Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 18
B
ækurnar um Tinna hafa notið gríðar-
legra vinsælda meðal bæði barna
og fullorðinna um allan heim enda
aðgengilegar og skemmtilegar. Sá
heimur sem birtist í sögunum er hins vegar
svo fjölbreytilegur og djúpur að grúskarar
í bókmennta- og menningarfræðum hafa
fundið þar gjöfulan akur fyrir sínar rann-
sóknir.
Hergé, sem hét réttu nafni Georges Prosper
Remi, fæddist hinn 22. maí 1907 í Brussel.
Hann hlaut nær enga formlega menntun í
myndlist en var síteiknandi frá unga aldri,
ekki síst myndir af þýsku hermönnun-
um sem hernámu land hans í fyrri heims-
styrjöldinni. Georges fann sér fljótt starf
sem teiknari og bjó sér til listamannsnafn-
ið Hergé, sem er dregið af framburðinum á
RG, semsé fangamarki hans afturábak.
Tinni birtist fyrst árið 1929 í Le Petit
Vingtième, sem var vikulegt blað fyrir börn
sem fylgdi kaþólska dagblaðinu Le Ving-
tième Siècle (Tuttugasta öldin). Þar var
Tinni sýndur sem fréttaritari blaðsins og hét
myndaflokkurinn „Tinni í landi Sovétmanna“.
Í sögunni var látið eins og blaðamaðurinn
ungi hefði tekið myndirnar sjálfur, jafnvel
þegar þær sýndu hann sjálfan við störf eða á
flótta undan illvirkjum. Pólitískt inntak sög-
unnar var óumdeilanlegt og markmiðið var
einfalt: að sýna skuggahliðar sovétkerfisins.
Síðar gagnrýndi Hergé reyndar bandaríska
skyndimenningu harkalega í bókinni Tinni í
Ameríku.
Næst skrifaði Hergé um ævintýri Tinna í
Kongó, en sú saga varð síðar alræmd vegna
úreltra viðhorfa til nýlendustefnu og sam-
skipta kynþátta. Frægasta dæmið um það er
þegar Tinni bregður sér í hlutverk kennara
og tilkynnir börnunum í Kongó að í dag ætli
þau að læra um landið sitt: Belgíu! Í Kola-
farminum, sem kom út árið 1958 og fjallar
um þrælahald, er áhugavert að svertingjar
Hergés hafa lítið breyst: þeir eru bestu skinn
en skelfilega treggáfaðir og það er á ábyrgð
hvítu mannanna að sjá til þess að þeir lendi
ekki í hörmungum, sem eru merkilegt nokk
þrældómur í þessu tilfelli.
Þegar Hergé lýsti því yfir að næsta
ævintýri Tinna á eftir Kongóferðinni myndi
eiga sér stað í Austurlöndum fjær skrif-
aði honum prestur, Faðir Gosset, sem þjón-
aði kínverskum stúdentum við Háskólann í
Leuven. Gosset hvatti Hergé til að fara að
öllu með gát í lýsingum sínum á kínversku
þjóðinni, ekki síst þar sem hann ætti marga
dygga aðdáendur þar á meðal.
Úr varð að Gosset kynnti Hergé fyrir
ungum nema í höggmyndalist, Tsjang
Tsjong Jen, sem varð fljótlega góður vinur
Hergés og kynnti fyrir honum fjölbreyti-
leika kínverskrar menningar og lista, ekki
síst myndlistar og leturs. Tsjang varð per-
sóna í bókinni Blái lótusinn (1935), en í henni
skeggræða hann og Tinni um gagnkvæma
fordóma þjóðanna og komast að því að Kín-
verjar og Evrópumenn eigi að vera vinir.
Japanarnir í bókinni eru hins vegar allir
hrottar.
Karakterinn Tsjang kom aftur við sögu
aldarfjórðungi síðar í bókinni Tinni í Tíbet
(1960), sem Hergé byggði að hluta á mar-
tröðum sínum þar sem allt var hvítt. Það var
svo eins og við manninn mælt að þegar vinnu
við bókina lauk hurfu martraðirnar.
