Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 15
uð plötur á Íslandi. Hvernig kom meikharkið til? ,,Það byrjaði þegar samingurinn okkar við Smekkleysu rann út. Þá þurftum við að ákveða hvað við vildum gera og ákváðum að hella okkur út í alvöruna. Svo fóru hlutirnir að rúlla. Það var eðli- leg framþróun að flytja út eftir nokkra túra því annars hefðum við orðið gjaldþrota að eilífu. Þetta var náttúrlega fyrir tíma Loftbrú- arinnar. Við bjuggum í London í tvö ár og spiluðum mjög mikið í Bretlandi og Skandinavíu. Maður hugsar oft til baka til þessa tíma og spyr sjálfan sig hvort margt af þessu hafi í alvöru gerst, eins og til dæmis þegar við spiluðum í ein- hverjum helli í Noregi fyrir 3000 manns.“ Hver voru bestu og verstu giggin? ,,Verstu giggin voru á einhverj- um skítabúllum í plássum sem maður hefur gleymt hvað heita. Það voru kannski fjórir að horfa og einn hundur. Oft snúast slík gigg þó upp í innanbúðardjók og verða rosalega fyndin eftir á. Besta giggið var lík- lega á Reading-hátíðinni árið 2000 þegar við spiluðum á Carling-svið- inu sem annað aðalnúmerið. Það var geðveikt stuð og algjör snilld. Ég hugsa að það hafi verið einn af hápunktunum fyrir þetta litla stelpuband frá Keflavík.“ Fannst þér einhvern tímann að nú væri meikið alveg að bresta á? ,,Þegar maður horfir til baka eru náttúrlega nokkur lykilaugnablik á ferli Bellatrix þótt maður hafi ekki fundið fyrir þeim á sínum tíma. Eitt þeirra var til dæmis þegar BBC1 setti lag með okkur í dagsspilun. Þá vorum við að æfa einhvers staðar og tíu hljómsveit- ir hlupu inn til okkar til að segja okkur að það væri verið að spila okkur í útvarpinu. Við vorum bara: ,,So? Það er alltaf verið að spila okkur á Rás 2.“ En þetta var mik- ilvægt skref. Svo var gaman að vinna með Fierce Panda-merkinu. Það er bara svo ótrúlega margt sem þarf að smella til að bönd komist yfir þennan efri þröskuld og komist í fyrstu deild, Bjarkar- heiminn. Við vorum kannski ekki alveg nógu sjóaðar í þessu.“ Ertu að meina að kannski hafið þið gefist of snemma upp? ,,Já, veistu, ég er ekki frá því að ef við hefðum haldið lengur áfram þá hefði þetta getað gengið. Málið er bara að við vorum ekki á heima- slóðum og þegar hlutirnir fóru úrskeiðis þá vorum við á flæði- skeri. Það sem kippti grundvellin- um undan þessu var að samstarfi okkar við Fierce Panda-útgáfuna lauk. Við kenndum sjálfum okkur um það – að við værum ekki nógu góð og ekki með nógu góð lög – en í raun var þetta bara eitthvert bransabull sem snerist um ein- hverja bókhaldara einhvers stað- ar sem vildu spara. Okkur var boð- inn annar samningur en stemning- in var ekki lengur til staðar. Við vorum orðin þreytt og vorum öll rosa ánægð með að fá frí frá hvert öðru enda búin að vera saman í rútum árum saman.“ Voruð þið ekki að spila með Coldplay þegar þeir voru í start- holunum? ,,Jú, það var svokallaður ,,co- headline“-túr þar sem við og Cold- play skiptumst á um að vera aðal- númer kvöldsins. Þetta var fyndið kombó því tónlist sveitanna er svo ólík, en þetta virkaði vel. Þeir spil- uðu efni af fyrstu plötunni sinni og voru ekki orðnir eins fágaðir og þeir urðu síðar.“ Kjaftasagan segir að þú hafir verið í tygjum við Chris Martin. ,,Æi, ætlar þessi kjaftasaga aldrei að deyja?! Við vorum bara ágæt- is félagar og áttum okkar móment en það er ekkert til að tala um.“ Þetta er heimsfræg poppstjarna svo það er eðlilegt að fólki finnist þetta merkilegt. ,,Ég sé hann ekki þannig heldur sé ég bara klaufalegan nördagaur frá Exeter. Hann er kannski breyttur núna, er náttúrulega orðinn svaka Hollywood-týpa sem mér finnst geðveikt fyndið. Okkur fannst þeir alltaf geðveikt miklir nördar en á krúttlegan hátt.“ Svona er þetta: sumir verða heimsfrægir en hinir sitja eftir með minningarnar. ,,Einmitt. Margir kallaðir en fáir útvaldir. Það var skemmtilegt upp- lifelsi að fylgjast með þeim verða vinsæl hljómsveit. Það var líka at- hyglisvert að fylgjast með ,,The secret rulers“: körlunum sem eru á bak við tjöldin og opna réttar dyr til að hlutirnir gangi alla leið.“ Nú ert þú hokin af reynslu, áttu heilræði fyrir ung íslensk bönd? ,,Mér finnst vanta meiri metn- að og þor hérna á Íslandi. Það eru rosa miklir hæfileikar og það vella út flottar hljómsveitir úti um allt, en mér finnst að fólk mætti gera meira af því að stökkva út í djúpu laugina. Það er eins og fólk haldi að það missi kúlið ef því tekst ekki það sem stefnt var að. Mín heilræði eru því að taka af skarið og prófa eitthvert ævintýrarugl því það gæti gengið upp. Og ef það geng- ur ekki upp þá bara allt í lagi. Þú hefur þá allavega reynsluna og er það ekki það sem lífið snýst um, að upplifa hluti? Ég vildi að minnsta kosti ekki breyta neinu af því sem ég gerði með Bellatrix. Við búum að reynslu sem mjög fáir búa að á Íslandi.“ Mín heilræði eru því að taka af skarið og prófa eitthvert ævintýrarugl því það gæti gengið upp. Og ef það gengur ekki upp þá bara allt í lagi. Þú hefur þá allavega reynsluna og er það ekki það sem lífið snýst um, að upplifa hluti? verndaður vinnustaður O D D I H Ö N N U N P 07 .0 4. 21 6 Bókarkápan 2006 Taktu þátt í netkosningu á www.oddi.is/prentun Auk netkosningar er valin besta bókarkápan að mati Félags starfsfólks bókaverslana, bestu þrjár bókarkápurnar að mati dómnefndar ásamt sérstakri viðurkenningu fyrir athyglisverða bókargerð. Verðlaunin verða afhent að Kjarvalsstöðum 23. maí nk. Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík Sími 515 5000 www.oddi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.