Fréttablaðið - 20.05.2007, Síða 79
Klikkaður
í Cocoa Puffs!
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
/
N
A
T
3
77
14
05
/2
00
7
Keppt var í norsku bik-
arkeppninni í gær og kom eitt úr-
valsdeildarlið við sögu í leikjum
dagsins. Það var Fredrikstad, lið
Garðars Jóhannssonar, sem mætti
neðrideildarliðinu Lisleby.
Garðar var í fyrsta sinn á tíma-
bilinu í hópnum hjá félaginu og
var skipt inn á þegar 40 mínútur
voru til leiksloka. Hann gerði sér
lítið fyrir og skoraði þrjú mörk á
fimmtán mínútum og tryggði lið-
inu 5-0 sigur í leiknum. Staðan
þegar hann kom inn á var 1-0.
„Það var auðvitað fyrst og
fremst gott að fá að spila með
aðalliðinu,“ sagði Garðar sem var
í leikmannahópi liðsins fyrstu tvo
leiki tímabilsins en hefur verið
utan hans þar til í gær. „Nú á ég
kannski meiri möguleika á að fá
að spila með liðinu í deildinni.“
Hann var vitanlega hæstánægð-
ur með að skora mörkin þrjú. „Það
er alltaf gaman þegar vel gengur.“
Fredrikstad hefur ekki unnið
deildarleik í maímánuði og situr
í 12. sæti deildarinnar. Um næstu
helgi mætir liðið Vålerenga. „Nú
náði maður kannski að sýna þess-
um mönnum að maður getur eitt-
hvað og ég hlýt að fá að vera með
í hópnum í næsta leik, að minnsta
kosti,“ sagði Garðar.
Norskir fjölmiðlar sögðu eftir
leik í gær að innkoma Garðars
hafi skipt sköpum fyrir Fredrik-
stad.
Þrenna á 15 mínútum
Dvöl Juventus í Serie-
B var ekki löng en félagið hefur
tryggt sér þátttökurétt á meðal
þeirra bestu með glæsibrag. Ju-
ventus var sent niður um deild
í kjölfarið á Ítalíuskandalnum
en því tókst að halda flestum
af sínum bestu leikmönnum og
hefur liðið borið höfuð og herðar
yfir önnur lið í deildinni á tíma-
bilinu.
„Ég bað strákana um að klára
þetta í dag og hugsa ekki um hina
leikina. Ég er mjög ánægður og
þetta færir öllum hér sem tóku
þátt í þessu ævintýri mikla gleði,“
sagði Didier Deschamps, þjálfari
Juventus, í gær eftir 5-1 sigur á
Arezzo og fyrirliðinn Alessandro
Del Piero tók í sama streng.
„Þetta hefur verið erfitt ár og
það er gott að geta fagnað ár-
angrinum. Núna einbeitum við
okkur bara að næsta tímabili,“
sagði Del Piero.
Komið aftur
upp í Serie-A
Yfirtaka Thaksin Shin-
awatra á Manchester City geng-
ur vel samkvæmt lögfræðingi
Taílendingsins. Talið er að Shin-
awatra, sem eitt sinn var í við-
ræðum um kaup á Liverpool,
þurfi að borga um 100 milljónir
punda fyrir félagið en fréttir frá
Taílandi herma að kaupin muni
ganga í gegn síðar í maímánuði.
„Tilboðið frá Thaksin er orðið
opinbert. Það er þó ekki búið að
ganga frá neinu en allt gengur
vel. Fyrir lok mánaðarins kemur
í ljós hvað úr verður,“ sagði lög-
fræðingur hins fyrrum forsætis-
ráðherra Taílands.
Nálgast yfirtöku
á Man. City
Neil Warnock, fyrrum
stjóri Sheffield United, sagði í
samtali við skoskt dagblað í gær
að hann hefði áhuga á að taka
við stjórn Hearts. „Ég elska Ed-
inborg. Konan mín myndi elska
það að flytja þangað og ef Hearts
myndi leita til mín myndi ég sýna
því mikinn áhuga,“ sagði Warn-
ock.
Eggert Gunnþór Jónsson leik-
ur með félaginu sem er í eigu
auðjöfursins umdeilda Vladimir
Romanov.
Warnock hefur
áhuga á Hearts
Gengi Barcelona hefur
dalað svo um munar og félagið
hefur nú misst toppsætið á Spáni
í hendurnar á erkifjendum sínum
í Real Madrid. Miðjumaðurinn
Xavi tekur undir orð Eiðs Smára
Guðjohnsen frá því fyrr á tíma-
bilinu og segir að leikmennirnir
leggi ekki nógu hart að sér.
„Á tímabilinu höfum við hald-
ið að við gætum unnið leiki bara
á nöfnunum okkar en þetta er alls
ekki þannig. Það er rétt að við
erum búnir að gera mörg mis-
tök. Ég held að við höfum haldið
að við gætum unnið leiki án þess
að leggja okkur alla fram en hvað
gæði varðar erum við kannski
betri en mörg lið, leggi maður sig
aftur á móti ekki fram getur hver
sem er unnið þig,“ sagði Xavi.
Leggjum okkur
ekki alla fram