Í seinni heimsstyrjöldinni hernámu Þjóð-
verjar Belgíu aftur og Hergé sá enga ástæðu
til að sinna ekki vinnu sinni undir stjórn
þeirra frekar en hver annar iðnaðarmaður.
Hann sat lengi vel undir gagnrýni fyrir að
hafa verið samverkamaður nasista en skrif-
aði sig út úr samviskubitinu með ýmsu móti.
Nefna má að fúlmennið Rassópúlos, sem er
staðalmynd peningagráðugs gyðings þrátt
fyrir að vera grískur að nafninu til, breytt-
ist í sögunum sem komu eftir stríð og fór
meðal annars í glæpastarfsemi með nas-
istum þannig að hann gat ekki lengur talist
birtingarmynd gyðingahaturs.
Með tímanum var Hergé þó fyrirgefið,
enda vildu allir fá fleiri Tinnabækur. Fyrir-
tækið í kringum Tinna óx og á hátindi ferils
Hergés var hann með lið teiknara til að sjá
um handavinnuna meðan hann einbeitti sér
að því að gæða sögurnar enn meiri dýpt.
Þegar Hergé fór að reskjast tók að líða
lengri tími milli bókanna. Fimm ár liðu milli
Vandræða Vaílu Veinólínó (1963) og Flug-
rásar 714 til Sydney, og síðan átta ár þar til
síðasta bókin, Tinni og Pikkarónarnir, kom
út árið 1976. Hugsjónir allar höfðu þá að
mestu leyti dofnað og vinskapur aðalpers-
ónanna og Tinni, sem hafði fyrr á árum oft
lagt sig í hættu við að verja lítilmagnann,
lét sér nægja að horfa niður á fátækra-
hverfin í bananalýðveldinu San Teódóros úr
júmbóþotu á leið sinni heim í evrópsk þæg-
indi. Hergé, sem þá var skilinn við eigin-
konu sína og var barnlaus, lést úr hvítblæði
árið 1983.
Eitt af því sem stuðlað hefur að vinsældum
bókanna er skrautlegt persónugalleríið.
Þar fer fremstur í flokki hinn óforbetran-
legi Kolbeinn kafteinn. Hann birtist okkur
fyrst í Krabbanum með gylltu klærnar
sem forfallin fyllibytta sem er iðulega ná-
lægt því að steypa sjálfum sér og öðrum í
glötun með ótrúlega óábyrgri hegðun. Svo
hrollvekjandi er hann í alkóhólismanum að
meira að segja Tinni fær um það martraðir.
Með tímanum verður Kolbeinn þó sífellt
virðulegri; er að lokum orðinn húsráð-
andi á herragarðinum Myllusetri og notar
einglyrni eins og forríkur spjátrungur.
Áfengisfíknin er honum þó reglulega fjötur
um fót og í síðustu bókinni, Tinni og Pikk-
arónarnir, byrlar hinn utangátta Prófessor
Vandráður, sem oftar en ekki ber ábyrgð á
ævintýrum þeirra félaga, Kolbeini lyf sem
gerir menn algjörlega fráhverfa áfengi.
Það kallar Kolbeinn „níðingslega árás á
persónufrelsi einstaklingsins“. Munnsöfn-
uður Kolbeins er eitt af því sem íslenskir
aðdáendur Tinnabókanna kunna vel að
meta, enda íslenskar þýðingar Þorsteins
Thorarensen og Lofts Guðmundssonar ein-
staklega vel heppnaðar.
Meðal annarra eftirminnilegra persóna
má nefna tvíburaspæjarana seinheppnu
Skafta og Skapta, sem byggðir eru á föður
Hergés og tvíburabróður hans. Þá er óráð-
legt að gleyma óperusöngkonunni Vaílu
Veinólínó, Næturgalanum frá Mílanó, sem
syngur „Ég hlæ, því ég er svo mjó“ þannig
að glös springa og hefur mikinn hug á að
giftast Kolbeini. Reyndar má benda á að hún
er eina konan sem kemur við sögu í fleiri en
einni Tinnabók, og sú eina sem hefur ein-
hver áhrif á framvindu sögunnar. Fulltrúi
lágkúrulegrar millistéttar er hinn ótrúlega
uppáþrengjandi Flosi Fífldal, sem ekkert
virðist skilja en er alltaf gríðarlega hress og
alltaf að reyna að selja eitthvað.
