Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 82
 Chelsea varð í gær bikar- meistari í Englandi eftir 1-0 sigur á Manchester United í framlengd- um úrslitaleik. Didier Drogba skoraði markið þegar fjórar mín- útur voru eftir af framlenging- unni og dugði það til að tryggja sigurinn. Chelsea vann bikarinn síð- ast árið 2000 en nú í fyrsta skipti undir stjórn Jose Mourinho sem hefur nú stýrt Chelsea til sigurs í öllum þremur stóru keppnunum í enskri knattspyrnu. Hann sagði eftir leik í gær að í þetta sinn ætlaði hann að geyma verðlaunin sín á góðum stað. Í fyrra kastaði hann verðlauna- peningnum sínum sem hann fékk fyrir sigur í ensku deildinni í áhorfendaskarann. „Þessi verðlaun eru afar þýð- ingarmikil fyrir mig. Þetta eru verðlaun fyrir sigur í ensku bik- arkeppninni og í fyrsta skipti sem ég hlýt þau,“ sagði Mourinho eftir leik. Hann hyllti Drogba sérstak- lega fyrir sigurmark sitt. „Leikmennirnir eiga þetta svo sannarlega skilið eftir það erf- iða tímabil sem þeir hafa gengið í gegnum. Við eigum skilið að fara nú í sumarfrí eftir að hafa unnið þessa keppni.“ Hann sagði að sínir menn hefðu staðið sig vel í leiknum. „Ég held að þeir hafi vel skilið það skipulag sem lagt var upp með fyrir leik- inn.“ Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, í sannleika sagt. Markið sem Drogba skoraði var þó gull- fallegt. Hann fékk boltann fyrir utan teiginn frá John Obi Mikel, sneri sér og gaf á Frank Lampard og stakk sér um leið inn fyrir vörn United. Lampard stakk boltanum laglega inn fyrir og Drogba náði í boltann á undan Edwin van der Saar sem kom hlaupandi úr mark- inu. Besta færi leiksins í venjuleg- um leiktíma fékk Ryan Giggs er honum mistókst að koma bolt- anum í netið af stuttu færi. Petr Cech klófesti boltann en var ýtt inn í markið af Giggs sem kom aðvífandi. Boltinn fór yfir línuna en Giggs var brotlegur þannig að réttlætinu var ef til vill fullnægt. Dómarinn dæmdi þó hvorki brot né mark. Chelsea varð bikarmeistari síð- ast þegar úrslitaleikurinn var leik- inn á Wembley, árið 2000, og nú í fyrsta sinn sem úrslitaleikurinn fer fram á nýjum og endurbættum leikvangi. Leikurinn í gær verð- ur þó seint skráður í sögubæk- urnar sem litríkur leikur þessara tveggja stórliða sem báru höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni. „Þetta bætir ekki upp fyrir það sem gerðist í deildinni og Meist- aradeildinni,“ sagði Drogba að leik loknum. „Og við viljum fá titilinn okkar aftur,“ sagði hann og átti þar við enska meistaratitilinn. „En ég elska úrslitaleiki og þessi var afar erfiður gegn frábæru liði. Ég hafði hlakkað til að skora mitt fyrsta mark gegn Manchester Un- ited í tvö ár og loksins gerðist það í dag. Það eina sem við viljum gera nú er að fagna þessum árangri.“ Markvörður Chelsea, Petr Cech, lofaði sigurvilja félaga sinna. „Við eigum heiður skilinn eftir þá erf- iðleika sem við höfum gengið í gegnum í vetur. Það er alltaf erf- itt að detta út úr keppnum eftir að hafa reynt að vinna þær allar. Fyrir mig persónulega hefur þetta tímabil verið hreint ótrúlegt og á ég erfitt með að koma tilfinning- um mínum í orð.“ Didier Drogba var enn og aftur hetja Chelsea er hann skoraði eina mark bikarúrslitaleiks Manchester Unit- ed og Chelsea á Wembley í gær. Markið kom á 116. mínútu eftir glæsilega sóknartilburði þeirra bláklæddu. Sir Alex Ferguson var vitanlega ekki glaðbeittur eftir tap lærisveina sinna gegn Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninn- gar í gær. „Það var ekkert á milli liðanna tveggja, hvorugt liðið átti skil- ið að tapa eða vinna og það er mjög svekkjandi að við skyld- um hafa beðið lægri hlut. Völl- urinn var hægur og það hjálpaði ekki en frá okkar sjónarmiði held ég að nokkrir leikmanna okkar hafi verið mjög þreyttir sem kom niður á leik okkar,“ sagði Fergu- son sem segir að lokasprettur Úrvalsdeildarinnar hafi tekið sinn toll á hópnum. „Það sem leikmennirnir hafa gengið í gegnum á síðustu mánuð- um hefur verið stórkostlegt afrek og það ber að hrósa þeim fyrir það en okkur tókst ekki að yfirstíga þröskuldinn í dag. Kannski hafði þessi mikli fjöldi leikja loksins áhrif,“ sagði stjórinn. Ferguson var ekki í nokkrum vafa um að United hefði átt að fá víti í fyrri hálfleik framlengingar- innar þegar Michael Essien renndi sér á Ryan Giggs sem var nálægt því að skora. Boltinn virtist reynd- ar fara yfir línuna en Giggs rann á Petr Cech, markmann Chelsea, en ekkert var dæmt, hvorki víta- spyrna á Essien, aukaspyrna á Giggs, né mark. „Þetta var klárt víti. Markmað- urinn þeirra missti boltann yfir línuna, það hefði verið erfitt fyrir línuvörðinn að dæma mark en dómarinn átti að vera í betri stöðu. Að tapa leiknum og sjá endursýn- ingar á þessu er vægast sagt erf- itt. Þetta var augljós vítaspyrna og dómarinn á að vera betur staðsett- ur í svona tilviki,“ sagði sársvekkt- ur Ferguson. Ferguson kennir dómaranum um tapið Ryan Giggs fannst að Steve Bennett, dómari leiksins, hefði átt að dæma mark í fram- lengingunni. „Boltinn fór greini- lega yfir línuna. Ég sá það greini- lega og þar sem dómarinn dæmdi ekki aukaspyrnu átti hann að dæma mark. Mér fannst ég ör- uggur um að ná vel til boltans þegar einhver fór í fótinn á mér en ég vildi bara fá markið, ekki víti,“ sagði Giggs. „Augljóslega er þetta mjög svekkjandi. Stóru ákvarðanirn- ar féllu ekki með okkur og það er alltaf erfitt. Í stórleik sem þess- um viltu sjá dómarann dæma rétt í atvikunum sem skipta höfuð- máli. Þeir eru aðeins mannlegir og stundum dæma þeir ekki rétt en það á ekki að gerast í sjálfum bikarúrslitaleiknum eins og gerð- ist í þessum leik,“ bætti Giggs við. Markið var gilt John Terry, fyrirliði Chelsea gat ekki leynt ánægju sinni eftir sigurinn í gær. „Eftir að hafa tapað Englandsmeistara- titlinum fyrir framan okkar eigin stuðningsmenn var kominn tími til að bæta upp fyrir það. Þetta var stórkostlegt, eitt það besta sem ég hef upplifað,“ sagði Terry. Frank Lampard taldi að leik- urinn væri búinn þegar Ryan Giggs var nálægt því að skora í fyrri hálfleik framlejngingarinn- ar. „Þegar Giggs fékk færið hélt ég að hann myndi skora, ég hélt að draumurinn væri úti,“ sagði Lampard, sigrinum feginn. Þetta var stórkostlegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.