Fréttablaðið - 20.05.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 20.05.2007, Síða 10
greinar@frettabladid.is Hundrað manna vösk sveit sjálf-boðaliða, frambjóðenda og borg- arfulltrúa braut blað í aðdraganda al- þingiskosninga á Íslandi vorið 2007. Sveitin var úr röðum Samfylking- arinnar og hún gekk hús úr húsi í Reykjavík, færði íbúum rauða rós og spjallaði um pólitík í stigagöng- um og dyragáttum. 15.000 heimili voru heimsótt og veganesti fótgöngu- liðanna var eins og best verður á kosið; vel- ferð, jöfnuður og jafnrétti. Fyrir borgarfulltrúa á fyrsta starfsári var þessi leiðangur holl lexía um tilgang stjórnmálanna og hlutverk þeirra sem starfa í umboði þjóðarinnar. Í hverri götu og hverjum stigagangi býr einstaklingur sem nýtur ekki ávaxtanna af velgengni síðustu ára. 94 ára gömul kona hafði félagsskap af 95 ára gamalli frænku sinni sem bjó í sama húsi. Sú var reynd- ar með bilað heyrnartæki og heyrði því fátt. Það skipti þó ekki sköpum því sú yngri var svo lúin til fótanna að hún komst ekki lengur milli hæða til að taka hús á frænku sinni. Hjúkrunarrýmin vantar og starfsfólk vantar. Það vantar töluvert upp á að við sinnum eldri borg- urum landsins þannig að sómi sé að. Foreldrar tóku glaðir við rósinni rauðu og þáðu bæklinginn um „Unga Ís- land“, barnapólitík Samfylkingarinnar. Foreldrarnir voru þreyttir eftir langan vinnudag og þreyttir á því að tvær fyrir- vinnur duga ekki til. Íslendingar eru upp til hópa góðir uppalendur en til hvers er tíminn – ef ekki til að eyða honum saman? Ingibjörg Sólrún sagði í eld- húsdagsumræðum að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna, rétt eins og fyrir- tækin. Ótal Reykvíkingar tóku undir það í eld- húskrókum sínum um leið og þeir stungu rósinni rauðu í vasa. Hús úr húsi gengum við í þrjár vikur og sáum brotalamir velferðarkerfisins á mörgum hurðum sem við bönkuðum á. Við höfum efni á að gera betur. Velferð yngstu og elstu borgaranna á að vera í fyrirrúmi og það verður íslenskri þjóð til heilla ef næsta ríkisstjórn verður á sama máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft er traust vel- ferðarstjórn stærsta efnahagsmálið. Höfundur er borgarfulltrúi. Rósir í Reykjavík Þegar þetta er skrifað standa yfir viðræður Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar um mynd- un nýrrar ríkisstjórnar. Reynsla fjölmiðla af því að spá of snemma um úrslit kosninga kennir mér að fullyrða ekki um of um líkurnar á ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna tveggja. Ég ætla þó að leyfa mér að halda því fram að mjög líklegt sé að flokkarnir nái saman. Gangi það eftir mun setjast hér að völd- um mjög sterk og öflug ríkis- stjórn og sjálfsagt og rétt að gera miklar væntingar til hennar um góðan árangur. Ég vona að rík- isstjórnin verði framfarastjórn og að hún nái góðri sátt í samfé- laginu um þau verk sem hún vill vinna. Það er mikilvægt að okkar fámenna samfélag engist ekki sundur og saman í harkalegum deilum heldur reynum við sam- eiginlega að vinna landinu okkar sem best gagn. Stjórnarandstaðan leikur þar stórt hlutverk; málefnaleg gagn- rýni, sem er uppbyggileg og sett fram af festu, er ekki síður mik- ilvæg heldur en það sem ger- ist við ríkisstjórnarborðið. Mikil- vægi stjórnarandstöðu er gjarnan vanmetið og allt of oft er fram- lag hennar afgreitt sem eitthvert