Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR 20. maí 2007 — 136. tölublað — 7. árgangur Stangveiði- sýning um helgina H im in n o g h af /S ÍA Opið í dag sunnudag 12–16 Eins og samheldin þjóð Sorg hjá þátttakend- um EVE Online eftir voveiflegan atburð. FÓLK 34 Skálað í sódavatni Þórarinn Tyrfingsson óttast ekki sjö- tugsaldurinn. TÍMAMÓT 12 Styrkjum lýðræðið „Stjórnarandstaðan leikur þar stórt hlutverk; málefnaleg gagnrýni, sem er uppbyggileg og sett fram af festu, er ekki síður mikilvæg heldur en það sem gerist við ríkisstjórnar- borðið,“ segir Illugi Gunnarsson. Í DAG 10 YFIRLEITT BJARTVIÐRI Sunnan og vestantil má búast við bjartviðri í dag, en einhverri úrkomu á norð- austur horninu. Hitinn er á bilinu 2-8 stig, hlýjast suðvestanlands, en svalast norðaustantil. Vindur er yfirleitt frekar hægur, 5-10 m/s. VEÐUR 4      18 REYNISFJARA VIÐ REYNISFJALL Björgunarsveitarmenn komu með hina látnu að landi á fimmta tímanum í gær. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og allt tiltækt björgunarlið á staðnum kallað til auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. MYND/ÞÓRIR N. KJARTANSSON Chelsea bikarmeistari Didier Drogba tryggði Chelsea sinn fyrsta bikarmeistara- titil undir stjórn Jose Mourinho. ÍÞRÓTTIR 30 VEÐRIÐ Í DAG SLYS Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr fjör- unni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74 ára. Hún var í hópi bandarískra ferðamanna sem gerði stans í Reyn- isfjöru til að virða fyrir sér brimið. Fólkið gætti ekki að því hversu hættulegt brimið getur verið. Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að dóttir konunnar, sem stóð við hlið hennar þegar atvikið átti sér stað, hafi komist undan brim- skaflinum. Þrír ferðafélagar kon- unnar óðu út í hafið til að reyna bjarga henni en sneru aftur að landi þegar þeir fundu hve straum- þunginn var mikill. Neyðarkall barst stundarfjórð- ung í fjögur og var allt tiltækt lið í landi kallað út auk þyrlu Land- helgisgæslunnar. Um klukkustund síðar fundu björgunarsveitar- menn frá Vík í Mýrdal hana skammt frá landi. Hópurinn var á ferð með Kynn- isferðum. Áætluð heimferð fólks- ins er á mánudag. Fulltrúar Rauða krossins og bandaríska sendiráðs- ins tóku á móti ferðafélögum kon- unnar þegar þeir komu til hótels síns í Reykjavík og veittu áfalla- hjálp. „Við tókum ákvörðun síðasta þriðjudag um að þarna yrðu sett aðvörunarskilti og björgunar- hringur. Ferlið var komið í gang en því miður ekki lengra en þetta,“ segir Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að öllum eigi að vera kunnugt að hafið geti verið varhugavert og að ekki sé hægt að áfellast nokkra manneskju í þessu máli. „Við erum skelfingu lostin yfir þessum atburði. Leiðsögumaður okkar hafði varað hópinn við því að fara of nálægt sjónum og stóð rétt hjá. Það gat enginn átt von á svona stórri öldu,“ segir Sigríður Hallgrímsdóttir, starfsmanna- stjóri Kynnisferða. - kdk Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveit- arinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson lék í gær sinn síðasta leik með belgíska félaginu Lokeren og batt þar með enda á atvinnumannaferil sinn sem náði yfir fjórtán tímabil í þremur löndum. Á hann að baki tuttugu ára feril og hefur leikið á fimmta hundrað deildarleiki í fjórum löndum. Hann mun í vikunni flytjast til Íslands og spila með KR, sínu gamla félagi. Hann lék með KR árin 1987-1994 og á að baki 126 leiki í efstu deild. Stuðningsmenn Lokeren hylltu Rúnar sérstaklega fyrir leik og einnig þegar honum var skipt af velli á 73. mínútu. - esá/sjá síðu 26 Snýr aftur í vesturbæinn: Rúnar kvaddur með virktum TILFINNINGARÍK STUND Rúnar er hér með konu sinni, Ernu Maríu Jónsdóttur, og Tönju dóttur þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/MARC GUYVARTS HAFNARFJÖRÐUR „Fólk virðist ekki átta sig á því að þetta getur skaðað dýralíf og barnastarf,“ segir Áskell Fannberg, starfsmaður Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnar- firði, í gær eftir að upp komst að bátar, sem börn höfðu verið að sigla á í höfninni, voru útataðir í olíu. Lögregla og fulltrúar heil- brigðiseftirlits voru kallaðir á vettvang í kjölfarið. „Það er auðvitað ekki hægt að segja hvaðan þessi olía kemur en vissulega horfir maður til Wilson Muuga,“ segir Áskell. Tore Skjenstad, fulltrúi heil- brigðiseftirlitsins, segir fátítt að menn noti olíu eins og þá sem lak í sjóinn. Ekkert bendi til að olían sé úr Wilson Muuga sem liggur við festar í höfninni. „Það er bannað að farga olíu á þennan hátt,“ segir Tore. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. - kdk Mengun í Hafnarfjarðarhöfn minni en talið var í fyrstu: Bátar barnanna útataðir í olíu LÖÐRANDI Í OLÍU Áskell Fannberg vann hörðum höndum við að þrífa olíuna. BANDARÍKIN Faðir 10 mánaða gamals drengs sótti um og fékk byssuleyfi fyrir son sinn í Illinois- ríki í Bandaríkjunum. Á leyfinu er mynd af Bubba litla og torkennilegt krot sem telst lögleg undirskrift. Howard Ludwig, faðir Bubba, segist hafa sótt um leyfið á netinu þar sem afi Bubba hafi gefið honum haglabyssu sem erfðagrip, að því er fram kemur á vef Ananova. Hann sagði þó fjölmiðl- um að afinn fengi að geyma byssuna þar til Bubba yrði 14 ára gamall eða svo. Lögregluyfirvöld í Illinois segjast hafa fylgt lögum við útgáfu byssuleyfisins. - bj Tíu mánaða fékk byssuleyfi: Fékk hagla- byssu frá afa TINNAHÁTÍÐ UM HEIM ALLAN Á þriðjudaginn verða 100 ár liðin frá fæðingu belgíska teiknarans Hergé, sem er þekktur um allan heim sem höfundur Tinnabókanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.