Tíminn - 18.05.1980, Side 7
Sunnudagur 18. mal 1980
7
Þórarinn Þórarinsson:
Nýi Oslóarsamningurinn er
ávinningur fyrir Island
Knut Frydenlund
Tveir Oslóar-
samningar
Island hefur gert tvo samn-
inga um landhelgismál i Osló.
Fyrri landhelgissamningur-
inn var geröur vorið 1976. Hann
var milli íslendinga og Breta og
fjallaöi um lausn þriðju og sið-
ustu landhelgisdeilunnar milli
þessara þjóða.Enginnmótmælir
þvi nii, að þessi samningur var
mikill sigur fyrir Island.
Það skorti þó ekki á, að reynt
væri að æsa menn upp gegn
þessum samningi. Efnt var til
götufundar I Reykjavik til að
mótmæla samningnum. Félag
áhugamanna um sjávariitvegs-
mál og Alþýðubandalagið mót-
mæltuhonum. Þjóðviljinn mót-
mælti honum hressilega. Jafn-
vel var á skrifum hans aö skilja,
að hér væri um hálfgert eða al-
gert landráöamál aö ræða.
Samningnum var ekki sizt
fundið það til foráttu, að hann
væri með ýmsa lausa enda.
Reynslan leiddi i ljós, að þetta
voru órökstuddar og óraunhæf-
ar staðhæfingar.
NU hafa Islendingar I annað
sinn samið i Osló um landhelgis-
mál. Að þessu sinni er samið viö
Norðmenn um lausn hinnar svo
nefndu Jan Mayen-deilu. Það á
eftir að sýna sig, að þessi samn-
ingur er ekki siður hagstæður
Islendingum en Oslóarsamning-
urinn fyrri.
En sagan endurtekur sig á
fleiri vegu. Alveg eins og 1976,
er reynt að finna hinum nýja
samningi flest til foráttu. Þjóð-
viljinn hamast gegn honum og
Dagblaöið tekur undir. Notaö
er svipað oröbragð og á sinum
tima um fyrri samninginn. Rétt
er þó að taka fram, að Alþýðu-
bandalaginu virðist minni al-
vara nii en 1976.
Þessi andspyrna á eftir að
fyrnast. Nýi Oslóarsamningur-
inn mun reynast íslendingum
ekkl siöur vel en hinn fyrri.
Með nýja samningnum eru
landgrunnsréttindi Islendinga á
Jan Mayen-svæðinu viöurkennd
og jafnframt viöurkennd mikil-
væg fiskveiðiréttindi Islands.
Þetta hefur áður verið svo Itar-
lega rakiö, að það verður ekki
endurtekið hér.
Crosland
Að öllum öðrum ólöstuðum
átti einn maður meiri þátt I
Oslóarsamningnum 1976 en
nokkur annar. Það var Anthony
Crosland, þáverandi utanrikis-
ráðherra Bretlands. Þó átti
hann öðrum öröugri aðstööu,
þar sem hann var þingmaður
þess kjördæmis I Bretlandi, sem
tapaöi mest á umræddum
samningi.
Að vlsu voru Bretar búnir að
gera sér ljóst, að þeir myndu
tapa deilunni. En það er ekki
háttur þeirra að gefast samt
upp, heldur að þrauka eins lengi
og hægt er. Það vildu lika brezk-
ir togaraeigendur, þvi að togar-
ar þeirra voru flestir gamlir og
Ureltir og áttu ekki eftir nema
fáar vertiðir.
En Anthony Crosland taldi
rangt að láta þetta sjónarmiö
ráða. Hann sá, að áframhald-
andi deila myndi spilla sam-
biið gamalla vinaþjóða til lang-
frama og geta dregið erfiðan
dilk á eftir sér. Hann tók þvi á
sig óvinsældir af þvi að semja
strax og þær mestar 1 sinu eigin
kjördæmi.
Það var mikið áfall fyrir
Breta, þegar Crosland féll frá
skömmu siöar. Hann var hik-
laust einn hæfasti stjórnmála-
maöur þeirra á þessari öld.
Anthony Crosland
Frydenlund
Fyrir þá, sem tóku þátt i viö-
ræðunum I Osló 1976 og aftur nil
á dögunum, var ánægjulegt að
fylgjast með þvi, aö Knut
Frydenlund fór á margan hátt
I fótspor Croslands. Frydenlund
var vafalitið sá af norsku samn-
ingamönnunum, sem skildi af-
stöðu íslendinga bezt og vildi
ganga semlengsttil móts við þá.