tuð sem engu máli skiptir. Ég er reyndar þeirrar skoðunar og hef lengi verið að það þurfi að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar á Al- þingi. Ráðherrar í ríkisstjórn- inni hafa allir sérstaka pólitíska aðstoðarmenn sér til halds og traust ásamt starfsmönnum ráðu- neytanna með ráðuneytisstjór- ana fremsta í flokki. Þetta styrk- ir mjög ráðherrana í hinum pólit- íska slag við stjórnarandstöðuna. Gagnaöflun, undirbúningur vegna ræðuskrifa og annað slíkt starf verður allt miklu auðveldara og markvissara hjá þeim sem gegna ráðherradóm heldur en hjá hinum sem eru í forystu hjá stjórnar- andstöðunni. Í ljósi þess hversu mikilvægt það er að stjórnarand- staðan sinni hlutverki sínu vel má velta því fyrir sér hvort ekki væri nú lag til að styrkja hana og reyna að jafna aðeins aðstöðuna á milli leiðtoga hennar og ráðherr- anna. Ein leið væri sú að formenn stjórnarandstöðuflokkanna fengu hver fyrir sig sérstakan aðstoð- armann og ritara sér til halds og trausts. Vitanlega fylgir slíkum ráðningum kostnaður, en í fyrsta lagi þá kostar lýðræðið peninga og í öðru lagi þá er ég þeirrar skoðunar að vönduð stjórnarand- staða skili þjóðinni miklum verð- mætum í formi bættrar löggjaf- ar. Engin ríkisstjórn er svo vel mönnuð að ekki geti frá henni komið einhver vitleysa og þá ríður á að stjórnarandstaðan haldi mönnum við efnið og bendi á það sem miður geti farið. Ég ætla ekki að ræða hér fjár- mál stjórnmálaflokkanna og þau lög sem sett voru á Alþingi þar um á síðasta kjörtímabili í löngu máli. En kosningabaráttan núna og sá aðstöðumunur sem er á milli nýrra stjórnmálaflokka og hinna sem fyrir eru, kallar á það að þau lög verði endurskoðuð. Mér finnst til dæmis eðlilegt að ráðherrar og forystumenn stjórn- arandstöðunnar fái vissa þjónustu sem greidd er af almannafé. En sá ríkisrekstur stjórnmálaflokka sem nú blasir við er ekki heil- brigður eða eðlilegur. Við sáum það í kosningabaráttunni að fé- lagasamtök og einstaklingar birtu auglýsingar á sinn kostnað sem gagnast áttu þeim stjórnmála- flokkum sem viðkomandi félaga- samtök eða einstaklingar töldu sig eiga samleið með. Mín spá er sú að við höfum í þessum kosningum einungis orðið vitni að upphafinu að þróun sem kann þegar fram líða stundir að verða mjög óheppi- leg fyrir lýðræðið. Hvernig ætlum við að taka á því ef það færist í vöxt að stjórn- málaflokkarnir komi sér upp ein- hvers konar hliðarsamtökum sem lúta ekki þeim reglum sem þeir hafa sett sjálfum sér á Alþingi? Munum við sætta okkur við það að stofnað sé félag langþreyttra skattgreiðenda sem ver miklum fúlgum í að auglýsa nauðsyn þess að lækka skatta í næstu kosning- um og ræðst jafnvel harkalega á þá stjórnmálamenn sem tala gegn slíkum lækkunum – birtir jafn- vel af þeim skopmyndir? Eða munum við telja það æskilegt að stór hagsmunasamtök, til dæmis ASÍ eða Samtök atvinnulífsins, taki virkan þátt í kosningabarátt- unni í nafni félagsmanna sinna með auglýsingum sem styðja mál- stað einstakra stjórnmálaflokka? Og hvað með stórfyrirtækin, eiga þau í krafti auðs síns að stíga inn í stjórnmálabaráttuna með aug- lýsingum með eða á móti einstök- um stjórnmálaflokkum eða stjórn- málamönnum? Vissulega hafa allir þessir aðilar rétt til að tjá skoðanir sínar, en menn verða að gæta sín. Og allra helst í tilfelli félagasamtaka sem skylduaðild er að. En