Fréttablaðið - 20.05.2007, Side 6

Fréttablaðið - 20.05.2007, Side 6
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 SVONA NOTAR ÞÚ GLITNISPUNKTANA • Útborgun í peningum • Ferðalög • Innborgun á sparnað • Góðgerðamál og margt fleira George W. Bush Bandaríkjaforseti hafnaði á föstudag boði demókrata á þingi, sem hugðust leggja fram frumvarp um aukafjár- veitingu til stríðsins í Írak með tímaáætl- un um brott- hvarf hersins, en þó þannig að forsetinn gæti hætt við brott- flutning hersins ef hann teldi þess þörf. Joshua Bolten, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, sagði allar tímasetningar um brotthvarf hersins grafa undan því að árangur náist í stríðinu í Írak. „Það er vægt til orða tekið að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Harry Reid, leiðtogi þingmeirihluta demó- krata í öldungadeildinni. Vonbrigði fyrir demókrata BYKO hefur kært Múrbúðina til Neytendastofu vegna Múskó auglýsingaherferð- arinnar sem forsvarsmönnum BYKO þykja beinast gegn fyrirtækinu. Áður hafði Múrbúð- in kært BYKO til Neytendastofu fyrir ólögmæta viðskiptahætti. Múrbúðin hefur gagnrýnt BYKO fyrir að birta ekki rétt verð í tilboðsauglýsingum. Kæra Múrbúðarinnar er enn til afgreiðslu hjá Neytendastofu en BYKO hefur óskað eftir því að málin verði afgreidd saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kærumál ganga á milli verslan- anna því í fyrra kærði BYKO Múrbúðina til Neytendastofu vegna auglýsinga. BYKO kærir Múrbúðina Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir nýgengna dóma í fjórum þjóð- lendumálum geta verið fordæmis- gefandi fyrir önnur slík mál. Hæstiréttur úrskurðaði landeig- endum í vil í fjórum þjóðlendumál- um á miðvikudag og ógilti þannig tvo úrskurði óbyggðanefndar. Ekki eru dæmi þess að Hæstiréttur hafi áður snúið héraðsdómi um þjóð- lendu yfir í eignarland. „Það eru nokkur atriði í dómnum sem benda til að sú ofurþunga sönnunarbyrði sem lögð hefur verið á landeigend- ur, hafi að einhverju leyti verið létt, og leiðir vonandi til breytinga á kröfugerð ríkisins gagnvart óbyggðanefnd,“ segir Ragnar, sem fór með eitt málið fyrir hönd landeig- enda. Þrjú málanna snerust um svæði sunnan Mýrdalsjökuls. Héraðsdómur hafði komist að þeirri niður- stöðu að landamerkjabréf væru ekki nægar heimildir fyrir séreign- arrétti jarðanna. „Samt leggur dómur Hæstaréttar áherslu á að það sé ekki nóg að vera með þinglýstar eignarheimildir að landi frá því að lögin um landamerki voru sett árið 1882, heldur þurfi eignarheimildir frá þeim tíma að styðjast við enn eldri heimildir,“ segir Ragnar. Síðasta málið snerist um Rangárþing ytra, og hvort óbyggðanefnd hefði verið heimilt að ganga lengra en ríkið krafð- ist við afmörkun þjóðlendu. Það féllst Hæstiréttur ekki á og dæmdi landið eignarland. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði heimasíðu Kolviðar síðastliðinn þriðjudag og nú þegar hafa á annað hundrað einstaklingar keypt kolefnisbindingu í gegnum síðuna. Á heimasíðunni má reikna út hvað hver bíll losar mikið af koldíoxíði á ári og hvað þarf mörg tré til að jafna þá losun. Trén eru keypt á heimasíðunni og Kolviður sér um að planta þeim. „Viðbrögðin hafa verið framar björtustu vonum og nú þegar hafa á annað hundrað einstaklingar kol- efnisjafnað sig,“ segir Soffía Waag Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kolviðar. Ýmis fyrirtæki hafa einnig sýnt verkefninu áhuga og