Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 27

Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 27
Sunnudagur 10. ágúst 1980. 27 Hvers vegna? © margir þekkja til hennar af eigin raun ah þeir ættu aö vita betur en stundum litur út fyrir. Norræn samvinna er ekki ein- ungis draumsýn eöa hugarórar, fjarri öllum veruleika, hvaö þá innantómt oröagjálfur. Hún er hugsjón sem birtist i verki á svo ótal mörgum sviöum aö ekki veröur tölum taliö og þann beina kostnaö sem henni er samfara fá íslendingar svo margfaldlega endurgoldinn aö ástæöulaust er fyrir þá aö sjá ofsjónum yfir hon- um. Einmitt þarna liggur hund- urinn grafinn. Þessi samvinna er oröin svo sjálfsagöur hlutur i raun og svo margir njóta ávaxta hennar aö þeir eru hættir aö taka eftir þvi og vilja þess vegna ekki viöurkenna aö neitt hafi gerst. Samstarf Noröurlandaþjóða er staöreynd i stjórnmálum, efna- hags- og atvinnumálum, sam- göngu- og félagsmálum, heil- brigöismálum, viöskiptum og vis- indum og þannig mætti nær enda- laust halda áfram aö telja upp einstaka málaflokka þar sem árangur hefur alls staöar oröiö einhver og sums staöar mikill. Auk hinnar opinberu samvinnu rikjanna fylgja þessu samstarf og kynni einstaklinga, fyrirtækja og félagssamtaka sem bindast hags- muna- og vináttu böndum og á það vafalaust sinn þátt i þvi aö sumir misskilja hin ytri tákn vináttu og gestrisni eöa llta þau öfundaraugum og þykjast ekki sjá innihaldiö fyrir umbúðunum. Er þvi þó sist aö neita aö persónu- leg kynni og vinátta hafi bæöi beint og óbeint gildi og séu ein traustasta stoö allrar samvinnu milli einstaklinga og þjóöa. 1 engri grein hefur þó norræn sam- vinna boriö meiri blóma en I menningarmálum i viöustu merkingu, enda má færa aö þvi rök aö þar standi hún á elstum merg og er þá komiö aö kjarna þessa máls. Samvinna þjóöa I milli er auö- vitaö hugsanleg á þröngu og af- mörkuöu sviöi og um hana mörg dæmi fyrr og siöar. Þess konar samvinnu gæti Norðurlönd haft með sér eins og mörg önnur og þeim sem einungis finnst þaö ein- hvers viröi sem i askana veröur látiö kynni aö þykja þaö nóg og þættust þá fyrst geta bent á raun- hæfan árangur. En samstarf Noröurlandaþjóða er miklu viö- tækara og fjölþættara og stendur rótum I vitund þeirra um llk llfs- viöhorf og lifnaðarháttu, gömul og ný kynni og skyldleika I máli og menningu sem gera náiö sam- band þeirra sjálfsagt aö margra dómi. Af þessum sökum hlýtur menningarsamvinna ávallt aö skipa veglegan sess og vera ábe>- andi þáttur I samsk’P‘um Noröurlandaþjóða, e«úá óllk- legra aö beinir hagsmuna- árekstrar veröi id þess að spilla fyrir á hví sviöi en mörgum öör‘ Sameiginlegt tungumál er grundvallarþáttur skilgreiningar á hugtakinu þjóð og hornsteinn sjálfstæörar þjóömenningar. Þjóö sem glatar tungu sinni likist ferðamanni sem búinn er aö týna vegabréfinu. Hver þjóö meö heil- brigöan metnaö og sjálfsviröingu leggur þess vegna meginkapp á aö varöveita tungu sina og þjóö- menningu og mikils er um vert aö allir skilji, hvernig mál og menn- ing þjóðar lifir og nærist hvort á öðru. Tilgangurinn meö norrænu málaári er ekki slst sá aö reyna aö glæöa þann skilning. Sá Islend- ingur sem nú og framvegis lætur sér annt um móðurmál sitt og þróun þess og stendur um þaö vörö hefur lagt sitt af mörkum I anda málaársins. Hliðstæöa skuld eiga aörir þegnar