Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 77
Idol-dómarinn kunni, Simon
Cowell, hefur viðurkennt að
nýjasti raunveruleikaþátt-
urinn sinn, „Grease is the
word“, sé algjörlega mis-
heppnaður og að hann hefði
aldrei átt að vera sýndur í
sjónvarpi.
Nýr þáttur Simons Cowell er
sýndur á ITV-sjónvarpsstöðinni í
Bretlandi og gengur út á að finna
tvo hæfileikaríka einstaklinga til
að taka að sér hlutverk Sandy og
Danny í nýstárlegri uppfærslu á
Grease sem sýnd verður í leik-
húsum ytra í haust.
Þátturinn hefur fengið afleita
dóma gagnrýnenda sem segja
hann lélega eftirlíkingu af X-
Factor og sambærilegum þáttum.
Cowell segir að þær gagnrýnis-
raddir eigi fullan rétt á sér.
„Þátturinn hefur ekki gengið
eins vel og ég hafði vonast eftir.
Gagnrýnendur hafa hakkað þátt-
inn í sig og ég lái þeim það ekki.
Þetta hefur einfaldlega ekki
heppnast nægilega vel,“ sagði Co-
well og bætti við að flestir raun-
veruleikaþættir sem gengju út
á slíka hæfileikaleit væru al-
mennt mjög leiðinlegir. „Bestu
þættirnir halda velli en flest-
ir þessara raunveruleikaþátta
eru algjört rusl.“
Breski dómarinn þarf þó
ekki að hafa áhyggjur af dvín-
andi vinsældum því hann hefur
nýgengið frá höfundarréttar-
samningi við sjónvarpsstöðvar í
40 löndum víðs vegar um heiminn
í tengslum við þáttinn „Americas
Got Talent,“ sem slegið hefur í
gegn í Bandaríkjunum. Sá þáttur
er hugverk Cowells og er í raun
allsherjar hæfileikakeppni þar
sem söngvarar, dansarar, grínist-
ar, töframenn og fleiri keppa um
peningaverðlaun. Samningurinn
gerir Cowell 12 milljörðum króna
ríkari.
Nýjasta breiðskífa
Mínuss, The Great
Northern Whalekill,
kemur út á mánudag
á vegum Smekkleysu.
Þetta er fjórða hljóð-
versskífa Mínuss, sem
síðast sendi frá sér
Halldór Laxness árið
2003, sem var valin
besta plata ársins af
tónlistarspekúlöntum.
Mínus tók plötuna
upp í The Sound Fact-
ory-hljóðverinu í Los
Angeles í nóvember í
fyrra. Við stjórnvölinn
voru þeir Joe Baresi
og S. Husky Höskulds.
Aðstoðarupptökumað-
ur var Jason Goss-
man. Fyrsta smáskífu-
lagið, Futurist, hefur
fengið fínar móttökur
og þykir gefa góð fyr-
irheit um plötuna.
Hvaladráp kemur út
Ný bresk kvikmynd um ævi fyrr-
verandi söngvara Joy Division, Ian
Curtis, hefur fengið mjög góðar
viðtökur á kvikmyndahátíðinni í
Cannes.
Með aðalhlutverkið í mynd-
inni, sem heitir Control, fer hinn
áður óþekkti Sam Riley. „Þetta er
mjög erfitt hlutverk vegna þess að
það er ekki auðvelt að leika mann
sem er orðinn goðsögn í augum
svo margra,“ sagði ljósmyndarinn
sem leikstýrir myndinni. Þetta er
hans fyrsta mynd.
Ánægja með
Control