Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 78
Gætum samið við þá alla ef svo ber undir
KR gerði samning við
Dalibor Pauletic um að hann
semdi ekki við annað lið á Íslandi.
KR taldi sig ekki hafa not fyrir
Pauletic og sagði að hann væri
einfaldlega of dýr til að vera á
bekknum og því hefur hann yfir-
gefið félagið.
„Það er ekkert leyndarmál
að við höfðum áhuga á því að fá
hann til okkar,“ sagði Gísli Gísla-
son, formaður rekstrarstjórnar
meistaraflokks ÍA, við Fréttablað-
ið í gær.
„Við töluðum nokkrum sinn-
um við KR en það voru mál sem
mér eru ekki kunn innan KR sem
þýddi að hann var orðinn leiður
á lífinu hérna. Mér skilst einnig
að þeir hafi gert samkomulag við
hann um að hann semdi ekki við
annað lið á Íslandi. Að okkar mati
var Dalibor góður kostur, ég held
að KR hafi þarna misst frábæran
leikmann,“ sagði Gísli.
Meinað að
semja við ÍA
Theodór Elmar Bjarna-
son verður í byrjunarliði Celt-
ic sem mætir Hibernian á útivelli
í lokaumferð deildarkeppninn-
ar í Skotlandi í dag. Þetta verður
fyrsti leikur Theodórs með aðal-
liði félagsins en hann hefur farið
mikinn með varaliði Celtic að
undanförnu.
Theodór sagði við Fréttablað-
ið nýverið að hann væri enn í
samningaviðræðum við Celtic
um nýjan samning en möguleik-
ar væru fyrir hendi að hann færi
til Skandinavíu, Hollands eða
Belgíu, yfirgæfi hann herbúðir
skosku meistaranna.
Í byrjunarliði
Celtic í dag
Kjartan Henry Finnboga-
son er nú staddur heima á Íslandi
þar sem hann ætlar að fara vand-
lega yfir sín mál áður en hann
ákveður hvað hann gerir næst.
Kjartan er samningsbundinn Celt-
ic sem hefur boðið honum tveggja
ára framlengingu en Kjartan segir
að 90 prósent líkur séu á því að
hann fari frá félaginu.
„Ég veit ekki hvað er framund-
an hjá mér. Ég ætla að slappa af
og setjast svo niður með fjöl-
skyldu minni og tala við nokkra
góða menn sem geta leiðbeint mér
og sagt mér hvað er best að gera.
Ég vonast til að komast til Eng-
lands í sumar þegar undirbúnings-
tímabilið byrjar en það er auðvit-
að ekkert öruggt,“ sagði Kjart-
an við Fréttablaðið í gær en hann
staðfesti að hans gamla félag KR
hefði þegar talað við sig þar sem
enn kemur til greina að hann spili
á Íslandi í sumar.
„Ég gæti spilað hérna heima
líka, KR er búið að hafa samband
við mig og ég get varla hugsað mér
að fara í aðra treyju en KR-treyj-
una á Íslandi. Það er alltaf þetta
„en“, ég yrði auðvitað ekki kom-
inn heim til að sitja á bekknum,“
sagði Kjartan en í það minnsta
þrjú ensk lið hafa verið að fylgj-
ast með kappanum undanfarið.
„Wolves, Southampton og Bris-
tol City hafa verið að fylgjast
með mér og lið frá Norðurlönd-
unum líka en ég stefni á að vera
á Englandi. Ég á líka eftir að tala
almennilega við Ólaf Garðarson
[umboðsmaður hans]. En ef ég
skrifa undir hjá Celtic myndi ég
setja ákvæði að ég gæti farið að
láni hvert sem ég vil, hvenær sem
ég vil,“ sagði Kjartan sem hefur
spilað vel undanfarið með vara-
liði Celtic.