Noröurlanda máli sinu og menningu aö gjalda. Fleira vakir þó fyrir þeim sem áttu uppástunguna aö málaárinu og vilja leggja hugsjón þess liö. Sannfæring þeirra er sú aö þjóöir eigi erindi hver viö aöra og auög- ist af gagnkvæmum kynnum og menningarsamskiptum. Jafn- framt finnst þeim eölilegt aö skyldar þjóöir ræki tengsl sln hvaö best án þess aö sú skoöun sé talin jafngilda þröngsýni eöa ein- angrunarstefnu. Til þess aö svo megi veröa þurfa þær aö viröa, þekkja og nota mál hver annarar. Þó aö unnt sé aö hafa ýmiss konar samskipti án þess, ætti ekki aö þurfa aö skýra, hve miklu fátæk- legri og ófrjórri þau veröa meö fíÉaitro þeim hætti auk þess sem þetta er aö flestra dómi metnaöarmál. A þessu er þó býsna mikill mis- brestur meö Noröurlandaþjóðum. Málaáriö á aö bæta úr því i sam- ræmi viö tilgang og hugsjónir Norrænu félaganna. Hjá Dönum, Svium og Norðmönnum gætir oft furðu mikillar tregöu á aö lesa mál grannanna og löngum hafa Islendingar verið tregir til að freista þess aö lesa eöa tala færeysku, þótt hún sé islenskunni skyldust mála og skammt til Færeyja. Margir Islendingar leggja ekki I aö reyna aö lesa, hvaö þá tala annaö Noröurlanda- mál en dönskuna sem sumir þeirra læröu I skóla. Danir og Svl- ar láta gera texta viö sjónvarps- myndir hvorir annarra. Finnar eru löngu orönir hvekktir á þvl, hve lltinn skilning menn hafa á sérstööu þeirra I málanámi og hve fáir gera sér far um aö læra aukatekiö orö I finnsku, svo að ekki sé minnst á þaö, hve litiö ná- grannaþjóöir noröurhjarans vita um og taka eftir enn einangraöri málum eins og samamáli og grænlensku. Málin átta sem norræna mála- áriö er helgaö eru flest skyld, en ekki öll. Auk þess sem flestir vita er t.d. samamáliö skylt finnsk- unni. En þó aö skyldleika mál- anna sé ekki alls staöar fyrir aö fara, er þaö hagur og vilji þjóö- anna allra sem tala þau aö vinna saman I veröld nútimans. Þaö torveldar þann leik aö málin eru ekki öll af sama stofni, en þvi meiri ástæöa er til þess aö brjóta niður tungumálamúrinn sem i sumum tilvikum er að talsveröu leyti imyndaöur, enda getur þaö aldrei oröiö annað en ávinningur. I þvi skyni veröa menn aö reyna aö gera sér grein fyrir og sýna fram á skyldleika norrænna mála þar sem honum er til aö dreifa, en gera sér jafnframt tiöara en hing- aö til um þau mál sem fremur eiga I vök aö verjast I hinu nor- ræna samstarfi, enda eru þau giröing um mikinn menningararf. A þaö var áöur minnst aö sumir tslendingar teldu aö viö heföum ekkert til Noröurlanda aö sækja annaö en einangraöa útkjálka- menningu og okkur væri nær aö halla okkur beint aö stórþjóöun- um. Lesendum er eflaust oröiö ljóst aö ég er annarrar skoöunar og sé fullyrðing af þessu tagi ekki rökstudd eöa skýrö nánar er hún ekki svaraverð. Norræn menning þarf engrar afsökunar aö biöja og þaö er skylda okkar aö varðveita hana og ávaxta. En felist sú ályktun I fyrrgreindri fullyrðingu aö náin tengsl íslendinga viö aör- ar Noröurlandaþjóðir komi I veg fyrir samskipti þcirra viö afgang- inn af h®Amnúni er hún I meira lagi osanngjörn I garð þeirra sem mæla fyrir norrænni samvinnu og á misskilningi byggö, þvi aö þeir fá meö engu móti séö, hvernig þetta þarf aö útiloka hvaö annað. Þvert á móti eru öll samskipti stórra og litilla þjóöa i milli af góöum toga hafi þær vit og þrek til að velja og hafna, en beri