Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 6
Bandamaður Slobodans
Milosevic heitins var í gær kjör-
inn forseti serbneska þingsins, en
kjörið markar endurkomu öfga-
þjóðernissinna til valda og áhrifa í
landinu.
Tomislav Nikolic, einn af leið-
togum hins öfgaþjóðernissinnaða
Róttæka flokks Serbíu, var kjör-
inn í þetta áhrifamikla embætti
með fulltingi þingmanna íhalds-
flokks fráfarandi forsætisráð-
herra, Vojislavs Kostunica. Nikolic
fékk atkvæði 142 af 244 þing-
mönnum sem viðstaddir voru á
maraþonþingfundi sem stóð yfir í
nærri fimmtán tíma og lauk ekki
fyrr en aðfaranótt þriðjudags.
Frambjóðandi Lýðræðisflokksins,
sem er hliðhollur nánari tengslum
við Vesturlönd, fékk 99 atkvæði.
Með kjörinu varð Nikolic fyrsti
öfgaþjóðernissinninn til að kom-
ast í hátt embætti síðan Milosevic
var bolað frá völdum árið 2000 í
byltingu sem mikill meirihluti
almennings studdi.
Valið á Nikolic endurspeglar vax-
andi áhrif þjóðernissinna í stjórn-
málum landsins þegar hillir undir
að Kosovo-hérað verði lýst sjálf-
stætt samkvæmt áætlun Samein-
uðu þjóðanna. Að vestræn-sinnaðir
lýðræðisflokkar landsins skyldu
ekki geta komið sér saman um
stjórnarmyndun frá því þingkosn-
ingar fóru fram hinn 21. janúar ýtir
einnig undir þessa þróun.
Nikolic kjörinn þingforseti
Magnús Þór Hafsteins-
son, þingmaður Frjálslynda
flokksins, hefur óskað eftir því að
sjávarútvegsnefnd þingsins komi
saman, meðal annars til að ræða
um upplýsingarnar sem fram
komu í þætti Kompáss á sunnu-
dag um kvótamisferli.
Samþykki þriðjungs nefndar-
manna þarf til að nefndin sé
kölluð saman og hafa fulltrúar
Samfylkingarinnar í nefndinni,
Jón Gunnarsson og Jóhann
Ársælsson, samþykkt tillöguna.
Magnús segir ljóst að kalla verði
nefndina saman í vikunni, fyrir
kosningar, en ekki liggur fyrir
hvenær það verður.
Kölluð saman
vegna Kompáss
Óánægju gætir meðal
kennara og skólastjórnenda í
Reykjavík sem fengu sendan
tölvupóst frá fyrrverandi for-
manni menntaráðs Reykjavíkur,
Stefán Jóni Hafstein, sem hann
sagði ætlað að kynna fréttasíðu
sína og „leggja lið í kosningabar-
áttunni“.
Stefán Jón, sem er í leyfi sem
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
til að sinna starfi fyrir
Þróunarsamvinnustofnun Íslands í
Namibíu, sagði meðal annars í
tölvupóstinum
kannanir sýna
að Samfylking-
in væri eina for-
ystuaflið utan
ríkisstjórnar og
að ríkisstjórnin
héngi á blá-
þræði.
Júlíus Vífill
Ingvarsson,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og núverandi
formaður menntaráðs, segir nokk-
uð ljóst að Stefán Jón hafi nýtt sér
aðgang að netföngum starfsmanna
Reykjavíkurborgar.
„Það er ljóst að Stefán Jón hefur
sent kennurum og skólastjórnend-
um póst sem í er kosningaáróður.
Þetta hefur ekki mælst vel fyrir
hjá stórum hópi og mönnum finnst
almennt mjög óviðeigandi að senda
póst með þessum hætti og dreifa
þannig kosningaáróðri. Ég myndi
ekki senda kennurunum slíkan
póst.“
Ekki náðist í Stefán Jón við
vinnslu fréttarinnar.
Atvinnufrelsi í fiskveiðum
verður að innleiða á nýjan leik
og virða rétt sjávar-
byggða til nýtingar
nærliggjandi fiski-
miða. Aðeins þannig
verður aftur byggt
undir atvinnuöryggi í
sjávarbyggðum. Allar byggðir
þurfa festu í atvinnumál sín.