enginn þeirra býr við sömu reglur og takmarkanir og stjórn- málaflokkarnir og í því felst hætt- an. Tilgangurinn með breyttum lögum var sá að styrkja lýðræðið í sessi. Gæti hugsast – aldrei þessu vant – að niðurstaðan verði önnur en sú sem menn ætluðu? Styrkjum lýðræðið Þ egar Guðni Ágústsson lýsti meintum svikum sjálfstæð- ismanna við framsóknarmenn greip hann til athyglis- verðrar orðanotkunar. „Frjálshyggjumennirnir í Sjálf- stæðisflokknum voru farnir að tala við Samfylking- una,“ sagði varaformaðurinn svo fullur fyrirlitningar, að ekki fór á milli mála að í munni hans var orðið „frjálshyggju- menn“ argasta skammaryrði. Þetta er ekki nýtt í tungutaki íslenskra stjórnmála. Frjáls- hyggja hefur haft á sér óverðskuldað óorð, sem hefur verið við- haldið af íhaldsmönnum bæði til vinstri og hægri. Sannarlega er þó höfuðkenning hennar um frjálsan markað sá grunnur sem öll velmegandi samfélög heimsins byggja tilveru sína á. Kannski er ástæðan fyrir óorði frjálshyggjunnar ekki flókn- ari en sú að andlit hennar og háværasti talsmaður hér á landi hefur um árabil verið Hannes Hólmsteinn Gissurarson? Ýmis- legt jákvætt er hægt að segja um Hannes, eitt af því er þó sann- arlega ekki að hann sé laginn talsmaður málefnis. Svo ólíkir stjórnmálaforingjar sem Margaret Thatcher og Tony Blair sóttu í sama hugmyndafræðilega brunninn um kosti hins frjálsa markaðar. Eins og gildir um svo marga stjórnmála- menn náði frjálslyndi þeirra þó lengra í þeim efnum heldur en þegar kom að frelsi einstaklingsins. Að hafa vit fyrir fjöldanum virðist vera djúpstæð þörf flestra sem gefa kost á sér til stjórn- málastarfa. Frjálshyggju hefur að ósekju verið stillt upp sem andstæðingi sameiginlegs velferðarkerfis og jafnaðarmennsku. Einn meg- inhugmyndafræðingur bresku frjálshyggjunnar, Ralph Harris, ýtti slíkri gagnrýni út af borðinu á eftirminnilegan hátt þegar hann sagði eitthvað á þá leið að hann væri alls ekki á móti því að velferðarkerfið legði til öryggisnet, hann vildi hins vegar ekki sjá það setja upp hengirúm. Flest bendir nú til að Samfylkingin setjist í ríkisstjórn í fyrsta skipti og virðist Guðni Ágústsson tala fyrir munn þeirra sem ótt- ast að það muni þýða uppgang frjálshyggju. Þegar Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir boðaði „frjálslynda umbótastjórn“ hefur Guðna örugglega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. Í aðdraganda kosninganna varð Ingibjörgu Sólrúnu, ásamt öðrum, tíðrætt um vaxandi ójöfnuð hér á landi. Staðreyndin er þó sú að í alþjóðlegum samanburði á jöfnuði má Ísland vel við una. Það sem hefur breyst allra síðustu ár er að upp er sprottinn örsmár hópur auðfólks sem hefur gaman af að berast á. Hagur þessa hóps hefur engin áhrif á afkomu hins breiða fjölda. Nýja- brumið af látalátum hinna ríku mun hverfa. Á endanum verður það ef til vill jafn hversdagslegt og að tala í GSM-síma á gangi niður Laugaveg, sem þótti mikil sýndarmennska þegar þau tæki komu fyrst á markað. Ágætt er að hafa í huga að sönn jafnaðarmennska felst ekki í því að jafna aðstæður fólks, heldur að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu og að enginn verði skilinn eftir. Og þar sem fólk mun alltaf nýta tækifæri sín misvel mun ákveðin misskipting alltaf vera til staðar. Óttaslegnir íhaldsmenn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.