þó gæfu til samþykkis. Aö öllu mála- námi er menningar- og þekking- arauki. Þaö gildir jafnt um mál stórþjóöa og smáþjóöa og þaö er einmitt eitt af þroskaskilyröum Islenskrar menningar aö i hverri grein takist aö kemba saman inn- lent og erlent I réttum hlutföllum. Þó að rekinn sé áróöur fyrir nor- rænum málum og menningu, bannar þaö engum aö draga I búið meö þvi aö læra mál stórþjóöanna eöa hverra annarra þjóöa sem vera skal og best er vitaskuld aö gera hvorttveggja. En þvi skulum vib ekki gleyma aö frjóust veröa menningaráhrif þegar þau eru gagnkvæm og gildi þeirra fer ekki eftir þjóðarstærö. Af ýmsu geta Islendingar öðrum miölaö, Norö- urlandabúum engu siöur en öör- um, og eiga ekki aö fara I þjóð- greinarálit um þaö. tslendingum sárnar þaö stund- um aö á norrænum málþingum skuli þeir ekki geta notaö móöur- mál sitt meö sama hætti og Norö- menn, Danir og Sviar. Þeim gremst aö þurfa aö sæta þessu og finnst aö ekki sé jafnræöi meö Islenskunni og málum fyrr- greindra þjóöa, hafa jafnvel á oröi aö betra sé þá að nota ensku eöa eitthvert annað mál sem allir viöstaddir skilji. Gremjan er skiljanleg, en breytir litlu og styöst ekki heldur viö alls kostar sanngjörn rök, þvl aö mál þeirra þriggja þjóba sem nefndar voru duga þeim stundum ekki nema miölungi vel I samskiptum þeirra I milli. Og hvaö mættu þá Græn- lendingar, Færeyingar, Finnar og Samar segja? Af mörgum ástæö- um stendur öðrum Norðurlanda- þjóöum en okkur nær aö læra og meta tungu okkar en þeim sem fjarlægari eru og á þaö skal bent aö málaárið á ekkert siður aö minna þær á þaö en okkur á aö sýna tungum þeirra sem mestan áhuga. En enginn má viö margn- um og hér veröur sem oftar aö gera mun á hinu æskilega og mögulega. Samskipti Noröurlandaþjóöa eru svo mikil aö túlkun á fundum þeirra yröi fyrirhafnarsöm og dýr, en af margnefndum og gild- um ástæöum kjósa þær fremur aö nota eigin mál en annarra sín á milli og telja þaö hafa gildi i sjálfu sér. Þar sem bilið milli norsku, dönsku og sænsku er i raun mjórra en milli þeirra og hinna málanna og viö þaö bætist aö Norðmenn, Danir og Sviar eru samanlagt fjölmennari en þjóð- irnar sem hin málin tala, veröur raunin sú aö mál þjóöanna þriggja verða rikjandi þar sem Noröurlandabúar hittast. Hér sem viðar ráöa vilji og hagsmunir meirihlutans og lögmál stærðar- innar, hvort sem einhverjum lik- ar betur eða verr. Svíar eru fjöl- mennastir Noröurlandaþjóða og i skiptum við þá veröa tslendingar oftast aö sætta sig við að nota sænsku eöa a.m.k. eitthvert ann- aö mál en islensku. 1 nafni sann- girninnar gætu Islendingar sem hneykslast á þvi litið sér nær og spurt sjálfa sig hvort okkur farist á meðan viö teljum ekki jafn sjálfsagt aö tala færeysku við Færeyinga og aö Sviar tali islensku viö okkur. En skyldi nú hlutskipti okkar aö þessu leyti vera eins slæmt og af er látið? Bandarikjamenn eiga oft til að spyrja útlending undr- andi: „Where did you pick up your English?” Undrun þeirra stafar af þvi, hve stórþjóðir eru orðnar þvi vanar aö deila og drottna án þess aö nauðsyn knýi þær til þess að hugleiða, hvers vegna smáþjóöir þurfa og vilja tileinka sér mál þeirra og menn- ingu. Miklu færri þegnar stór- þjóöa læra erlend tungumál aö gagni en tlökast meö hinum fá- mennari. Enginn vafi er á þvl, hvor meira tapar á þeirri staö- reynd. Þaö hlýtur alltaf aö