Góðar samgöngur eru skilyrði
þess að fólkið á landsbyggðinni
njóti lífskjara og samneytis við
nágranna sína með sama hætti
og þekkist á suðvesturhorni
landsins. Fjölbreytt mannlíf og
fólksfjölgun næst einungis með
góðum samgöngum og tryggri
atvinnu. Frjálslyndi flokkurinn
vill stefna til jafnra tækifæra og
lífskjara um allt land og hefur
skýrar tillögur um hvernig þeim
árangri megi ná.
Við viljum jafna tækifærin á
landinu.
Það er gríðarleg stemning í
kringum Samfylkinguna þessa
dagana, baráttugleðin
skín úr hverju andliti
frambjóðenda okkar
og stuðningsmanna og
viðbrögð almennings
við stefnu okkar eru
mjög uppörvandi. Það er mikil
eftirvænting í loftinu enda er að
skapast tækifæri til að mynda
nýja ríkisstjórn með aðild okkar
jafnaðarmanna. Ríkisstjórn sem
setur á oddinn að ná jafnvægi í
efnahagsmálum, bæta hag barna
og aldraðra og létta greiðslu-
byrði heimilanna. En það getur
brugðið til beggja vona og hvert
atkvæði getur skipt máli á
laugardaginn. Kjósum betri
framtíð!
Nú eru aðeins þrír dagar til
kosninga. Fylgi Framsóknar-
flokksins hefur lyfst í skoðana-
könnunum, sem er í
takt við þann velvilja
sem við frambjóðend-
ur flokksins finnum
fyrir meðal almenn-
ings. Samt sem áður er
ljóst að ef niðurstaða kosninga
verður ekki betri en skoðana-
kannanir gefa til kynna, þá
hverfur Framsóknarflokkurinn
úr ríkisstjórn. Ég trúi því hins
vegar ekki að Sjálfstæðisflokkn-
um verði einum þakkað fyrir
þann mikla árangur og framfarir
sem orðið hafa á undanförnum
árum. Það er ekki í takt við það
að hlutfall þeirra sem vilja
Framsóknarflokkinn áfram í
ríkisstjórn hefur farið vaxandi.
Við ætlum því að bretta upp
ermarnar og láta heldur betur til
okkar taka á lokasprettinum.
Ánægjulegt er að sjá að núver-
andi ríkisstjórn Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokks virð-
ist vera fallin sam-
kvæmt nýjustu skoð-
anakönnunum og
stefnir því í spennandi
lokaslag. Breytingar
eru í farvatninu og maður finnur
að meðal kjósenda ríkir mikil eft-
irvænting um að spilin verði
stokkuð upp á laugardaginn. Fólk
veit hvar það hefur Vinstri græn
og ganga kjósendur að því vísu
að besta leiðin til að snúa við
blaðinu og setja náttúru, velferð
og jafnrétti í forgang er að styðja
okkur með atkvæði sínu.
Skoðanakannanir hafa sýnt að
þegar Íslandshreyfingin fær yfir
fimm prósenta fylgi
fær hún þrjá þing-
menn kjörna og
stóriðjustefnan fellur.
Baldur Þórhallsson,
prófessor í stjórn-
málafræði, hefur bent á þetta.
Þrefalt fleiri menn spretta upp
hjá Íslandshreyfingunni við
tveggja prósentustiga fylgis-
aukningu en hjá stóru flokkun-
um. Þetta eru dýrmætustu
atkvæðin í kosningunum.
Íslandshreyfingin er hægra
megin á miðju og könnun í gær
sýnir að stærsti hluti fylgis
hennar kemur frá Sjálfstæðis-
flokknum, enda hafa 38 prósent
sjálfstæðismanna verið ósátt við
stóriðjustefnuna samkvæmt
nýlegri könnun.
Mér fannst sérstaklega ánægju-
legt að sjá fréttir um niðurstöður
alþjóðlegrar skýrslu
Save the Children
samtakanna þar sem
fram kom að Ísland
væri ásamt Noregi og
Svíþjóð það land sem
byði upp á bestu aðstæðurnar
fyrir mæður til að ala upp börn
sín. Hverri þjóð er mikilvægt að
búa börnum hagstæð skilyrði til
að alast upp og það höfum við
gert hér, m.a. með því að hækka
barnabætur á þessu kjörtímabili
og ekki síst með stofnun
Fæðingarorlofssjóðs á sínum
tíma. Við viljum halda áfram á
þessari braut og tryggja að
aðstæður barnafólks verði í
fremstu röð.
Ætti að leyfa sölu léttvíns og
bjórs í matvöruverslunum?
Hefði verið rétt að auglýsa
stöðu forstöðumanns nýs
fagskóla á Miðnesheiði, sem
Hjálmar Árnason hlaut?