Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
SUNNUDAGUR
20. maí 2007 — 136. tölublað — 7. árgangur
Stangveiði-
sýning um helgina
H
im
in
n
o
g
h
af
/S
ÍA Opið í dag sunnudag 12–16
Eins og samheldin
þjóð
Sorg hjá þátttakend-
um EVE Online eftir
voveiflegan atburð.
FÓLK 34
Skálað í sódavatni
Þórarinn Tyrfingsson
óttast ekki sjö-
tugsaldurinn.
TÍMAMÓT 12
Styrkjum lýðræðið
„Stjórnarandstaðan leikur þar stórt
hlutverk; málefnaleg gagnrýni,
sem er uppbyggileg og sett fram af
festu, er ekki síður mikilvæg heldur
en það sem gerist við ríkisstjórnar-
borðið,“ segir Illugi Gunnarsson.
Í DAG 10
YFIRLEITT BJARTVIÐRI Sunnan
og vestantil má búast við bjartviðri
í dag, en einhverri úrkomu á norð-
austur horninu. Hitinn er á bilinu
2-8 stig, hlýjast suðvestanlands,
en svalast norðaustantil. Vindur er
yfirleitt frekar hægur, 5-10 m/s.
VEÐUR 4
18
REYNISFJARA VIÐ REYNISFJALL Björgunarsveitarmenn komu með hina látnu að landi á fimmta tímanum í gær. Mikill viðbúnaður
var vegna slyssins og allt tiltækt björgunarlið á staðnum kallað til auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. MYND/ÞÓRIR N. KJARTANSSON
Chelsea
bikarmeistari
Didier Drogba
tryggði Chelsea
sinn fyrsta
bikarmeistara-
titil undir stjórn
Jose Mourinho.
ÍÞRÓTTIR 30
VEÐRIÐ Í DAG SLYS Bandarísk kona lést eftir að
brimalda hreif hana með sér úr fjör-
unni vestan við Reynisfjall við Vík í
Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74
ára. Hún var í hópi bandarískra
ferðamanna sem gerði stans í Reyn-
isfjöru til að virða fyrir sér brimið.
Fólkið gætti ekki að því hversu
hættulegt brimið getur verið.
Lögreglan á Hvolsvelli segir
mildi að dóttir konunnar, sem stóð
við hlið hennar þegar atvikið átti
sér stað, hafi komist undan brim-
skaflinum. Þrír ferðafélagar kon-
unnar óðu út í hafið til að reyna
bjarga henni en sneru aftur að
landi þegar þeir fundu hve straum-
þunginn var mikill.
Neyðarkall barst stundarfjórð-
ung í fjögur og var allt tiltækt lið í
landi kallað út auk þyrlu Land-
helgisgæslunnar. Um klukkustund
síðar fundu björgunarsveitar-
menn frá Vík í Mýrdal hana
skammt frá landi.
Hópurinn var á ferð með Kynn-
isferðum. Áætluð heimferð fólks-
ins er á mánudag. Fulltrúar Rauða
krossins og bandaríska sendiráðs-
ins tóku á móti ferðafélögum kon-
unnar þegar þeir komu til hótels
síns í Reykjavík og veittu áfalla-
hjálp.
„Við tókum ákvörðun síðasta
þriðjudag um að þarna yrðu sett
aðvörunarskilti og björgunar-
hringur. Ferlið var komið í gang
en því miður ekki lengra en þetta,“
segir Einar Bárðarson, formaður
björgunarsveitarinnar Víkverja í
Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að
öllum eigi að vera kunnugt að
hafið geti verið varhugavert og að
ekki sé hægt að áfellast nokkra
manneskju í þessu máli.
„Við erum skelfingu lostin yfir
þessum atburði. Leiðsögumaður
okkar hafði varað hópinn við því
að fara of nálægt sjónum og stóð
rétt hjá. Það gat enginn átt von á
svona stórri öldu,“ segir Sigríður
Hallgrímsdóttir, starfsmanna-
stjóri Kynnisferða.
- kdk
Kona lét lífið þegar
brimskafl tók hana
Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif
frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveit-
arinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti.
FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson lék í
gær sinn síðasta leik með belgíska
félaginu Lokeren og batt þar með
enda á atvinnumannaferil sinn
sem náði yfir fjórtán tímabil í
þremur löndum. Á hann að baki
tuttugu ára feril og hefur leikið á
fimmta hundrað deildarleiki í
fjórum löndum.
Hann mun í vikunni flytjast til
Íslands og spila með KR, sínu
gamla félagi. Hann lék með KR
árin 1987-1994 og á að baki 126
leiki í efstu deild.
Stuðningsmenn Lokeren hylltu
Rúnar sérstaklega fyrir leik og
einnig þegar honum var skipt af
velli á 73. mínútu. - esá/sjá síðu 26
Snýr aftur í vesturbæinn:
Rúnar kvaddur
með virktum
TILFINNINGARÍK STUND Rúnar er hér
með konu sinni, Ernu Maríu Jónsdóttur,
og Tönju dóttur þeirra.
FRÉTTABLAÐIÐ/MARC GUYVARTS
HAFNARFJÖRÐUR „Fólk virðist ekki
átta sig á því að þetta getur skaðað
dýralíf og barnastarf,“ segir
Áskell Fannberg, starfsmaður
Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnar-
firði, í gær eftir að upp komst að
bátar, sem börn höfðu verið að
sigla á í höfninni, voru útataðir í
olíu. Lögregla og fulltrúar heil-
brigðiseftirlits voru kallaðir á
vettvang í kjölfarið.
„Það er auðvitað ekki hægt að
segja hvaðan þessi olía kemur en
vissulega horfir maður til Wilson
Muuga,“ segir Áskell.
Tore Skjenstad, fulltrúi heil-
brigðiseftirlitsins, segir fátítt að
menn noti olíu eins og þá sem lak í
sjóinn. Ekkert bendi til að olían sé
úr Wilson Muuga sem liggur við
festar í höfninni. „Það er bannað
að farga olíu á þennan hátt,“ segir
Tore. Málið er til rannsóknar hjá
lögreglu. - kdk
Mengun í Hafnarfjarðarhöfn minni en talið var í fyrstu:
Bátar barnanna útataðir í olíu
LÖÐRANDI Í OLÍU Áskell Fannberg vann
hörðum höndum við að þrífa olíuna.
BANDARÍKIN Faðir 10 mánaða
gamals drengs sótti um og fékk
byssuleyfi fyrir son sinn í Illinois-
ríki í Bandaríkjunum. Á leyfinu
er mynd af Bubba litla og
torkennilegt krot sem telst lögleg
undirskrift.
Howard Ludwig, faðir Bubba,
segist hafa sótt um leyfið á netinu
þar sem afi Bubba hafi gefið
honum haglabyssu sem erfðagrip,
að því er fram kemur á vef
Ananova. Hann sagði þó fjölmiðl-
um að afinn fengi að geyma
byssuna þar til Bubba yrði 14 ára
gamall eða svo.
Lögregluyfirvöld í Illinois
segjast hafa fylgt lögum við
útgáfu byssuleyfisins. - bj
Tíu mánaða fékk byssuleyfi:
Fékk hagla-
byssu frá afa
TINNAHÁTÍÐ UM HEIM ALLAN
Á þriðjudaginn verða 100 ár liðin frá fæðingu
belgíska teiknarans Hergé, sem er þekktur um
allan heim sem höfundur Tinnabókanna.