Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 77
Idol-dómarinn kunni, Simon Cowell, hefur viðurkennt að nýjasti raunveruleikaþátt- urinn sinn, „Grease is the word“, sé algjörlega mis- heppnaður og að hann hefði aldrei átt að vera sýndur í sjónvarpi. Nýr þáttur Simons Cowell er sýndur á ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi og gengur út á að finna tvo hæfileikaríka einstaklinga til að taka að sér hlutverk Sandy og Danny í nýstárlegri uppfærslu á Grease sem sýnd verður í leik- húsum ytra í haust. Þátturinn hefur fengið afleita dóma gagnrýnenda sem segja hann lélega eftirlíkingu af X- Factor og sambærilegum þáttum. Cowell segir að þær gagnrýnis- raddir eigi fullan rétt á sér. „Þátturinn hefur ekki gengið eins vel og ég hafði vonast eftir. Gagnrýnendur hafa hakkað þátt- inn í sig og ég lái þeim það ekki. Þetta hefur einfaldlega ekki heppnast nægilega vel,“ sagði Co- well og bætti við að flestir raun- veruleikaþættir sem gengju út á slíka hæfileikaleit væru al- mennt mjög leiðinlegir. „Bestu þættirnir halda velli en flest- ir þessara raunveruleikaþátta eru algjört rusl.“ Breski dómarinn þarf þó ekki að hafa áhyggjur af dvín- andi vinsældum því hann hefur nýgengið frá höfundarréttar- samningi við sjónvarpsstöðvar í 40 löndum víðs vegar um heiminn í tengslum við þáttinn „Americas Got Talent,“ sem slegið hefur í gegn í Bandaríkjunum. Sá þáttur er hugverk Cowells og er í raun allsherjar hæfileikakeppni þar sem söngvarar, dansarar, grínist- ar, töframenn og fleiri keppa um peningaverðlaun. Samningurinn gerir Cowell 12 milljörðum króna ríkari. Nýjasta breiðskífa Mínuss, The Great Northern Whalekill, kemur út á mánudag á vegum Smekkleysu. Þetta er fjórða hljóð- versskífa Mínuss, sem síðast sendi frá sér Halldór Laxness árið 2003, sem var valin besta plata ársins af tónlistarspekúlöntum. Mínus tók plötuna upp í The Sound Fact- ory-hljóðverinu í Los Angeles í nóvember í fyrra. Við stjórnvölinn voru þeir Joe Baresi og S. Husky Höskulds. Aðstoðarupptökumað- ur var Jason Goss- man. Fyrsta smáskífu- lagið, Futurist, hefur fengið fínar móttökur og þykir gefa góð fyr- irheit um plötuna. Hvaladráp kemur út Ný bresk kvikmynd um ævi fyrr- verandi söngvara Joy Division, Ian Curtis, hefur fengið mjög góðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Með aðalhlutverkið í mynd- inni, sem heitir Control, fer hinn áður óþekkti Sam Riley. „Þetta er mjög erfitt hlutverk vegna þess að það er ekki auðvelt að leika mann sem er orðinn goðsögn í augum svo margra,“ sagði ljósmyndarinn sem leikstýrir myndinni. Þetta er hans fyrsta mynd. Ánægja með Control
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.