Eins og Crosland á sinum
tima átti hann þó mest á hættu
pólitiskt. Sterk andstaða var
meöal fiskimanna og útvegs-
manna I Noregi gegn allri
samningagerð við Islendinga á
þessu stigi.Þeir vildu færa fyrst
út lögsöguna við Jan Mayen og
láta Islendinga svo koma kné-
krjUpandi á eftir og fallast á
veiðiheimildir til handa Norö-
mönnum innan Islenzku lögsög-
unnar.
Frydenlund gerði sér ljóst, aö
þetta gæti leitt til hinna mestu
árekstra og jafnvel fjandskapar
milli náinna frænd- og vina-
þjóða. Hann tók heldur á sig
pólitlskar óvinsældir heima
fyrir en að láta undan óskum
hinna óbilgjörnu, en það hefði
vel getaö aflað honum stundar-
gengis.
Frydenlund á drýgstan þátt-
inn I þvi, að tslendingar geta vel
unað við siðari Oslóarsamning-
inn, alveg eins og Crosland hafði
reynzt íslendingum bezt viö
fyrri samningagerðina.
En fyrir þá báða, Crosland og
Frydenlund, var þaö mikill
styrkur, aö þeir virtu og mátu
mótsemjendur slna. Milli þeirra
Croslands og Einars Agústsson-
ar skapaðist gagnkvæmt traust
og viröing. Þetta gilti ekki slður
um þá Frydenlund og Ólaf Jó-
hannesson. Islendingar áttu
góða forsvarsmenn I Oslóarvið-
ræöunum 1976 og 1980, þar sem
voru þeir Einar Agústsson og
Ólafur Jóhannesson.
Stjórnar-
andstaðan
Sá munur var á viðræðunum I
Osló 1976 og 1980, að nú voru
fulltrúar stjórnarandstöðu-
flokkanna með I viöræöunum.
FulltrUi Sjálfstæðisflokksins
var Matthlas Bjarnason og full-
trúi Alþýðuflokksins Sighvatur
Björgvinsson.
Það er alltaf freisting fyrir
fulltrúa stjórnarandstöðunnar
undir sllkum kringumstæðum
að taka tillit til flokkslegra sjón-
armiða. Um það verða þeir
Matthlas og Sighvatur ekki sak-
aðir. Þeir lögðu'fram sitt lið til
þess, að sem beztur árangur
gæti náðst. Það er mikilsvert,
að slík samstaða geti myndazt
milli rlkisstjórnar og stjórnar-
andstöðu I mikilvægum utan-
rlkismálum. óhætt er að segja
að framganga þeirra Matthías-
ar og Sighvats hafi verið til
fyrirmyndar.
Fari svo, að Hægri flokkurinn
norski fallist á samkomulagið,
má vafalltið aö einhverju leyti
þakka það Matthlasi Bjarna-
syni. Þeir ræddust við hann og
Kaare Willoch, formaöur þing-
flokks Hægri flokksins og
reyndar aðalforingi hans. SU
orðasenna mun hafa orðið tals-
vert hörð og Matthías ekki látiö
hlut sinn fremur en endranær.
Ólafur Ragnar Grlmsson
hafði sérstöðu I málinu, þvl að
flokkur hans hafði samþykkt til-
lögur, sem fyrirfram var von-
laust um að fengjust fram, enda
þær geröar I þvl augnamiði aö
torvelda samninga. Yfirleitt var
þó afstaða ólafs jákvæð I viö-
ræöum innan islenzku samn-
inganefndarinnar og hann geröi
margar gagnlegar athuga-
semdir. Hlutur hans er þvl betri
en ætla má af frásögnum hans
sjálfs eftir heimkomuna.
Þáttur
Steingríms
Segja má,að landgrunnsþátt-
urinn I viöræðunum hafi reynzt
mun auðveldari en fiskveiöi-
þátturinn. Norömenn féllust til-
tölulega fljótt á að viöurkenna
efnahagslögsögu íslands og sér-
stakt tilkall tslands til land-
grunnsins ásamt mengunar-
vörnum.
Hins vegar vildu þeir veita
Islendingum sem minnst fisk-
veiðiréttindi. Þar reyndi mest á
Steingrim Hermannsson
sjávarútvegsráðherra. Vegna
einbeitni hans og málafylgju
náðist stórum meira fram I
sambandi viö fiskveiðarnar en
horfur voru á um skeið.
I þvl sambandi má nefna
ákvæðið um, að tslendingar
ákveði einir hámark heildarafl-
ans á loðnu og að vlsað skuli til
þess I væntanlegum viðræðum
við aðra aðila, m.a. Efnahags-
bandalagiö. Um þessi ákvæði
snerust viðræðurnar meira en
nokkuð annað.
Hámarkið
Nokkuö hefur verið deilt á
þaö, aö vald tslendinga til að
ákveða hámarksafla á loönu sé
ekki nægilega tryggt.