Ekki má gleyma dyggasta félaga Tinna,
Yorkshire Terrier-hundinum Tobba sem
fylgir honum hvert fótmál og leggur sitt af
mörkum til að gleðja yngstu lesendurna,
gjarnan með hvössum athugasemdum um
það sem fram fer.
Nokkur illmenni bókanna koma síðan
ítrekað við sögu; hinn fyrrnefndi nef-
stóri og útsmogni Rassópúlos, illgjarni
vísindamaðurinn dr. Muller og svo auðvitað
skuggabaldur Kolbeins kafteins, Hörður
skipstjóri.
Tinni sjálfur er nokkurs konar eyðieyja
í hafsjó skrautlegra karaktera, en var
byggður á bróður Hergés, Paul Remi, sem
var yfirmaður í belgíska hernum. Tinni
virðist laus við allar líkamlegar fýsnir og
þrátt fyrir að vera titlaður blaðamaður
sést hann nær aldrei skrifa nokkurn skap-
aðan hlut. Hins vegar er hann öllum öðrum
fremri í að beita rökhugsun og leysa hvers
konar gátur, sem yfrið nóg er af í bókun-
um. Hergé var sjálfur liðtækur í hvers
konar heilaleikfimi og var kallaður „for-
vitni refurinn“ sem ungur drengur í skát-
unum.
Ævintýri Tinna teygja sig út um víðan
völl, allt frá undirdjúpum hafsins í Fjár-
sjóði Rögnvaldar rauða og Leyndardómi
einhyrningsins og upp í himingeiminn í
Í myrkum mánafjöllum. Tinni er fyrsti
maðurinn til að stíga fæti á tunglið, og það
fimmtán árum á undan Neil Armstrong.
Strax í næstu bók, Leynivopninu, reynir
hann að fara huldu höfði í Austur-
Evrópuríkinu Bordúríu. Hann fer til Kína,
Afríku og Ameríku og kemur meira að
segja við á Akureyri í Dularfullu stjörn-
unni. Hann glímir við landamæradeilur
í grannríkjunum Sýldavíu og Bordúríu
og aðstoðar vin sinn Alkasar við bylt-
ingu í Suður-Ameríkuríkinu San Teódóros.
Þá má benda á að ein bókin, Flugrás 714
til Sydney, gerist á eyðieyju í Kyrrahaf-
inu þar sem flugvél hefur hrapað og alls
konar furðulegir hlutir eiga sér stað.
Athyglisvert er að í seinni bókunum velur
Hergé að láta sögurnar gerast á ímynduð-
um stöðum, ólíkt því sem gerist í fyrstu
bókunum þar sem lönd og borgir heita
sínum réttu nöfnum. Hugsanlega spilar
pólitík eitthvað inn í það en einnig meiri
víðsýni og meðvitund Hergés sjálfs.
Vel fer á því að ævintýri Tinna, sem fyrst
birtust í riti kenndu við tuttugustu öld-
ina, endurspegli hana jafn vel og raun ber
vitni. Tinni er holdgervingur Vesturlanda
á tuttugustu öldinni; fullviss um eigin
yfirburði í fyrstu en eykst skilningur á
fjölbreytileika mannlífs á jörðinni eftir
því sem líður á tækniöld. Engan veginn
er þó séð fyrir endann á vinsældum hans
þótt 21. öldin sé gengin í garð. Leikstjór-
arnir Steven Spielberg og Peter Jackson
hyggjast nú hvor um sig leikstýra mynd
um Tinna og er viðbúið að hetjan unga
með ljósa toppinn slái í gegn enn á ný.
Heimildir - Tom McCarthy: Tintin and the
Höfundur Tinna aldargamall
Næstkomandi þriðjudag verða 100 ár liðin frá fæðingu belgíska
teiknarans Hergé, sem er þekktur um allan heim sem höfundur
Tinnabókanna. Magnús Teitsson skoðaði æviferil og verk Hergés.