst hratt upp hér á landi samhliða rannsóknum og virkj- anaframkvæmdum, til þess að herja á erlenda markaði. Mikil eft- irspurn er á erlendum mörkuðum eftir þekkingu af því tagi sem hér hefur byggst upp og hefur Geysir meðal annars hug á því að skoða stöðuna erlendis. Þessi gríðarlega eftirspurn við- skiptalífsins beinir spjótum að því hvort þekking Landsvirkjunar og virkjanaréttindi hafi hugsanlega verið vanmetin í matinu sem mið var tekið af er hluturinn var seld- ur til ríksins. Borgarstjóri og bæj- arstjóri Akureyrar hafa neitað því alfarið, en fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn og bæjarstjórn Akur- eyrarbæjar töldu of lágt verð hafa verið greitt fyrir hlutinn. Fyrir liggur að Landsvirkjun er margfalt stærra fyrirtæki en Hita- veita Suðurnesja. Bæði fyrirtækin standa í miklum virkjanafram- kvæmdum; Landsvirkjun á Kára- hnjúkum í stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og Hitaveitan í Reykjanesvirkjun sem einnig er stór virkjanaframkvæmd. Verðmæti fyrirtækjanna liggja því að miklu leyti í framkvæmd- um sem eiga eftir að skila miklum tekjum í framtíðinni. Pólitísk sátt náðist um söluna til Landsvirkjunar að lokum á milli stjórnvalda, borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar. Grund- vallarmunur viðskiptanna með hlutinn í Landsvirkjun og Hita- veituna snýr að því að pólitík ræður för í tileflli Landsvirkjunar en ekki í tilfelli Hitaveitunnar. Þar ræður hæsta boð því hvað ríkið fær í sinn hlut. Þessi grundvallarmunur leiðir það meðal annars í ljós, að mati fjölda sérfræðinga sem rætt var við er þessi fréttaskýring var unnin, að ekki hafi verið nægi- lega horft til framtíðarmöguleika Landsvirkjunar í verðmatinu sem lá til grundvallar, þar sem eftir- spurnin eftir sérfræðiþekkingu og virkjanaréttindum, sem fyrir- tæki á marakaði horfa til, hefur ekki áhrif á matið til hækkunar. Í tilfelli Hitaveitunnar telja sér- fræðingar hátt verð hafa komið á óvart, en það sýni öðru fremur spennuna sem sé einkennandi eftir því að komast inn á orku- markaðinn. Gríðarlegur munur á verðmati Upplýsingum haldið frá neytendum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.