I viötali við Tlmann 12. þ.m.
sagðist Steingrlmur Hermanns-
son álíta það mikinn feng aö
Islendingar skuli ákveða heild-
armagn á loönu. Að vlsu gæfi
siðasta málsgrein 4. greinar
Norðmönnum undankomuleið,
ef um bersýnilega ósann -
gjarna ákvörðun væri að ræða.
En I þessu fælist engin hætta,
þar eð þetta teldist eiga viö
um það, ef ákveðin væri minni
veiði en vlsindamenn legöu til.
En hér dytti varla nokkrum I
hug, að slikt gæti átt eftir að
koma fyrir, það væri svo fjar-
stætt. Þessi klásúla væri hins
vegar inni I samkomulaginu
fyrst og fremst vegna þess, aö
vafasamt væri að norsk lög
heimiluðu, að annaö ríki hafi
svo mikinn ákvörðunarrétt I
norskri lögsögu.
Einnig væri það mikils virði
sem ioksins hefði tekizt að ná
inn i 8. greinina, að þessi samn-
ingur yrði m.a. lagður fram I
viöræðum við EBE. Með þvl
móti væru Norömenn skuld-
bundnir til að styðja Islendinga I
þvi sem þeir hefðu þarna sam-
þykkt, t.d. ákvörðun Islendinga
á heildarafla. Og þótt einn
nefndarmanna þeirra, Evensen,
heföi komiö með athugasemd Ut
af þessu atriöi, stæði samning-
urinn að sjálfsögöu óbreyttur,
enda enginn tekið undir það
sjónarmið hans að Norömenn
væru óbundnir af þessum samn-
ingi I samningum viö EBE. Það
væri þvi alger vitleysa, að meö
þessu hefði samningurinn verið
eyðilagður, því auövitaö stæði
hann, en ekki athugasemd eins
manns við hann.
15%
Steingrímur Hermannsson
sagði I viðtalinu varðandi það
loðnumagn, sem Norömenn fá
að veiöa samkvæmt samkomu-
laginu, að hann hefði að sjálf-
sögðu kosið að fá hundraöshluta
þeirra neðar en I 15%. En stað-
reyndin væri að Norömenn
heföu fengið u.þ.b. 15% I fyrra
og því væri ákaflega erfitt aö
standa gegn þvl. Hins vegar
sagðist Steingrlmur telja það
ákaflega mikils viröi, aö þessi
prósenta hefði verið ákveðin til
fjögurra ára, og að viö ákvörðun
á nýrri prósentu skuli lögð til
grundvallar þau sjónarmið sem
fram koma I samningnum.
Sagöist Steingrlmur þá álita, að
15% yrðu orðin svo fastmótuð,
að engin hætta væri á aö hlut-
fallið yrði hækkað.
Um þann misskilning, sem
rlkir varðandi hugsanlegar
loðnuveiðar Norðmanna á
Grænlandssvæöinu, sagöi Stein-
grímur þaö alveg ljóst, að EBE
fengi einhvern loðnukvóta, ekki
yrði komið I veg fyrir það. Og út
af fyrir sig skipti þá engu máli
hvort t.d. Þjóöverjar veiddu þá
loðnu, eða aö Norðmenn keyptu
kvótann. En hins vegar væri það
mikilvægt, að 15% sem samiö
var um, væru bundin við Jan
Mayen-svæðið, þannig að þótt
engin loðna gengi þangaö, sem
stundum kæmi fyrir, þá gætu
þeir ekki veitt þessi 15% á öðr-
um miðum t.d. Grænlandsmið-
um. Þetta samkomulag við
Norðmenn væri þvi tvlmæla-
laust langtum betra en að semja
ekki, þvi þá hefðu tslendingar
enga stjórn haft á loðnuveiðun-
um.
Einnig sagöist Steingrímur
állta það mikinn styrk fyrir
Islendinga, að hafa þetta sam-
komulag I höndum I þeim erfiðu
samningum sem framundan
væru við EBE.
Framkvæmdin
Reglur þær, sem nýi Oslóar-
samningurinn fjallar um, bæði
varðandi veiðarnar og land-
grunnið, eru ekki nema annar
þáttur þessara mála. Fram-
kvæmdin er ekki siöur mikil-
væg. Sérstakri fiskveiðinefnd
er ætlaö að fjalla um hana hvaö
fiskveiðarnar snertir. öll
ástæða er til að ætla, aö fram-
kvæmdin veröi öruggari og
betri vegna þess, aö samkomu-
lag náöist um undirstöðuatriöin
með friösamlegum og vinsam-
legum hætti.
Mikilvægt er, að góö sambúð
og gagnkvæmur skilningur rlki
meðal norrænna þjóða. Oslóar-
samningurinn a' dögunum mun
styrkja grundvöll sllks sam-
starfs.
menn og málefni