vera gróöi smáþjóöar, en ekki tap aö þurfa vegna aöstæðna að heyja sér sem mesta þekkingu og efla menntun sina. Viö málanám verður hún fjölþættari en ella. Aö þessu leyti er fámenniö styrkur okkar og vonandi veröur biö á þvi að Islendingar hætti að kenna dönsku eöa annaö Norðurlanda- mál á skyldunámsstigi. Það er reyndar ekkert sáluhjálparatriöi, hvort danska eöa t.d. sænska eöa norska verður fyrir valinu, en hins vegar öldungis óþarft aö þykjast ekki vita, hvers vegna danskan varð á sinum tlma fyrir valinu og eðlilegast er að mörgu leyti aö hún verði áfram fyrsta Noröurlandatungan sem viö lær- um fyrir utan móöurmálið. Ég ætla ekki aö fjölyrða um hugmyndir og starf islensku málaársnefndarinnar til þessa. Betra er aö spyrja að leikslokum en þykjast af óunnum verkum. Þess skal þó getið að á ótrúlega mörgum sviöum þjóölifsins er unnt aö starfa I anda norræna málaársins. Að þvl vill nefndin stuöla og telur þaö eitt meginhlut- verk sitt. Hún lætur sig varöa bókagerö og þýöingar, hlut út- varps og sjónvarps, blaöa og timarita, málakennslu og land- kynningu I skólum og möguleika annarra menningarstofnana, fé- laga og fyrirtækja til þess aö leggja fram sinn skerf. Alla sem þaö geta hvetur nefndin til þess aö bæta i hugmyndasjóðinn og sýna vilja sinn i verki, ef mála- árshugmyndin sklrskotar til þeirra á annað borö. Þessi grein var samin til þess að kynna hana. 1 þeirri trú aö þorri Islendinga sé mér sammála hef ég minnt á þá sögulegu og menningarlegu skyldu hverrar Noröurlandaþjóöar aö meta og varðveita tungu slna og menn- ingu og gefa málum og menningu hinna gaum. Ég hef haldið þvi fram að þaö væri andlegu lifi þeirra nauösyn og ómetanlegur ávinningur. Vegna norrænnar samvinnu er Noröurlandaþjóöun- um Hka nauösyn og metnaöarmál aö læra og nota mál hver annarr- ar eftir föngum I viöskiptum sin- um. Burðarásinn I norrænu sam- starfi er gagnkvæmur skilningur þjóöanna á máli og menningu hver annarrar. Þess vegna þurfa þær aö átta sig á skyldleika mál- anna þar sem honum er til að dreifa og draga úr áhugaleysinu um hinar fjarskyldari tungur og óttanum viö þær. Vonandi veröur lika málaáriö einungis upphaf annars og meira, Fyrst er aö beina athyglinni aö markmiöi þess, vekja áhuga, viröingu og metnaö. Þaö yröi skemmtilegra aö vera Noröurlandamaöur, ef tækist aö rjúfa málamúrinn og munar um hvert skref sem stigið er I rétta átt. Hamar fálætisins er ekki ókleifur og okkur er máliö skylt. ALTERNATORAR OG STARTARAR Ford Bronco Chevrolet Dodge Wagoneer Land/Rover Toyota Datsun og i flestar gerðir biia. Verð frá 29.800.- • Póstsendum Varahluta- og viðgerðaþj. BILARAF Borgartúni 19 - Sími 24700 Göngum ávallt vinstra megin á móti akandi umferð.. ll%F FERDAR BÆNDUR varanleg álklæðning, á þök, loft og veggi-úti og inni. Álplötur meö Innbrenndum litum sem þarf aldrei aö mála, gott er að þrífa og auövelt i uppsetningu Hentar vel á íbúöarhús, gripahus, skemmur, hlööur og þá staði, sem þörf er á góðri varanlegri klæöningu. Framleiddar af Nordisk Aluminium A/S, Noregi i mismunandi gerðum Reynist vel við íslenskar aöstæöur. Hafið samband við okkur oq viö qefum bér verðltlboö oa ráöleggingar ef óskaö er. INNKAÚPHF ÆGISGÖTU 7 REYKIAVÍK. SÍMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUSTIÓRI HEIMASÍMI 71400.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.