ríkisstjórn Íslands hefur látið kolefnisjafna allar bifreiðar stjórnarráðsins. Frá og með næstu áramótum verð- ur öllum ráðuneytum og ríkis- stofnunum gert að kolefnisjafna vegna flugferða starfsmanna sinna innanlands og utan. Soffía segir að kolefnisjöfnun sé ekki dýr. „Þumalputtareglan er sú að það kosti jafnvirði einnar bensínáfyllingar að kolefnisjafna bílinn sinn og fyrir þann pening fást fjölmörg tré,“ segir Soffía. Alls þarf um sjö milljónir trjáa á ári til þess að kolefnisjafna þau 750.000 tonn af koldíoxíði sem íslenski bílaflotinn losar árlega. Það er ekki langt síðan farið var að tala um kolefnisjöfnun en hún hefur svo sannarlega átt upp á pallborðið undanfarið. Í vikunni bárust fréttir af því að bílaumboð- ið Hekla ætli að kolefnisjafna alla sína starfsemi og mun ágóðinn renna til Heklu- skóga. Þá er ekki stutt síðan Reykjavíkur- borg og Voda- fone opnuðu símalínu þar sem landsmenn geta keypt tré með einu sím- tali. Soffía segir að vitundarvakn- ing hafi átt sér stað varðandi umhverfismál. „Það er ekki leng- ur spurning um hvort ríki eigi að bregðast við aukningu gróður- húsalofttegunda heldur hvernig. Víða í löndum í kringum okkur hafa verið settir á sérstakir skattar sem greiða fyrir fram- kvæmdir til kolefnisjöfnunar. Kolviður er sérstakur að því leyti að hann höfðar til almennings og hvetur fólk til þess að taka sjálft – ótilneytt – ábyrgð á umhverfi sínu,“ segir Soffía. Sem stendur geta einstaklingar einungis kolefnisjafnað bílaferðir sínar en innan skamms mun Kol- viður einnig bjóða upp á kolefnis- jöfnun vegna flugferða. Kolefnisjöfnun gegn gróðurhúsaáhrifum Heimasíða kolefnissjóðsins Kolviðar var opnuð formlega í vikunni. Með verk- efninu gefst einstaklingum og fyrirtækjum kostur á að kaupa tré til gróður- setningar og jafna þannig kolefnislosun sína vegna samgöngutækja. Munt þú stunda kaffihús eða skemmtistaði meira eftir að reykingabann tekur gildi 1. júní? Gætir þú hugsað þér að kaupa nýsjálenskt lambakjöt verði það á betra verði en íslenskt lambakjöt? Samtökin International Crisis Group hvetja Evrópusambandið og Bandaríkin til að breyta tillögum um framtíð Kosovo-héraðs til þess að Rússar geti fallist á þær sem fyrst. Í nýrri skýrslu hvetja samtökin til þess að sérstakur fulltrúi verði látinn fara með málefni minnihlutahópa í Kosovo og einnig að tveggja ára frestur verði veittur áður en Kosovo getur sótt um aðild að Sameinuðu þjóðunum sem sjálfstætt ríki. Martti Ahtisaari, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, lagði til í síðasta mánuði að Kosovo fengi sjálf- stæði, sem þó skyldi sæta alþjóðlegu eftirliti. Kosovo-Albanar, sem eru í miklum meirihluta íbúa héraðsins, hafa fallist á þá tillögu, en serbneski minnihlutinn er henni algerlega andvígur. Stjórn- völd í Serbíu styðja serbneska minnihlutann í Kosovo, og Rússar hafa sömuleiðis neitað að fallast á tillögur Ahtisaaris í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rússar hafa neitunarvald. „Valið stendur nú á milli þess að þröngva alþjóðlegri lausn upp á Kosovo eða að engin lausn fáist í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Sabine Freizer hjá International Crisis Group. „Allar tafir sem verða á því að tekin verði ákvörðun um stöðu Kosovo verða til þess að ástandið, sem er nógu viðkvæmt fyrir, verður bara enn flóknara.“ Frekari tafir flækja stöðuna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.