Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.08.1980, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. ágúst 1980. 11 „Við komum aftur með mykju- dreifara” segja jóskir bændur í mótmælaferð til Kaup- mannahafnar, og leggjum þá leiðinaá Ráðhústorgið ÍilÍIÍÍÍIÍM ■Hh ■ShhI ■■■■ Dag einn i júlimánuöi moraði Axelstorg i Kaupmannahöfn, þar sem höfuðstöðvar danskra landbúnaðarsamtaka eru, af józkum bændum, sem höfðu uppi hávær mótmæli, og lofuðu að koma i annað sinn, og þá með dráttarvélar sinar og mykju- dreifara og beina ferðum sinum að Ráðhústorginu ef orð þeirra yrðu að engu höfð. Þeir töldu sig ekki gera þetta að raunlausu. Meðal danskra bænda er hin mesta ókyrrð, og þaðeru hinir háu vextir, sem nú eru viða komnir i tisku sem læknislyf gegn verðbólgu, er eru þeim mestur þyrnir i auga. Þessirháu vextir, á samt lágu verði á landbúnaðarvöru i sam- keppnislöndum, hafa leitt til þess, að margir hafa orðið gjaldþrota, og i kjölfarið hafa komið nauðungaruppboð og persónulegir harmleikir. Aður en til þessarar Kaup- mannahafnarferðar kom, höföu jóskir bændur hætt að flytja mjdlk i sin eigin mjólkursamlög og gripi i sláturhús, þar eð þeir telja meginið af afurðaverðinu hverfa i vaxtahitina. Sérstök samtök, LR 80, hafa einnig i hótunum að loka brúnni á Stórastraumi með dráttar- vélum og landbúnaðarvélum. Eru það einkum hinir yngri bændur sem fylla þennan flokk innan LR 80. Þeir telja ekki bú- andi undir þeim vöxtum, sem þeim hefur verið gert að greiða, og þeir vantreysta því, að trúnaðarmönnum og forsvars- mönnum þeirra i Kaupmanna- höfn takist að sannfæra stjórnarvöld og þing um, að byrðarnar eru þeim ofviða. Þúsundir ungra bænda eru skuldum vafðir, og þeir fá ekki risið undir 25% vöxtum, sem gilda i Danmörku. 1 fyrra varö mikil skulda- söfnunhjá þeim, en nú telja þeir visan voða að halda lengra út á þá braut. Margar jarðir hafa þegar verið auglýstar til sölu á nauðungaruppboðum, en aðrir reyna að fleyta sé i bili með þvi að ganga á bústofn sinn. En ekki getur það gengið til langframa. Þvi til sönnunar, út á hversu alvarlega braut er komið, er á það bent, að þó nokkrir bændur hafi framið sjálfsmorð i örvænt- ingu vegna fjárhagsþrenginga sinna. Meginsökinni varpa þeir á há- vaxtastefnuna og ástandiö á Evrópumarkaðnum, sem fylltur er af landbúnaðarafúrðum á óeðlilega lágu verði. Það er krafa dönsku bændanna, að vextirnir verði færðir niður, nauðungaruppboð stöövuð og styrkir veittir til fóðurkaupa. Sams konar ókyrrðar vegna hárravaxtagætir meðalnorskra bænda, þótt óánægjan hafi ekki fengið þar útrás i mótmælaaö- gerðum. VtNARPYLSUFAT 6 stk. vínarpylsur 'á hvítkálshöfuð 1 laukur sósa: 50 g. mayonnaise 1 dl. tómatsósa 2tsk. edik Vi dl. vatn salt — pipar. KINDAKÆFA LIFRAKÆFA RAFTASKINKA. BACON BJÓRSKINKA BRINGUPYLSA LAMBASPÆGIPYLSA LYONPYLSA MALAKOFF MORTADELLA Skerið pylsurnar í bita, saxið hvítkál og lauk smátt, blandið saman. Blandið sósunni saman og hellið yfir. Skreytið með tómatsneiðum og saxaðri steinselju. Berið fram með rúgbrauði og tei. ITALSKI ÞJÓÐARRÉTTURINN PIZZA NÝTUR VINSÆLDA. NOTAÐU GQÐA PYLSURNAR SEM FYLL- INGU ANNAÐHVORT MEÐ RIFNUM OSTI EÐA OSTKREMI. HÉR GEFST GOIT TÆKI - FÆRITIL AÐ REYNA NÝJAR KRYDDTEGUNDIR. HVERSVEGNA Kjötvörur eru settar í lofttæmdar um- búðir fyrst og fremst, til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif súrefnis í andrúms- loftinu. Súrefni veldur þránun fitunnar og eyðileggur eðlilegan pækillit vör- unnar. Lofttæmdar umbúðir veita einnig ör- ugga vörn gegn óhreinindum, þær verja vörurnar fyrir þurrki og hindra tap á bragðefnum. Lofttæmdar umbúðir úr marglaga plasti lengja geymsluþol var- anna og því lengur, sem umbúðirnar eru þéttari og lofttæming er betri. Geymsluþoi flestra áleggstegunda í lofttæmdum umbúðum er um 21 dag, en reyktar og soðnar matarpylsur (s.s. vínarpylsur og reykt medister) geymist í 28 daga frá framieiðsludegi. 1 pk. frosið brokkál 5 Goða vínarpylsur 3 laukar 4 tómatar 3 egg 1 msk hveiti 3 dl. mjólk salt, pipar, majoran Kartöflur — salt — f ranskbrauð. Þíðið brokkálið og raðið í vel smurt eldfast fat. Brúnið niðurskornar pyls- urnar og laukinn örlítið á pönnu og hellið yfir. Þakið með tómatsneiðum. Þeytið eggin jafnið þau með hveiti og mjólk, kryddið með salti. pipar og majoran. Hellið blöndunni yfir. Bakið við 225°C í 30 mínútur. EhlerSi KRYDD GRÆNMETI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.