„Varaliðið er sterkt og ég er
búinn að skora næstum því mark
í hverjum einasta leik. Það er búið
að vera frábær og ég var kominn
á svolítið lágan punkt eftir að hafa
verið meiddur lengi en ég myndi
taka mikla áhættu með því að
segja nei við Celtic. Það eru ekki
margir 21 árs gamlir strákar sem
myndu segja nei við tveggja ára
samningi hjá Celtic eftir að hafa
verið að æfa með aðalliðinu og
hafa Gordon Strachan sem þjálf-
ara. Þetta er ekki auðveld ákvörð-
un sem bíður mín og ég stend á
hálfgerðum krossgötum. Ég verð
að fara að spila aðalliðsfótbolta
fyrir framan áhorfendur og upp-
lifa þennan laugardagsfótbolta.
Ég er í toppformi og mér líður
mjög vel og ég hef engar áhyggj-
ur af því að komast ekki út,“ sagði
hinn geðþekki Kjartan Henry
Finnbogason að lokum.
Þrjú ensk lið á eftir Kjartani Henry
Rúnar Kristinsson fékk
höfðinglega kveðjustund eftir leik
Lokeren og Lierse í belgísku knatt-
spyrnunni í gær. Rúnar kom til
Lokeren árið 2000 og hefur verið
einn allra besti leikmaður liðs-
ins og er í miklum metum meðal
áhangenda belgíska liðsins. Rúnar
hefur verið fyrirliði Lokeren um
árabil en hann lék sinn síðasta leik
sem atvinnumaður á meginlandi
Evrópu í gær.
„Við töpðum leiknum að vísu 4-1
og það er auðvitað hundleiðinlegt
að tapa. En ég fékk frábærar mót-
tökur hjá áhorfendum og virki-
lega gaman að fá að kveðja allt
þetta góða fólk sem ég hef kynnst
á mínum árum í Belgíu. Þetta var
virkilega skemmtilegt kvöld,“
sagði Rúnar í samtali við Frétta-
blaðið í gær.
Hann segir að það sex og hálfa
ár sem hann var hjá félaginu
hafi verið afar góður tími. „Ég
hef spilað með góðum og aðeins
minna góðum liðum hér í Loker-
en en þetta hefur alltaf verið jafn
skemmtilegt.“
Rúnar neitar því ekki að kveðju-
stundin hafi verið tilfinningarík.
„Já, hún var mjög tilfinningarík
og það var erfitt að kveðja alla.
Hér höfum við fjölskyldan eignast
mikið af góðum vinum og hér er
margt fólk sem okkur þykir vænt
um,“ sagði Rúnar. Hann snýr nú
heim til Íslands eftir rúmlega tólf
ára veru erlendis.
„Þetta er langur tími og ríkir
tilhlökkun fyrir heimferðinni en
einnig smá kvíði. Það verður mikil
breyting fyrir fjölskylduna og sér-
staklega börnin mín. Þau hafa alla
tíð búið erlendis og við munum öll
þurfa smá tíma til að aðlagast líf-
inu á Íslandi. Við hlökkum til að
takast á við það.“
Rúnar hóf feril sinn með Leikni
í Breiðholti áður en hann gekk í
raðir KR. Eftir góða frammistöðu
þar hélt hann út á vit ævintýranna
og byrjaði atvinnumannsferil sinn
hjá Örgryte í Svíþjóð árið 1997.
Þaðan lá leiðin yfir landamærin til
Noregs þar sem hann lék með Lill-
eström þar sem hann naut mikill-
ar velgengni. Árið 2000 flutti hann
sig síðan um set til Lokeren. Rúnar
tók fyrir nokkru þá ákvörðun um
að halda heim á leið og lá beinast
við að hann færi aftur í KR.
Sú varð og raunin og mun hann
skrifa undir samning við Vestur-
bæjarfélagið í vikunni og hugsan-
lega leika með því á fimmtudag-
inn þegar KR mætir Val í þriðju
umferð Landsbankadeildarinnar.
Rúnar lék 106 landsleiki fyrir
Íslands hönd og skoraði í þeim
þrjú mörk. Hann var fyrirliði í ell-
efu landsleikjum.
Rúnar Kristinsson lék í gær sinn síðasta leik fyrir Lokeren. Hann var í sjö ár hjá belgíska félaginu og er þeg-
ar kominn í guðatölu þar á bæ en hann heldur nú heim til Íslands þar sem hann mun spila með KR.